Endurkoma hjá Guðbjörgu, Kjartan sá rautt og stoðsending frá Arnóri í Rússlandi Anton Ingi Leifsson skrifar 1. nóvember 2020 15:23 Endurkoma hjá Guðbjörgu í dag. Eric Verhoeven/Soccrates Guðbjörg Gunnarsdóttir var mætt aftur í markið hjá Djurgården í dag í sænska boltanum en Guðbjörg eignaðist tvíbura fyrr á árinu. Guðbjörg stóð í markinu því í fyrsta sinn á þessari leiktíð en hún hafði leikið fyrir U19-ára lið félagsins fyrr á leiktíðinni. Djurgården tapaði 3-2 gegn Eskilstuna á heimavelli en Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Djurgården sem er með tuttugu stig í tíunda sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan fallsætið. Ísak Bergmann Jóhannesson átti þátt í marki Norrköping í 2-1 tapi gegn Elfsborg á útivelli. Ísak spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem er í 4. sæti deildarinnar. Elfsborg er í öðru sætinu. 11' MÅL!!!!! Isak Bergmann Johannesson petar till Sead som dunkar upp bollen i nättaket. #IFEIFK | 0-1 | #ifknorrköping — IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 1, 2020 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem vann 5-1 sigur á Uppsala. Anna Rakel Pétursdóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Uppsala sem er á botninum en Rosengård er í 2. sætinu. Elísabet Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Kristinastads unnu 4-0 stórsigur á Vittsjö á heimavelli í dag. Svava Rós Guðmundsdóttir er á meiðslalistanum en Kristianstads er í 3. sæti deildainnar, sex stigum frá toppsætinu og tveimur stigum frá öðru sætinu. OB vann sigur á Horsens í Íslendingaslag í danska boltanum í dag. Fyrsta og eina mark leiksins kom á ellefu mínútu er Emmanuel Sabbi skoraði sigurmark OB. Kjartan Henry Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið á 55. mínútu eftir tæklingu. Atvikið var skoðað í VAR. Jonas Dal vil nok føle, at VAR igen var mod Horsens, men det handler også om, at spillerne selv tager ansvar inde på banen. Tingene bliver set i gennem, og i dag var det røde kort til Finnbogason helt på sin plads #boksen #obach #sldk #eurosportdk #dplay— Casper Høygård (@CasperHoygard) November 1, 2020 Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum hjá OB er 82 mínútur voru á klukkunni en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki með hjá OB. Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í leikmannahópi Horsens sem er á botninum með tvö stig. OB er í sjöunda sætinu með tíu stig. Arnór Sigurðsson lagði upp sigurmark CSKA Moskvu er liðið vann 1-0 sigur á Volgograd í Rússlandi. Sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikhlé en Arnór var tekinn af velli á 70. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörninni en CSKA er á toppi deildarinnar. #CSKA line-up for the game against Rotor pic.twitter.com/beXEa56ptX— PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) November 1, 2020 Danski boltinn Sænski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir var mætt aftur í markið hjá Djurgården í dag í sænska boltanum en Guðbjörg eignaðist tvíbura fyrr á árinu. Guðbjörg stóð í markinu því í fyrsta sinn á þessari leiktíð en hún hafði leikið fyrir U19-ára lið félagsins fyrr á leiktíðinni. Djurgården tapaði 3-2 gegn Eskilstuna á heimavelli en Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Djurgården sem er með tuttugu stig í tíunda sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan fallsætið. Ísak Bergmann Jóhannesson átti þátt í marki Norrköping í 2-1 tapi gegn Elfsborg á útivelli. Ísak spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem er í 4. sæti deildarinnar. Elfsborg er í öðru sætinu. 11' MÅL!!!!! Isak Bergmann Johannesson petar till Sead som dunkar upp bollen i nättaket. #IFEIFK | 0-1 | #ifknorrköping — IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 1, 2020 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem vann 5-1 sigur á Uppsala. Anna Rakel Pétursdóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Uppsala sem er á botninum en Rosengård er í 2. sætinu. Elísabet Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Kristinastads unnu 4-0 stórsigur á Vittsjö á heimavelli í dag. Svava Rós Guðmundsdóttir er á meiðslalistanum en Kristianstads er í 3. sæti deildainnar, sex stigum frá toppsætinu og tveimur stigum frá öðru sætinu. OB vann sigur á Horsens í Íslendingaslag í danska boltanum í dag. Fyrsta og eina mark leiksins kom á ellefu mínútu er Emmanuel Sabbi skoraði sigurmark OB. Kjartan Henry Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið á 55. mínútu eftir tæklingu. Atvikið var skoðað í VAR. Jonas Dal vil nok føle, at VAR igen var mod Horsens, men det handler også om, at spillerne selv tager ansvar inde på banen. Tingene bliver set i gennem, og i dag var det røde kort til Finnbogason helt på sin plads #boksen #obach #sldk #eurosportdk #dplay— Casper Høygård (@CasperHoygard) November 1, 2020 Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum hjá OB er 82 mínútur voru á klukkunni en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki með hjá OB. Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í leikmannahópi Horsens sem er á botninum með tvö stig. OB er í sjöunda sætinu með tíu stig. Arnór Sigurðsson lagði upp sigurmark CSKA Moskvu er liðið vann 1-0 sigur á Volgograd í Rússlandi. Sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikhlé en Arnór var tekinn af velli á 70. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörninni en CSKA er á toppi deildarinnar. #CSKA line-up for the game against Rotor pic.twitter.com/beXEa56ptX— PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) November 1, 2020
Danski boltinn Sænski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira