Fótbolti

Ó­sáttur með VAR eftir rauða spjald Kjartans: „Þetta er bar­átta um boltann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan í leik með Horsens á sínum tíma.
Kjartan í leik með Horsens á sínum tíma. Lars Ronbog / FrontZoneSport

Jonas Dal, þjálfari Kjartans Henry Finnbogasonar hjá AC Horsens, er ekki hrifinn af því að VAR grandskoði allar tæklingar og vísi mönnum af velli hvað eftir annað.

Horsens tapaði enn einum leiknum á sunnudaginn. Þeir töpuðu þó 1-0 gegn öðru Íslendingaliði, OB, og í leiknum fékk Kjartan Henry að líta rauða spjaldi fyrir tæklingu á Troels Klove.

Horsens hefur áður á tímabilinu fengið tvö rauð spjöld en þau bæði fékk Bjarke Jacobsen, einnig fyrir tæklingar.

„Ef þú ferð og greinir þessi spjöld þá eru hvorki Bjarke eða Kjartans brot af því meiði að þeir eru of æstir eða því þeir eru að reyna meiða mótherjann. Þetta er barátta um boltann,“ sagði Dal.

„Kjartan kom einnig við boltann en fór einnig yfir boltann og steig á Troels Klove. Það getur verið að þetta sé rautt spjald en það er svo pirrandi að við förum með þessar ákvarðanir í VAR.“

„Ef dómarinn hefði dæmt þetta á vellinum þá hefði verið auðveldara að samþykkja þetta,“ sagði Dal sem tók við Horsens í sumar. Liðið er í næsta neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með tvö stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×