Ísland á tvær af þremur tekjuhæstu CrossFit konum ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir. Instagram/Samsett Lengsta CrossFit tímabili sögunnar lauk á dögunum og það er athyglisvert að skoða heildarverðlaunafé besta CrossFit fólks heims á nýloknu tímabili. Kórónuveiran setti mikinn svip á tímabilið og bæði frestanir og aflýsingar sáu til þess að tímabilið endaði ekki fyrr en seint í október. Heimsleikarnir voru líka með allt öðru sniði en bæði fyrri hlutinn og ofurúrslitin heppnuðust vel. Morning Chalk Up tók saman heildarverðlaunafé CrossFit fólksins á árinu. Ísland á þrjá fulltrúa meðal tíu tekjuhæstu karla og kvenna í CrossFit heiminum á árinu 2020. Björgvin Karl Guðmundsson er í tíunda sætinu hjá körlunum og Ísland á tvær af þremur tekjuhæstu CrossFit konunum á tímabilinu. Björgvin Karl Guðmundsson vann sér inn rúmlega nítján þúsund dali eða 2,7 milljónir íslenskra króna. Katrín Tanja Davíðsdóttir kom sér upp í annað sætið með frábærri frammistöðu á heimsleikunum. Katrín Tanja vann sér alls inn 136 þúsund Bandaríkjadali á tímabilinu eða 19,2 milljónir króna. Allt nema 500 dalir var verðlaunafé Katrínar Tönju á heimsleikunum því það gekk lítið hjá henni framan af tímabilinu þegar hún glímdi við erfið bakmeiðsli. Sara Sigmundsdóttir var lengi í efsta sæti þessa lista en endar í þriðja sætið með verðlaunafé upp á 119 þúsund dali eða 16,8 milljónir króna. Sara hækkaði sig um tvö sætið á listanum frá því árið áður þegar hún varð fimmta. Það gerði Sara þrátt fyrir að fá ekkert verðlaunafé frá heimsleikunum. View this post on Instagram The 2020 CrossFit Games came to a conclusion on Sunday afternoon and with it the tumultuous season that saw the COVID-19 pandemic change the landscape of the sport. It was going to be a banner year for total athlete payouts based on the increase of Sanctional events from 15 during the 2018-2019 season to 28 for this season. However only ten of the Sanctionals went off before the pandemic eventually forced organizers to cancel. Read the full story on our app, download for iOS and Android at the link in bio. @crossfitgames // @pcthecrazyasian ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 30, 2020 at 7:30am PDT Það þarf ekki að koma neinum á óvart að heimsmeistararnir Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey eru með talsverða yfirburði á listunum. Tia-Clair Toomey vann sér inn 415 þúsund Bandaríkjadali á árinu 2020 eða meira en 58 og hálfa milljón í íslenskum krónum. Toomey var tekjuhærri en tekjuhæsti karlinn en Mathew Fraser vann sér inn rúmlega 354 þúsund dali eða meira en 50 milljónir íslenskra króna. Björgvin Karl rétt slapp inn á topp tíu listann en hann fékk aðeins 20 dollurum meira en Jonne Koski sem endaði í ellefta sætinu. Björgvin komst upp í tíunda sætið af því að hann fékk verðlaunaféð fyrir að vinna fyrsta hlutann á The Open eftir að Lefteris Theofanidis féll á lyfjaprófi. Björgvin Karl fór fyrir vikið úr öðru sæti upp í það fyrsta í 20.1. Björgvin Karl var einn af fjórum sem voru í líka á topp tíu listanum í fyrra en hinir voru Mathew Fraser (1. sæti), Patrick Vellner (2. sæti) og Noah Ohlsen (6. sæti). Björgvin varð tíundi annað árið í röð. Topp tíu listinn hjá konunum: 1. Tia-Clair Toomey – $415,080 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $136,020 3. Sara Sigmundsdóttir – $119,020 4. Kari Pearce – $110,020 5. Haley Adams – $71,962 6. Karin Freyova – $55,500 7. Brooke Wells – $52,000 8. Amanda Barnhart – $46,020 9. Sam Briggs – $44,520 10. Kristin Holte – $40,020 Topp tíu listinn hjá körlunum: 1. Mathew Fraser – $354,542 2. Patrick Vellner – $128,060 3. Samuel Kwant – $128,000 4. Justin Medeiros – $101,000 5. Brent Fikowski – $79,500 6. Noah Ohlsen – $87,020 7. Jeffrey Adler – $63,020 8. Roman Khrennikov – $55,500 9. Chandler Smith – $46,500 10. Björgvin Karl Guðmundsson – $39,520 CrossFit Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Sjá meira
Lengsta CrossFit tímabili sögunnar lauk á dögunum og það er athyglisvert að skoða heildarverðlaunafé besta CrossFit fólks heims á nýloknu tímabili. Kórónuveiran setti mikinn svip á tímabilið og bæði frestanir og aflýsingar sáu til þess að tímabilið endaði ekki fyrr en seint í október. Heimsleikarnir voru líka með allt öðru sniði en bæði fyrri hlutinn og ofurúrslitin heppnuðust vel. Morning Chalk Up tók saman heildarverðlaunafé CrossFit fólksins á árinu. Ísland á þrjá fulltrúa meðal tíu tekjuhæstu karla og kvenna í CrossFit heiminum á árinu 2020. Björgvin Karl Guðmundsson er í tíunda sætinu hjá körlunum og Ísland á tvær af þremur tekjuhæstu CrossFit konunum á tímabilinu. Björgvin Karl Guðmundsson vann sér inn rúmlega nítján þúsund dali eða 2,7 milljónir íslenskra króna. Katrín Tanja Davíðsdóttir kom sér upp í annað sætið með frábærri frammistöðu á heimsleikunum. Katrín Tanja vann sér alls inn 136 þúsund Bandaríkjadali á tímabilinu eða 19,2 milljónir króna. Allt nema 500 dalir var verðlaunafé Katrínar Tönju á heimsleikunum því það gekk lítið hjá henni framan af tímabilinu þegar hún glímdi við erfið bakmeiðsli. Sara Sigmundsdóttir var lengi í efsta sæti þessa lista en endar í þriðja sætið með verðlaunafé upp á 119 þúsund dali eða 16,8 milljónir króna. Sara hækkaði sig um tvö sætið á listanum frá því árið áður þegar hún varð fimmta. Það gerði Sara þrátt fyrir að fá ekkert verðlaunafé frá heimsleikunum. View this post on Instagram The 2020 CrossFit Games came to a conclusion on Sunday afternoon and with it the tumultuous season that saw the COVID-19 pandemic change the landscape of the sport. It was going to be a banner year for total athlete payouts based on the increase of Sanctional events from 15 during the 2018-2019 season to 28 for this season. However only ten of the Sanctionals went off before the pandemic eventually forced organizers to cancel. Read the full story on our app, download for iOS and Android at the link in bio. @crossfitgames // @pcthecrazyasian ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 30, 2020 at 7:30am PDT Það þarf ekki að koma neinum á óvart að heimsmeistararnir Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey eru með talsverða yfirburði á listunum. Tia-Clair Toomey vann sér inn 415 þúsund Bandaríkjadali á árinu 2020 eða meira en 58 og hálfa milljón í íslenskum krónum. Toomey var tekjuhærri en tekjuhæsti karlinn en Mathew Fraser vann sér inn rúmlega 354 þúsund dali eða meira en 50 milljónir íslenskra króna. Björgvin Karl rétt slapp inn á topp tíu listann en hann fékk aðeins 20 dollurum meira en Jonne Koski sem endaði í ellefta sætinu. Björgvin komst upp í tíunda sætið af því að hann fékk verðlaunaféð fyrir að vinna fyrsta hlutann á The Open eftir að Lefteris Theofanidis féll á lyfjaprófi. Björgvin Karl fór fyrir vikið úr öðru sæti upp í það fyrsta í 20.1. Björgvin Karl var einn af fjórum sem voru í líka á topp tíu listanum í fyrra en hinir voru Mathew Fraser (1. sæti), Patrick Vellner (2. sæti) og Noah Ohlsen (6. sæti). Björgvin varð tíundi annað árið í röð. Topp tíu listinn hjá konunum: 1. Tia-Clair Toomey – $415,080 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $136,020 3. Sara Sigmundsdóttir – $119,020 4. Kari Pearce – $110,020 5. Haley Adams – $71,962 6. Karin Freyova – $55,500 7. Brooke Wells – $52,000 8. Amanda Barnhart – $46,020 9. Sam Briggs – $44,520 10. Kristin Holte – $40,020 Topp tíu listinn hjá körlunum: 1. Mathew Fraser – $354,542 2. Patrick Vellner – $128,060 3. Samuel Kwant – $128,000 4. Justin Medeiros – $101,000 5. Brent Fikowski – $79,500 6. Noah Ohlsen – $87,020 7. Jeffrey Adler – $63,020 8. Roman Khrennikov – $55,500 9. Chandler Smith – $46,500 10. Björgvin Karl Guðmundsson – $39,520
Topp tíu listinn hjá konunum: 1. Tia-Clair Toomey – $415,080 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $136,020 3. Sara Sigmundsdóttir – $119,020 4. Kari Pearce – $110,020 5. Haley Adams – $71,962 6. Karin Freyova – $55,500 7. Brooke Wells – $52,000 8. Amanda Barnhart – $46,020 9. Sam Briggs – $44,520 10. Kristin Holte – $40,020 Topp tíu listinn hjá körlunum: 1. Mathew Fraser – $354,542 2. Patrick Vellner – $128,060 3. Samuel Kwant – $128,000 4. Justin Medeiros – $101,000 5. Brent Fikowski – $79,500 6. Noah Ohlsen – $87,020 7. Jeffrey Adler – $63,020 8. Roman Khrennikov – $55,500 9. Chandler Smith – $46,500 10. Björgvin Karl Guðmundsson – $39,520
CrossFit Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Sjá meira