Klopp talaði um marbletti Mo Salah á blaðamannafundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 09:31 Liverpool maðurinn Mohamed Salah liggur í grasinu eftir brot Arthur Masuaku hjá West Ham. Getty/Jon Super Dýfingar Mohamed Salah hafa verið í umræðunni eftir að knattspyrnustjóri West Ham gagnrýndi hann fyrir fiska víti með einni slíkri í sigri Liverpool á West Ham. David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, hélt því fram að Egyptinn hefði látið sig falla þegar hann fékk vítaspyrnu á móti West Ham. West Ham var þá 1-0 yfir en Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði leikinn. Liverpool skoraði síðan sigurmarkið í seinni hálfleik. Mohamed Salah átti að mati Moyes hafa látið sig falla í grasið en það sáu þó allir, þar á meðal Varsjáin, að Arthur Masuakua sparkaði þar klaufalega í hann. Jürgen Klopp var spurður út í þetta atvik á blaðamannafundi í gær en þýski stjórinn var þá kominn til að ræða Meistaradeildarleik við Atatlanta sem fer fram á Ítalíu í kvöld. „Hvað get ég sagt? Þetta var brot. Það var það fyrir nánast alls sem sáu það,“ sagði Jürgen Klopp. "What can I say..." Jurgen Klopp laughs off criticism aimed at Mohamed Salah pic.twitter.com/0knvjSBbSE— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 2, 2020 „Ótrúlegt en satt þá ræddi ég við Mo í gærmorgunn og spurði hann út í það hvernig honum liði. Hann sagðist vera með þrjá marbletti frá leiknum og einn þeirra var frá því þegar hann fékk víti,“ sagði Klopp. „Við ræðum ekki vítaspyrnur sem við fáum ekki en samt erum við tveimur dögum síðar enn að tala um eina sem við fengum,“ sagði Klopp. „Það var augljóst að hann kom við hann. Ég skil því ekki gagnrýnina,“ sagði Klopp. Svör Jürgen Klopp voru áberandi í ensku miðlunum um morgun eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan. Baksíða Daily Star Leikur Atlanta og Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en það verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins og sýnt um leið og eitthvað gerist í þeim. Meistaradeildarmörkin eru síðan eftir leikina á sömu rás. Alls verða fjórir Meistaradeildarleikir í beinni í kvöld. Sá fyrsti er leikur Lokomotiv Moskvu og Atletico Madrid á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17.55. Klukkan 20.00 verða síðan sýndir auk Liverpool leiksins, leikur Manchester City og Olympiacos á Stöð 2 Sport 5 og leikur Real Madrid og Inter á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Dýfingar Mohamed Salah hafa verið í umræðunni eftir að knattspyrnustjóri West Ham gagnrýndi hann fyrir fiska víti með einni slíkri í sigri Liverpool á West Ham. David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, hélt því fram að Egyptinn hefði látið sig falla þegar hann fékk vítaspyrnu á móti West Ham. West Ham var þá 1-0 yfir en Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði leikinn. Liverpool skoraði síðan sigurmarkið í seinni hálfleik. Mohamed Salah átti að mati Moyes hafa látið sig falla í grasið en það sáu þó allir, þar á meðal Varsjáin, að Arthur Masuakua sparkaði þar klaufalega í hann. Jürgen Klopp var spurður út í þetta atvik á blaðamannafundi í gær en þýski stjórinn var þá kominn til að ræða Meistaradeildarleik við Atatlanta sem fer fram á Ítalíu í kvöld. „Hvað get ég sagt? Þetta var brot. Það var það fyrir nánast alls sem sáu það,“ sagði Jürgen Klopp. "What can I say..." Jurgen Klopp laughs off criticism aimed at Mohamed Salah pic.twitter.com/0knvjSBbSE— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 2, 2020 „Ótrúlegt en satt þá ræddi ég við Mo í gærmorgunn og spurði hann út í það hvernig honum liði. Hann sagðist vera með þrjá marbletti frá leiknum og einn þeirra var frá því þegar hann fékk víti,“ sagði Klopp. „Við ræðum ekki vítaspyrnur sem við fáum ekki en samt erum við tveimur dögum síðar enn að tala um eina sem við fengum,“ sagði Klopp. „Það var augljóst að hann kom við hann. Ég skil því ekki gagnrýnina,“ sagði Klopp. Svör Jürgen Klopp voru áberandi í ensku miðlunum um morgun eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan. Baksíða Daily Star Leikur Atlanta og Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en það verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins og sýnt um leið og eitthvað gerist í þeim. Meistaradeildarmörkin eru síðan eftir leikina á sömu rás. Alls verða fjórir Meistaradeildarleikir í beinni í kvöld. Sá fyrsti er leikur Lokomotiv Moskvu og Atletico Madrid á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17.55. Klukkan 20.00 verða síðan sýndir auk Liverpool leiksins, leikur Manchester City og Olympiacos á Stöð 2 Sport 5 og leikur Real Madrid og Inter á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira