Rúnar Alex líklega að fá fyrsta tækifærið hjá Arsenal í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 13:01 Rúnar Alex Runarsson á æfingu hjá Arsenal fyrir Evrópudeildarleikinn á móti Dundalk. Getty/David Price Allt bendir til þess að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið fær írska félagið Dundalk í heimsókn. Arsenal hefur verið með sviðsljósið á íslenska markvörðinn á samfélagsmiðlum sínum í aðdraganda leiksins á Emirates leikvanginum í kvöld og það er ekki hægt að lesa annað en að Bernd Leno fái hvíld í leik kvöldsins. @runaralex #UEL pic.twitter.com/ovVDbyYS86— Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal keypti Rúnar Alex Rúnarsson frá franska félaginu Dijon í lok september en hann hefur ekki enn fengið að spila með liðinu. Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður Bernd Leno og hefur setið á varamannabekknum í alls sjö leikjum Arsenal á leiktíðinni þar af á móti Rapid Vín i fyrsta Evrópudeildarleik liðsins. Bernd Leno hefur spilað alla þessa leiki og hefur alls haldið hreinu í þremur leikjum og fengið á sig átta mörk í nóu leikjum með Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu. Spili Rúnar Alex í kvöld þá verður það fyrsti leikur Íslendings í búningi Arsenal síðan að Ólafur Ingi Skúlason lék sinn eina leik með Arsenal 2. desember 2003. Ólafur Ingi kom þá inn á em varamaður fyrir Justin Hoyte á 55. mínútu á móti Wolves í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Það far að fara mun aftar til að finna síðasta byrjunarliðsleik Íslendings með aðalliði Arsenal en Sigurður Jónsson var síðasta í byrjunarliði Arsenal í deildarleik á móti Norwich City 6. október 1990. Saves. Stops. Shots. Preparations for @DundalkFCThe best of today's #UEL session — Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal vann leikinn 2-0 með tveimur mörkum frá Paul Davis og vann síðan enska meistaratitilinn um vorið. Sigurður átti stórgóðan leik en síðan tóku bakmeiðslin sig upp sem áttu eftir að enda tíma hans hjá Arsenal. Leikur Arsenal og Dundalk verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Þrír aðrir leikir verða sýndir beint í kvöld. Leikur AEK og Leicester er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.45 og á sama tíma verður sýndur leikur Antwerpen og Tottenham á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma og Arsenal leikurinn er sýndur verður leikur AZ Alkmaar og Rijeka sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þar fær vonandi Albert Guðmundsson að spreyta sig með AZ Alkmaar. Alex Rúnarsson is the sixth Icelandic to Play for Arsenal after:1. Albert Guðmundsson (1946-'47): 2 A2. Siggi Jónsson (1989-'91): 8 A3. Valur Gíslason (1996-'97): 0 A4. Stefán Gíslason (1997-'98): 0 A5. Ólafur Ingi Skúlason (2001-'05): 1 A#Zaha #Aouar #Partey #afc pic.twitter.com/d0Q9dkWP0e— Get English Football News (@_GEFN_) September 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Allt bendir til þess að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið fær írska félagið Dundalk í heimsókn. Arsenal hefur verið með sviðsljósið á íslenska markvörðinn á samfélagsmiðlum sínum í aðdraganda leiksins á Emirates leikvanginum í kvöld og það er ekki hægt að lesa annað en að Bernd Leno fái hvíld í leik kvöldsins. @runaralex #UEL pic.twitter.com/ovVDbyYS86— Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal keypti Rúnar Alex Rúnarsson frá franska félaginu Dijon í lok september en hann hefur ekki enn fengið að spila með liðinu. Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður Bernd Leno og hefur setið á varamannabekknum í alls sjö leikjum Arsenal á leiktíðinni þar af á móti Rapid Vín i fyrsta Evrópudeildarleik liðsins. Bernd Leno hefur spilað alla þessa leiki og hefur alls haldið hreinu í þremur leikjum og fengið á sig átta mörk í nóu leikjum með Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu. Spili Rúnar Alex í kvöld þá verður það fyrsti leikur Íslendings í búningi Arsenal síðan að Ólafur Ingi Skúlason lék sinn eina leik með Arsenal 2. desember 2003. Ólafur Ingi kom þá inn á em varamaður fyrir Justin Hoyte á 55. mínútu á móti Wolves í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Það far að fara mun aftar til að finna síðasta byrjunarliðsleik Íslendings með aðalliði Arsenal en Sigurður Jónsson var síðasta í byrjunarliði Arsenal í deildarleik á móti Norwich City 6. október 1990. Saves. Stops. Shots. Preparations for @DundalkFCThe best of today's #UEL session — Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal vann leikinn 2-0 með tveimur mörkum frá Paul Davis og vann síðan enska meistaratitilinn um vorið. Sigurður átti stórgóðan leik en síðan tóku bakmeiðslin sig upp sem áttu eftir að enda tíma hans hjá Arsenal. Leikur Arsenal og Dundalk verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Þrír aðrir leikir verða sýndir beint í kvöld. Leikur AEK og Leicester er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.45 og á sama tíma verður sýndur leikur Antwerpen og Tottenham á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma og Arsenal leikurinn er sýndur verður leikur AZ Alkmaar og Rijeka sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þar fær vonandi Albert Guðmundsson að spreyta sig með AZ Alkmaar. Alex Rúnarsson is the sixth Icelandic to Play for Arsenal after:1. Albert Guðmundsson (1946-'47): 2 A2. Siggi Jónsson (1989-'91): 8 A3. Valur Gíslason (1996-'97): 0 A4. Stefán Gíslason (1997-'98): 0 A5. Ólafur Ingi Skúlason (2001-'05): 1 A#Zaha #Aouar #Partey #afc pic.twitter.com/d0Q9dkWP0e— Get English Football News (@_GEFN_) September 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira