Fullt af möguleikum í stöðunni en sættist að endingu á tíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 14:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætir hér á blaðamannafund í Hörpu í dag ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Ölmu Möller landlækni. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ýmsir möguleikar aðrir en tíu manna fjöldatakmarkanir hafi verið í stöðunni. Sú tala hafi að endingu orðið fyrir valinu. Hann vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. Samkomubann á Íslandi mun miðast við tíu manns þegar hertar veiruaðgerðir taka gildi á miðnætti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar í dag að fleiri möguleikar hefðu verið í stöðunni. „Já, það voru fullt af möguleikum í stöðunni en þessi tala varð fyrir valinu,“ sagði Þórólfur. Allir þurfi að taka þátt Þá kvaðst hann gera sér vonir um að árangur sæist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur, að því gefnu að allir taki þátt og geri það sem þeim beri að gera. Inntur eftir því hvort hann hefði viljað ganga lengra í aðgerðum en raunin varð, eða hvort hann hefði haft samfélagsleg sjónarmið að leiðarljósi, sagði Þórólfur að slík sjónarmið hefði hann alltaf haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku varðandi faraldurinn og aðgerðir vegna hans. „Auðvitað er hægt að grípa til hörðustu aðgerða strax og eitthvað gerist og lifa með því en ég er ekki viss um að heildarárangurinn af því verði æskilegur, við getum séð alls konar aukaverkanir af því, samfélagslegar og sálrænar sem við viljum ekki sjá,“ sagði Þórólfur. Með aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti mun öll íþróttaiðkun leggjast af í bili, einnig íþróttaiðkun barna. Þórólfur sagði að fjölgun smitaðra barna undanfarið ætti þátt í þeirri ákvörðun. „Ég held það þurfi að vera með hreinar línur í þessu. Við höfum verið að sjá aukningu í smitum meðal barna, þó að þau smiti síður út frá sér og veikist ekki eins, þá viljum við girða fyrir alla leka í þessu.“ Fyrirsjáanleikinn lítill sem enginn Þá kvaðst Þórólfur hafa rætt við ýmsa aðila við ákvarðanatökuna nú. Ákvarðanir þyrfti að taka hratt, enda veiran ófyrirsjáanleg. „Og við höfum þurft að grípa til aðgerða mjög hratt. Við vorum að gæla við þá hugmynd í síðustu viku að við gætum létt á aðgerðum. En fyrirsjáanleikinn í þessu er enginn eða lítill, þannig að þegar maður er búinn að taka ákvörðun eða gæla við hugmyndir um eina aðgerð snýr veiran á okkur og breytir ástandinu þannig að við þurfum að grípa til annarra ráðstafana eins og núna.“ Viðtalið við Þórólf má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að ýmsir möguleikar aðrir en tíu manna fjöldatakmarkanir hafi verið í stöðunni. Sú tala hafi að endingu orðið fyrir valinu. Hann vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. Samkomubann á Íslandi mun miðast við tíu manns þegar hertar veiruaðgerðir taka gildi á miðnætti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar í dag að fleiri möguleikar hefðu verið í stöðunni. „Já, það voru fullt af möguleikum í stöðunni en þessi tala varð fyrir valinu,“ sagði Þórólfur. Allir þurfi að taka þátt Þá kvaðst hann gera sér vonir um að árangur sæist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur, að því gefnu að allir taki þátt og geri það sem þeim beri að gera. Inntur eftir því hvort hann hefði viljað ganga lengra í aðgerðum en raunin varð, eða hvort hann hefði haft samfélagsleg sjónarmið að leiðarljósi, sagði Þórólfur að slík sjónarmið hefði hann alltaf haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku varðandi faraldurinn og aðgerðir vegna hans. „Auðvitað er hægt að grípa til hörðustu aðgerða strax og eitthvað gerist og lifa með því en ég er ekki viss um að heildarárangurinn af því verði æskilegur, við getum séð alls konar aukaverkanir af því, samfélagslegar og sálrænar sem við viljum ekki sjá,“ sagði Þórólfur. Með aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti mun öll íþróttaiðkun leggjast af í bili, einnig íþróttaiðkun barna. Þórólfur sagði að fjölgun smitaðra barna undanfarið ætti þátt í þeirri ákvörðun. „Ég held það þurfi að vera með hreinar línur í þessu. Við höfum verið að sjá aukningu í smitum meðal barna, þó að þau smiti síður út frá sér og veikist ekki eins, þá viljum við girða fyrir alla leka í þessu.“ Fyrirsjáanleikinn lítill sem enginn Þá kvaðst Þórólfur hafa rætt við ýmsa aðila við ákvarðanatökuna nú. Ákvarðanir þyrfti að taka hratt, enda veiran ófyrirsjáanleg. „Og við höfum þurft að grípa til aðgerða mjög hratt. Við vorum að gæla við þá hugmynd í síðustu viku að við gætum létt á aðgerðum. En fyrirsjáanleikinn í þessu er enginn eða lítill, þannig að þegar maður er búinn að taka ákvörðun eða gæla við hugmyndir um eina aðgerð snýr veiran á okkur og breytir ástandinu þannig að við þurfum að grípa til annarra ráðstafana eins og núna.“ Viðtalið við Þórólf má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26
Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24