Sara ein af 20 bestu fótboltakonum Evrópu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2020 14:00 Sara Björk Gunnarsdóttir lyftir Evrópumeistarabikarnum. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Evrópumeistara Lyon, er ein af 20 bestu fótboltakonum Evrópu að mati fótboltatímaritsins FourFourTwo. Frá þessu er greint á mbl.is. Leitað var til sérfræðinga til að velja bestu fótboltakonu í Evrópu 2020. Búið er að velja þær 20 bestu og sérfræðingarnir velja síðan þær fimm bestu úr þeim hópi. Á lista FourFourTwo eru alls átta leikmenn sem léku með Lyon á þessu ári. Auk Söru eru það Lucy Bronze, Dzsenifer Marozsán, Eugenie Le Sommer, Wendie Renard, Amel Majri, Delphine Cascarino og Sarah Bouhaddi. Sara varð tvöfaldur meistari með Wolfsburg í Þýskalandi áður en hún gekk í raðir Lyon í sumar. Hún varð Evrópumeistari með franska liðinu og skoraði eitt marka þess í 3-1 sigri á hennar gömlu félögum í Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sara vann einnig frönsku bikarkeppnina með Lyon. Í fyrradag sló Sara leikjamet íslenska landsliðsins þegar hún lék sinn 134. landsleik þegar Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 2-0, í undankeppni EM. Sara var ein þriggja sem var tilnefnd sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar tímabilið 2019-20. Verðlaunin féllu samherja hennar hjá Lyon, Dzsenifer Marozsán, í skaut. Tuttugu bestu fótboltakonur Evrópu að mati FourFourTwo Alexia Putellas (Barcelona) Alexandra Popp (Wolfsburg) Amel Majri (Lyon) Bethany England (Chelsea) Christiane Endler (PSG) Debinha (North Carolina Courage) Delphine Cascarino (Lyon) Denise O’Sullivan (North Carolina Courage/Brighton) Dzsenifer Marozsán (Lyon) Eugenie Le Sommer (Lyon) Ewa Pajor (Wolfsburg) Guro Reiten (Chelsea) Ji So-yun (Chelsea) Lucy Bronze (Lyon/Man. City) Marie-Antoinette Katoto (PSG) Pernille Harder (Wolfsburg/Chelsea) Sara Björk Gunnarsdottir (Wolfsburg/Lyon) Sarah Bouhaddi (Lyon) Vivianne Miedema (Arsenal) Wendie Renard (Lyon) Franski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Evrópumeistara Lyon, er ein af 20 bestu fótboltakonum Evrópu að mati fótboltatímaritsins FourFourTwo. Frá þessu er greint á mbl.is. Leitað var til sérfræðinga til að velja bestu fótboltakonu í Evrópu 2020. Búið er að velja þær 20 bestu og sérfræðingarnir velja síðan þær fimm bestu úr þeim hópi. Á lista FourFourTwo eru alls átta leikmenn sem léku með Lyon á þessu ári. Auk Söru eru það Lucy Bronze, Dzsenifer Marozsán, Eugenie Le Sommer, Wendie Renard, Amel Majri, Delphine Cascarino og Sarah Bouhaddi. Sara varð tvöfaldur meistari með Wolfsburg í Þýskalandi áður en hún gekk í raðir Lyon í sumar. Hún varð Evrópumeistari með franska liðinu og skoraði eitt marka þess í 3-1 sigri á hennar gömlu félögum í Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sara vann einnig frönsku bikarkeppnina með Lyon. Í fyrradag sló Sara leikjamet íslenska landsliðsins þegar hún lék sinn 134. landsleik þegar Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 2-0, í undankeppni EM. Sara var ein þriggja sem var tilnefnd sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar tímabilið 2019-20. Verðlaunin féllu samherja hennar hjá Lyon, Dzsenifer Marozsán, í skaut. Tuttugu bestu fótboltakonur Evrópu að mati FourFourTwo Alexia Putellas (Barcelona) Alexandra Popp (Wolfsburg) Amel Majri (Lyon) Bethany England (Chelsea) Christiane Endler (PSG) Debinha (North Carolina Courage) Delphine Cascarino (Lyon) Denise O’Sullivan (North Carolina Courage/Brighton) Dzsenifer Marozsán (Lyon) Eugenie Le Sommer (Lyon) Ewa Pajor (Wolfsburg) Guro Reiten (Chelsea) Ji So-yun (Chelsea) Lucy Bronze (Lyon/Man. City) Marie-Antoinette Katoto (PSG) Pernille Harder (Wolfsburg/Chelsea) Sara Björk Gunnarsdottir (Wolfsburg/Lyon) Sarah Bouhaddi (Lyon) Vivianne Miedema (Arsenal) Wendie Renard (Lyon)
Alexia Putellas (Barcelona) Alexandra Popp (Wolfsburg) Amel Majri (Lyon) Bethany England (Chelsea) Christiane Endler (PSG) Debinha (North Carolina Courage) Delphine Cascarino (Lyon) Denise O’Sullivan (North Carolina Courage/Brighton) Dzsenifer Marozsán (Lyon) Eugenie Le Sommer (Lyon) Ewa Pajor (Wolfsburg) Guro Reiten (Chelsea) Ji So-yun (Chelsea) Lucy Bronze (Lyon/Man. City) Marie-Antoinette Katoto (PSG) Pernille Harder (Wolfsburg/Chelsea) Sara Björk Gunnarsdottir (Wolfsburg/Lyon) Sarah Bouhaddi (Lyon) Vivianne Miedema (Arsenal) Wendie Renard (Lyon)
Franski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37
Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01