Vaktin: Hertar aðgerðir kynntar í Hörpu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 10:05 Ráðherrabílar lagðir fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan níu, hálftíma fyrr en vanalega, þar sem minnisblað sóttvarnalæknis er á dagskrá. Vísir/vilhelm Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgst verður með framvindu dagsins í beinni útsendingu hér á Vísi. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni. Helstu aðgerðir sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundinum og taka munu gildi strax á miðnætti eru þessar: Þyngst vegur það að samkomutakmarkanir fara úr tuttugu manns í tíu. Áfram gildir tveggja metra regla og aukin áhersla verður á grímunotkun. Krár og skemmtistaðir verða lokaðir, sundlaugar verða lokaðar, íþróttastarf leggst af og börn fædd 2015 og seinna eru undanskilin tveggja metra reglu, fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Gert er ráð fyrir að fleiri en tíu megi koma saman í matvöruverslunum og apótekum en í öðrum verslunum eru tíu manna takmörk. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en þar verði einhverjar takmarkanir. Þær verði kynntar um helgina. Þá hafi ríkisstjórnin stóraukið fjárframlög til menntakerfisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki hafi verið erfitt að ná samstöðu um aðgerðirnar. Hún bendir á að á fundinum hafi verið ræddar frekari efnahagsaðgerðir vegna faraldursins, til dæmis útvíkkun á tekjufallsstyrkjum og styrki til íþróttahreyfingarinnar. Fundur ríkisstjórnarinnar hófst klukkan níu í morgun í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögu að aðgerðum er á dagskrá. Þórólfur sagðist eftir blaðamannafundinn í Hörpu bjartsýnn á að aðgerðirnar beri árangur eftir eina til tvær vikur, taki allir þátt. Fylgst var með helstu tíðindum dagsins í vaktinni hér fyrir neðan.
Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgst verður með framvindu dagsins í beinni útsendingu hér á Vísi. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni. Helstu aðgerðir sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundinum og taka munu gildi strax á miðnætti eru þessar: Þyngst vegur það að samkomutakmarkanir fara úr tuttugu manns í tíu. Áfram gildir tveggja metra regla og aukin áhersla verður á grímunotkun. Krár og skemmtistaðir verða lokaðir, sundlaugar verða lokaðar, íþróttastarf leggst af og börn fædd 2015 og seinna eru undanskilin tveggja metra reglu, fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Gert er ráð fyrir að fleiri en tíu megi koma saman í matvöruverslunum og apótekum en í öðrum verslunum eru tíu manna takmörk. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en þar verði einhverjar takmarkanir. Þær verði kynntar um helgina. Þá hafi ríkisstjórnin stóraukið fjárframlög til menntakerfisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki hafi verið erfitt að ná samstöðu um aðgerðirnar. Hún bendir á að á fundinum hafi verið ræddar frekari efnahagsaðgerðir vegna faraldursins, til dæmis útvíkkun á tekjufallsstyrkjum og styrki til íþróttahreyfingarinnar. Fundur ríkisstjórnarinnar hófst klukkan níu í morgun í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögu að aðgerðum er á dagskrá. Þórólfur sagðist eftir blaðamannafundinn í Hörpu bjartsýnn á að aðgerðirnar beri árangur eftir eina til tvær vikur, taki allir þátt. Fylgst var með helstu tíðindum dagsins í vaktinni hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira