Ekki talin þörf á útgöngubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2020 10:42 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. Í samtali við Vísi segir Víðir að útgöngubann hafi verið skoðað sérstaklega í vor og að allar aðgerðir séu alltaf til skoðunar. Íslenskt samfélag sé hins vegar ekki með þeim hætti að talið sé að útgöngubann skili einhverjum sérstökum árangri. „Okkar samfélag er bara þannig samsett. Það er líka veðurfar og annað sem hefur áhrif á slíka hluti í öðrum löndum þar sem fólk er meira á ferðinni og það er minna um það hjá okkur. Þannig að við höfum ekki haft útgöngubann uppi á borðinu sem einhvern valkost,“ segir Víðir. Hann segir stöðuna í faraldrinum alvarlega. Það hafi þó greinst færri smit í gær en á þriðjudag þegar 86 greindust með veiruna innanlands. Ennþá sé þó mikill fjöldi einstaklinga að greinast sem sé ekki í sóttkví. „Við erum að sjá áframhald á stórum hópsýkingum en við erum líka að sjá minni hópsýkingar verða. Það eru fimmtíu klasar með sex eða fleiri einstaklingum í sem við erum að kljást við, svo erum við með nokkur stærri hópsmit þar sem það eru tugir einstaklinga sem tengjast. Þetta eru allt viðvörunarmerki sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Víðir. Áhyggjuefni hvað allir eru orðnir þreyttir Þá bendir hann á að Landspítalinn sé á neyðarstigi. Það lýsi alvarleika stöðunnar. „Mér finnst dálítið eins og fólk átti sig ekki á því hversu alvarlegur atburður það er. Það lýsir alvarleika stöðunnar, að spítalinn sé að einbeita sér að því að takast á við Covid og allt annað sé víkjandi í starfseminni og að hann ráði ekki við ástandið án utanaðkomandi aðstoðar.“ Þá sé mikið álag á þeim fimm farsóttarhúsum sem nú eru rekin í landinu og komið að ákveðnum þolmörkum þar. „Svo finnum við það líka sem er mikið áhyggjuefni í þessu hvað allir eru þreyttir, hvað allir eru langt gengnir á sinn orkuforða til að takast á við þetta. Eins og staðan er núna, ef við höldum áfram óbreyttum aðgerðum þá gerir spálíkanið ráð fyrir því að við eigum eftir að standa í þessum sömu sporum næstu vikurnar og séum að horfa á það að við séum í þessum aðgerðum eitthvað fram í desember,“ segir Víðir. Hann segir rétt að rifja upp að tiltölulegar harðar aðgerðir hafa verið í gildi í þrjá mánuði þar sem hert samkomubann tók gildi fyrir verslunarmannahelgina í lok júlí. „Síðan höfum við ítrekað verið að herða eða slaka, breyta reglum þannig að fólk er orðið hálfringlað í þessu öllu saman sem verður þess valdandi að fólk er þreyttara.“ Þörf á skýrari reglum Aðspurður hvort og þá til hvaða hertu aðgerða verið sé að líta segir Víðir það nú í ítarlegri skoðun. Hann leggur áherslu á að reglurnar þurfi að vera skýrari og meira samræmi í þeim. Núgildandi regluverk sé dálítið flókið. „Það er hægt að skerpa upplýsingagjöf, það er hægt að skerpa á gildandi reglum og svo fara í einstakar hertar aðgerðir eða almennt hertar aðgerðir,“ segir Víðir. Víðir situr fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarna klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. Í samtali við Vísi segir Víðir að útgöngubann hafi verið skoðað sérstaklega í vor og að allar aðgerðir séu alltaf til skoðunar. Íslenskt samfélag sé hins vegar ekki með þeim hætti að talið sé að útgöngubann skili einhverjum sérstökum árangri. „Okkar samfélag er bara þannig samsett. Það er líka veðurfar og annað sem hefur áhrif á slíka hluti í öðrum löndum þar sem fólk er meira á ferðinni og það er minna um það hjá okkur. Þannig að við höfum ekki haft útgöngubann uppi á borðinu sem einhvern valkost,“ segir Víðir. Hann segir stöðuna í faraldrinum alvarlega. Það hafi þó greinst færri smit í gær en á þriðjudag þegar 86 greindust með veiruna innanlands. Ennþá sé þó mikill fjöldi einstaklinga að greinast sem sé ekki í sóttkví. „Við erum að sjá áframhald á stórum hópsýkingum en við erum líka að sjá minni hópsýkingar verða. Það eru fimmtíu klasar með sex eða fleiri einstaklingum í sem við erum að kljást við, svo erum við með nokkur stærri hópsmit þar sem það eru tugir einstaklinga sem tengjast. Þetta eru allt viðvörunarmerki sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Víðir. Áhyggjuefni hvað allir eru orðnir þreyttir Þá bendir hann á að Landspítalinn sé á neyðarstigi. Það lýsi alvarleika stöðunnar. „Mér finnst dálítið eins og fólk átti sig ekki á því hversu alvarlegur atburður það er. Það lýsir alvarleika stöðunnar, að spítalinn sé að einbeita sér að því að takast á við Covid og allt annað sé víkjandi í starfseminni og að hann ráði ekki við ástandið án utanaðkomandi aðstoðar.“ Þá sé mikið álag á þeim fimm farsóttarhúsum sem nú eru rekin í landinu og komið að ákveðnum þolmörkum þar. „Svo finnum við það líka sem er mikið áhyggjuefni í þessu hvað allir eru þreyttir, hvað allir eru langt gengnir á sinn orkuforða til að takast á við þetta. Eins og staðan er núna, ef við höldum áfram óbreyttum aðgerðum þá gerir spálíkanið ráð fyrir því að við eigum eftir að standa í þessum sömu sporum næstu vikurnar og séum að horfa á það að við séum í þessum aðgerðum eitthvað fram í desember,“ segir Víðir. Hann segir rétt að rifja upp að tiltölulegar harðar aðgerðir hafa verið í gildi í þrjá mánuði þar sem hert samkomubann tók gildi fyrir verslunarmannahelgina í lok júlí. „Síðan höfum við ítrekað verið að herða eða slaka, breyta reglum þannig að fólk er orðið hálfringlað í þessu öllu saman sem verður þess valdandi að fólk er þreyttara.“ Þörf á skýrari reglum Aðspurður hvort og þá til hvaða hertu aðgerða verið sé að líta segir Víðir það nú í ítarlegri skoðun. Hann leggur áherslu á að reglurnar þurfi að vera skýrari og meira samræmi í þeim. Núgildandi regluverk sé dálítið flókið. „Það er hægt að skerpa upplýsingagjöf, það er hægt að skerpa á gildandi reglum og svo fara í einstakar hertar aðgerðir eða almennt hertar aðgerðir,“ segir Víðir. Víðir situr fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarna klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira