Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. október 2020 12:06 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, hefur miklar áhyggjur af stöðunni vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. Staðan hafi í raun aldrei verið verri. Hann segir sóttvarnalækni hafa lagt til mjög skýrar reglur í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. 75 greindust með kórónuveiruna innanlands en meirihluti þeirra, eða alls sextíu manns, var í sóttkví við greiningu. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að rauð flögg séu víða. Hann nefnir hópsýkinguna á Landakoti sem kom upp fyrir rúmri viku og svo smit inni í íbúðakjörnum hjá eldra fólki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sem tengjast í einhverjum tilfellum smitinu á Landakoti. Þá bendir hann einnig á hópsmit á Norðurlandi. „Sem virðist vera að breiða mjög hratt úr sér á Eyjafjarðarsvæðinu og svo erum við með svona klasa hingað og þangað. Við erum með ansi marga hópa svona fimm, sex, sjö, mikið af bara vinnustöðum sem eru að koma upp og þetta virðist gerast og breiðast út mjög hratt og alveg með ólíkindum hvað þetta virðist koma fólki á óvart hvað þetta gerist hratt innan vinnustaða til dæmis,“ segir Víðir. Skilaboðin þurfa að vera skýrari Hann gefur lítið sem ekkert upp um hvaða tillögur Þórólfur setti fram í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra enda séu þær ennþá til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni sem fundar enn um málið í Ráðherrabústaðnum. Áætlað er að ný reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar klukkan 13. Víðir leggur þó áherslu á að nýjar reglur verði skýrar og einfaldari en er til að mynda í núverandi reglugerð. Skilaboðin þurfi að vera skýrari. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hertar aðgerðir dugi til þess að ná tökum á faraldrinum segir Víðir: „Það eina sem dugar til til þess að ná tökum á þessum faraldri er að við drögum núna djúpt andann og drögum okkur inn í skelina í tvær vikur og hreyfum okkur eins lítið og verum í eins litlum samskiptum við annað fólk og við mögulega getum.“ „Við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar“ Það sé alveg sama hvað ríkisstjórnin ákveður og hvaða línur verði lagðar; þetta sé algjörlega undir okkur öllum komið. „Og við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar,“ segir Víðir. Spurður út í hvort það spili ekki inn í stöðuna að smitið sé dreifðara um samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju segir Víðir stöðuna nú miklu flóknari. „Þetta er miklu flóknari staða og miklu verri en hún var í mars. Við höfum aldrei verið á svona vondum stað í faraldrinum hingað til.“ Það spili margt inn í þessa alvarlegu stöðu, til að mynda stórar hópsýkingar í miðbæ Reykjavíkur, í hnefaleikastöð í Kópavogi, á Landakoti og fyrir norðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. Staðan hafi í raun aldrei verið verri. Hann segir sóttvarnalækni hafa lagt til mjög skýrar reglur í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. 75 greindust með kórónuveiruna innanlands en meirihluti þeirra, eða alls sextíu manns, var í sóttkví við greiningu. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að rauð flögg séu víða. Hann nefnir hópsýkinguna á Landakoti sem kom upp fyrir rúmri viku og svo smit inni í íbúðakjörnum hjá eldra fólki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sem tengjast í einhverjum tilfellum smitinu á Landakoti. Þá bendir hann einnig á hópsmit á Norðurlandi. „Sem virðist vera að breiða mjög hratt úr sér á Eyjafjarðarsvæðinu og svo erum við með svona klasa hingað og þangað. Við erum með ansi marga hópa svona fimm, sex, sjö, mikið af bara vinnustöðum sem eru að koma upp og þetta virðist gerast og breiðast út mjög hratt og alveg með ólíkindum hvað þetta virðist koma fólki á óvart hvað þetta gerist hratt innan vinnustaða til dæmis,“ segir Víðir. Skilaboðin þurfa að vera skýrari Hann gefur lítið sem ekkert upp um hvaða tillögur Þórólfur setti fram í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra enda séu þær ennþá til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni sem fundar enn um málið í Ráðherrabústaðnum. Áætlað er að ný reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar klukkan 13. Víðir leggur þó áherslu á að nýjar reglur verði skýrar og einfaldari en er til að mynda í núverandi reglugerð. Skilaboðin þurfi að vera skýrari. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hertar aðgerðir dugi til þess að ná tökum á faraldrinum segir Víðir: „Það eina sem dugar til til þess að ná tökum á þessum faraldri er að við drögum núna djúpt andann og drögum okkur inn í skelina í tvær vikur og hreyfum okkur eins lítið og verum í eins litlum samskiptum við annað fólk og við mögulega getum.“ „Við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar“ Það sé alveg sama hvað ríkisstjórnin ákveður og hvaða línur verði lagðar; þetta sé algjörlega undir okkur öllum komið. „Og við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar,“ segir Víðir. Spurður út í hvort það spili ekki inn í stöðuna að smitið sé dreifðara um samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju segir Víðir stöðuna nú miklu flóknari. „Þetta er miklu flóknari staða og miklu verri en hún var í mars. Við höfum aldrei verið á svona vondum stað í faraldrinum hingað til.“ Það spili margt inn í þessa alvarlegu stöðu, til að mynda stórar hópsýkingar í miðbæ Reykjavíkur, í hnefaleikastöð í Kópavogi, á Landakoti og fyrir norðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira