Liverpool í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 13:31 Jürgen Klopp er hér kannski að reyna útskýra það hvernig liðið sem hefur fengið á sig flest mörk geti verið í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Paul Ellis Liverpool náði tveggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir enn einn endurkomusigurinn. Liverpool lenti enn á ný undir snemma leiks á heimavelli sínum, nú á móti West Ham. Sama gerðist í heimaleikjum á móti Arsenal og Sheffield United á Anfield. Í öll skiptin hefur Liverpool náð að snúa leiknum sér í hag og landa öllum þremur stigunum. Liverpool hefur vissulega fullt hús í fjórum heimaleikjum en á samt enn eftir að halda marki sínu hreinu á Anfield í titilvörninni. Liverpool hefur því skorað nægilega mörg mörk til að ná í 16 stig af 21 mögulegu og gera þar með betur en öll hin lið deildarinnar í fyrstu sjö umferðunum. Leikmenn Liverpool hafa skorað 17 mörk og þurft á þeim öllum að halda. Teams that have conceded the most goals in the PL so far this season: Liverpool - 15 Brighton - 14 West Brom - 14 Fulham - 14 Man Utd - 13 Southampton - 12Liverpool conceded the least goals in the league last season & #MUFC conceded the 3rd least pic.twitter.com/7e1RkzO1UB— Oddschanger (@Oddschanger) November 2, 2020 Liverpool situr nefnilega í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Svo sérstaka staða er nefnilega uppi í dag að Liverpool hefur fengið á sig flest mörk af öllum tuttugu liðum deildarinnar. Liverpool menn hafa sótt boltann fimmtán sinnum í markið hjá sér eða einu sinni ofar en leikmenn Brighton & Hove Albion, West Bromwich Albion og Fulham. Fulham og West Bromwich Albion mætast reyndar í kvöld og gætu forðað Liverpool liðinu úr þessu vandræðalega sæti. Það er þó ekki bara hægt að kenna fjarveru Virgil Van Dijk um þetta því hann var til staðar þegar Liverpool fékk á sig þrjú mörk á heimavelli á móti Leeds og þegar Liverpool fékk á sig sjö mörk á útivelli á móti Aston Villa. Liverpool hefur aðeins haldið einu sinni marki sínu hreinu í fyrstu sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu og það var í 2-0 sigri á Chelsea á Stamford Bridge en þar voru Liverpool menn manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Í hinum sex leikjunum hefur liðið fengið á sig fimmtán mörk eða 2,5 mörk að meðaltali í leik. Liverpool fékk á sig samtals 33 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð og er því þegar búið að fá á sig 45 prósent af mörkunum sem liðið fékk á sig á meistaratímabilinu 2019-20. Liðið er hins vegar aðeins búið að með átján prósent leikjanna. Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Liverpool náði tveggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir enn einn endurkomusigurinn. Liverpool lenti enn á ný undir snemma leiks á heimavelli sínum, nú á móti West Ham. Sama gerðist í heimaleikjum á móti Arsenal og Sheffield United á Anfield. Í öll skiptin hefur Liverpool náð að snúa leiknum sér í hag og landa öllum þremur stigunum. Liverpool hefur vissulega fullt hús í fjórum heimaleikjum en á samt enn eftir að halda marki sínu hreinu á Anfield í titilvörninni. Liverpool hefur því skorað nægilega mörg mörk til að ná í 16 stig af 21 mögulegu og gera þar með betur en öll hin lið deildarinnar í fyrstu sjö umferðunum. Leikmenn Liverpool hafa skorað 17 mörk og þurft á þeim öllum að halda. Teams that have conceded the most goals in the PL so far this season: Liverpool - 15 Brighton - 14 West Brom - 14 Fulham - 14 Man Utd - 13 Southampton - 12Liverpool conceded the least goals in the league last season & #MUFC conceded the 3rd least pic.twitter.com/7e1RkzO1UB— Oddschanger (@Oddschanger) November 2, 2020 Liverpool situr nefnilega í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Svo sérstaka staða er nefnilega uppi í dag að Liverpool hefur fengið á sig flest mörk af öllum tuttugu liðum deildarinnar. Liverpool menn hafa sótt boltann fimmtán sinnum í markið hjá sér eða einu sinni ofar en leikmenn Brighton & Hove Albion, West Bromwich Albion og Fulham. Fulham og West Bromwich Albion mætast reyndar í kvöld og gætu forðað Liverpool liðinu úr þessu vandræðalega sæti. Það er þó ekki bara hægt að kenna fjarveru Virgil Van Dijk um þetta því hann var til staðar þegar Liverpool fékk á sig þrjú mörk á heimavelli á móti Leeds og þegar Liverpool fékk á sig sjö mörk á útivelli á móti Aston Villa. Liverpool hefur aðeins haldið einu sinni marki sínu hreinu í fyrstu sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu og það var í 2-0 sigri á Chelsea á Stamford Bridge en þar voru Liverpool menn manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Í hinum sex leikjunum hefur liðið fengið á sig fimmtán mörk eða 2,5 mörk að meðaltali í leik. Liverpool fékk á sig samtals 33 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð og er því þegar búið að fá á sig 45 prósent af mörkunum sem liðið fékk á sig á meistaratímabilinu 2019-20. Liðið er hins vegar aðeins búið að með átján prósent leikjanna. Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk
Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira