Gjörsamlega trompaðist eftir að Albert skoraði hjá honum í annað skiptið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 12:01 Albert Gudmundsson fagnar hér fyrra marki sínu á móti Waalwijk og markvörðurinn Kostas Lamprou er ekki sáttur. Lamprou gjörsamlega brjálaðist síðan við seinna markið. Getty/ANP/JAN DEN BREEJEN Markvörður RKC Waalwijk hellti sér yfir sína varnarmenn eftir að Albert Guðmundsson hafði gulltryggt sigur AZ Alkmaar í hollensku deildinni í gær. Albert Guðmundsson er orðinn langmarkahæsti leikmaður AZ Alkmaar á tímabilnu með sjö mörk í átta leikjum eftir fimm mörk á einni viku. Tvö þeirra komu í fyrsta deildarsigri AZ á tímabilinu sem var í gær. AZ Alkmaar hefur sett inn svipmyndir frá sigurleik liðsins í hollensku deildinni í gær en Albert Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri á Waalwijk. Albert skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum eða á 72. mínútu og svo á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Í báðum tilfellum var Albert réttur maður á réttum stað í markteignum eftir fyrirgjafir frá vinstri. Það má sjá svipmyndirnar frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Albert gerði meira en bara að skora þessi tvö mörk því hann fiskaði líka vítaspyrnu á 68. mínútu. Teun Koopmeiners lét hins vegar verja frá sér vítið. Kostas Lamprou, markvörður Waalwijk gerði þar vel. Það má sjá Albert fiska vítið eftir 8 mínútur og rúmar 30 sekúndur af myndbandinu. Grikkinn Kostas Lamprou í marki Waalwijk þurfti samt að sækja boltann tvisvar sinnum í markið hjá sér í gær eftir þessa vítavörslu sína og í bæði skiptin eftir skot frá Alberti af stuttu færi. Mörk Alberts komu eftir 9:30 og 10:30 af myndbandinu hér fyrir ofan. Það er óhætt að segja að þessi 29 ára gamli Grikki hafi verið frekar ósáttur eftir seinna mark Alberts sem kom í uppbótatíma leiksins. Kostas Lamprou gjörsamlega trompaðist eftir markið og las varnarmanni sínum pistilinn. Það má sjá þessi blóðheitu viðbrögð Kostas Lamprou eftir tíu og hálfa mínútu af myndbandinu eða strax eftir seinna mark Alberts. Hér fyrir neðan er síðan tvenna Alberts Guðmundssonar frá því í Evrópudeildinni aðeins tæpum þremur sólarhringum fyrr. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00 Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Markvörður RKC Waalwijk hellti sér yfir sína varnarmenn eftir að Albert Guðmundsson hafði gulltryggt sigur AZ Alkmaar í hollensku deildinni í gær. Albert Guðmundsson er orðinn langmarkahæsti leikmaður AZ Alkmaar á tímabilnu með sjö mörk í átta leikjum eftir fimm mörk á einni viku. Tvö þeirra komu í fyrsta deildarsigri AZ á tímabilinu sem var í gær. AZ Alkmaar hefur sett inn svipmyndir frá sigurleik liðsins í hollensku deildinni í gær en Albert Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri á Waalwijk. Albert skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum eða á 72. mínútu og svo á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Í báðum tilfellum var Albert réttur maður á réttum stað í markteignum eftir fyrirgjafir frá vinstri. Það má sjá svipmyndirnar frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Albert gerði meira en bara að skora þessi tvö mörk því hann fiskaði líka vítaspyrnu á 68. mínútu. Teun Koopmeiners lét hins vegar verja frá sér vítið. Kostas Lamprou, markvörður Waalwijk gerði þar vel. Það má sjá Albert fiska vítið eftir 8 mínútur og rúmar 30 sekúndur af myndbandinu. Grikkinn Kostas Lamprou í marki Waalwijk þurfti samt að sækja boltann tvisvar sinnum í markið hjá sér í gær eftir þessa vítavörslu sína og í bæði skiptin eftir skot frá Alberti af stuttu færi. Mörk Alberts komu eftir 9:30 og 10:30 af myndbandinu hér fyrir ofan. Það er óhætt að segja að þessi 29 ára gamli Grikki hafi verið frekar ósáttur eftir seinna mark Alberts sem kom í uppbótatíma leiksins. Kostas Lamprou gjörsamlega trompaðist eftir markið og las varnarmanni sínum pistilinn. Það má sjá þessi blóðheitu viðbrögð Kostas Lamprou eftir tíu og hálfa mínútu af myndbandinu eða strax eftir seinna mark Alberts. Hér fyrir neðan er síðan tvenna Alberts Guðmundssonar frá því í Evrópudeildinni aðeins tæpum þremur sólarhringum fyrr.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00 Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00
Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31
Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30
Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20
Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54