„Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2020 08:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að almenningur þurfi að draga sig dálítið inn í skel næstu tvær vikur svo hægt sé að ná kórónuveirusmitum innanlands niður. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. Það sé ekki gott og ástandið í faraldrinum sé þannig að ekki sé vit í öðru en að skerpa línurnar í sóttvarnaaðgerðum með einhverjum hætti. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór ekki nánar út í það hversu margir greindust með veiruna innanlands í gær, fimmtudag, en á miðvikudag greindust 42 einstaklingar. Heimildir Vísis herma að töluvert fleiri hafi greinst jákvæðir í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag þar sem tillögurnar verða til umfjöllunar. „Við verðum bara að sjá hver niðurstaðan verður úr því. Allavega er ástandið þannig að ég held að það sé ekki vit í öðru en að skerpa línurnar með einhverjum hætti og það eru auðvitað margar leiðir til í því. Við erum búin að vera núna í tólf vikur með tiltölulega harðar aðgerðir og nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi og það er ekki gott,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Hann minnti á að núna væru í gildi nánast jafnharðar aðgerðir og voru í vor í fyrstu bylgju faraldursins. Tuttugu manna samkomubann væri í gildi, ýmis þjónusta lokuð á höfuðborgarsvæðinu og valkvæðum aðgerðum hefur verið frestað á landsvísu. Fólk dragi sig inn í skel í tvær vikur Aðspurður hvort setja ætti á útgöngubann eða loka verslunum svaraði Víðir neitandi. „Ég sé þetta dálítið þannig fyrir mér að þetta sé svona mikið átak að fara í núna en við þurfum kannski ekki að vera mjög lengi í því ef við förum bara í það með þeim krafti sem við sáum að við gátum í vor. Þegar stranga samkomubannið var sett á 23. mars þá settu bara allir undir sig hausinn í tvær og eftir það vorum við farin að sjá út úr þessu og ég held að það sé akkúrat það sem við þurfum að gera núna.“ Reynt yrði að hafa eins mikla þjónustu opna og mögulegt væri. „En ef við förum öll í það að hægja á öllu sem við erum að gera þá auðvitað minnkar verslun. Við erum pínulítið að hvetja fólk til að draga sig pínulítið inn í skel í tvær vikur,“ sagði Víðir. Spurður út í hvort aðgerðir yrðu kynntar á fundi á eftir kvaðst hann ekki vita hvernig ríkisstjórnin muni fjalla um málið. „Þetta er bara í ferli hjá þeim og gildandi reglur fyrir hlutinn af þeim gildir til mánudags og seinni hlutinn til 10. En Þórólfur hefur sagt að það sem hann er að fjalla um í sínu minnisblaði að hann vilji að það taki gildi sem fyrst og ég held að það hljóti að vera það sem við erum öll að horfa á að ef við ætlum að herða okkur í þessu þá þurfum við bara að byrja á því strax og það styttir þetta. Við sjáum þetta fyrir okkur að brýna okkur núna og ef það gengur vel í tvær, þrjár vikur þá getum við farið að horfa til baka og slaka á,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. Það sé ekki gott og ástandið í faraldrinum sé þannig að ekki sé vit í öðru en að skerpa línurnar í sóttvarnaaðgerðum með einhverjum hætti. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór ekki nánar út í það hversu margir greindust með veiruna innanlands í gær, fimmtudag, en á miðvikudag greindust 42 einstaklingar. Heimildir Vísis herma að töluvert fleiri hafi greinst jákvæðir í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag þar sem tillögurnar verða til umfjöllunar. „Við verðum bara að sjá hver niðurstaðan verður úr því. Allavega er ástandið þannig að ég held að það sé ekki vit í öðru en að skerpa línurnar með einhverjum hætti og það eru auðvitað margar leiðir til í því. Við erum búin að vera núna í tólf vikur með tiltölulega harðar aðgerðir og nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi og það er ekki gott,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Hann minnti á að núna væru í gildi nánast jafnharðar aðgerðir og voru í vor í fyrstu bylgju faraldursins. Tuttugu manna samkomubann væri í gildi, ýmis þjónusta lokuð á höfuðborgarsvæðinu og valkvæðum aðgerðum hefur verið frestað á landsvísu. Fólk dragi sig inn í skel í tvær vikur Aðspurður hvort setja ætti á útgöngubann eða loka verslunum svaraði Víðir neitandi. „Ég sé þetta dálítið þannig fyrir mér að þetta sé svona mikið átak að fara í núna en við þurfum kannski ekki að vera mjög lengi í því ef við förum bara í það með þeim krafti sem við sáum að við gátum í vor. Þegar stranga samkomubannið var sett á 23. mars þá settu bara allir undir sig hausinn í tvær og eftir það vorum við farin að sjá út úr þessu og ég held að það sé akkúrat það sem við þurfum að gera núna.“ Reynt yrði að hafa eins mikla þjónustu opna og mögulegt væri. „En ef við förum öll í það að hægja á öllu sem við erum að gera þá auðvitað minnkar verslun. Við erum pínulítið að hvetja fólk til að draga sig pínulítið inn í skel í tvær vikur,“ sagði Víðir. Spurður út í hvort aðgerðir yrðu kynntar á fundi á eftir kvaðst hann ekki vita hvernig ríkisstjórnin muni fjalla um málið. „Þetta er bara í ferli hjá þeim og gildandi reglur fyrir hlutinn af þeim gildir til mánudags og seinni hlutinn til 10. En Þórólfur hefur sagt að það sem hann er að fjalla um í sínu minnisblaði að hann vilji að það taki gildi sem fyrst og ég held að það hljóti að vera það sem við erum öll að horfa á að ef við ætlum að herða okkur í þessu þá þurfum við bara að byrja á því strax og það styttir þetta. Við sjáum þetta fyrir okkur að brýna okkur núna og ef það gengur vel í tvær, þrjár vikur þá getum við farið að horfa til baka og slaka á,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira