Íslensku CrossFit stelpurnar eru 7-1 yfir á móti þeim bandarísku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir með hinum fimm sem komust á verðaunapall heimsleikanna í ár. Twitter/@CrossFitGames Bandaríkjamenn fögnuðu því um síðustu helgi að eignast loksins konu á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit. Bandaríkjamenn bjuggu til CrossFit íþróttina og halda hana á sínum heimavelli en fulltrúar annarra þjóða hafa staðið sig mun betur í kvennaflokki. Í karlaflokki eru Bandaríkjamenn í yfirburðastöðu með Mat Fraser í fararbroddi en þegar kemur að konunum þá er það litla Ísland sem er að gera miklu betur en bandaríska stórveldið. Það var reyndar vitað fyrir fram að Bandaríkin myndi enda eyðimerkurgöngu sína eftir verðlaunapeningi því Bandaríkjamenn áttu þrjá af fimm keppendum í kvennaflokki í ofurúrslitum heimsleikanna. Ástralinn Tia-Clair Toomey vann yfirburðasigur á heimsleikunum í ár en hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi mikinn styrk með því að tryggja sér annað sætið og silfurverðlaun með magnaðri frammistöðu. View this post on Instagram Your 2020 Reebok CrossFit Games Podium 1. @tiaclair1 (1025) - @thecrossfitmayhem 2. @katrintanja (665) - @cfne 3. @karipearcecrossfit (585) - @dynamixfitness.nyc 4. @haleyadamssss (560) - @thecrossfitmayhem 5. @brookewellss (525) - @ttownfitness 1. @mathewfras (1150) - @thecrossfitmayhem 2. @samuelkwant (605) - @mallardcrossfit 3. @justin_medeiros34 (560) - @cffortvancouver 4. @nohlsen (540) - @peak360fitness 5. @adlerjeff (505) - @crossfitwonderland Prize Payouts 1. US$300,000 2. US$115,000 3. US$75,000 4. US$50,000 5. US$35,000 Event Win Payouts 1. US$3,000 2. US$2,000 3. US$1,000 This is the beginning of a new era for the CrossFit Games. Scroll back through the Games and @CrossFit Instagram feeds and visit Games.CrossFit.com for more coverage. Follow every Games athlete we are following to keep up with the five fittest women and men on Earth. #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #fittestonearth #Workout #CrossFitTraining #Sports @crossfitaffiliates @flsportsguy A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Oct 25, 2020 at 6:05pm PDT Hin bandaríska Kari Pearce hafði síðan betur í baráttunni um þriðja sætið við löndur sínar Haley Adams og Brooke Wells. Kari Pearce tryggði sér bronsið með því að vinna lokagreinina sem var rosalega erfið. Kari Pearce varð þar með fyrsta bandaríska CrossFit konan á verðlaunapalli á heimsleikunum frá árinu 2014. Það er því gaman að bera saman árangur íslensku CrossFit stelpnanna og árangur þeirra bandarísku undanfarin ár. Íslensku stelpurnar eru nefnilega 7-1 yfir á móti Bandaríkjunum i verðlaunum á heimsleikunum frá árinu 2015. Ísland og Ástralía hafa unnið sjö verðlaun í kvennaflokki á síðustu sex heimsleikum eða flest verðlaun allra þjóða. Tia-Clair Toomey hefur unnið sex af þessum verðlaunum Ástrala en hún er með fjögur gull og tvö silfur á síðustu sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir á fjögur af þessum sjö verðlaunum (tvö gull, silfur og brons), Sara Sigmundsdóttir á tvö (2 brons) og Anníe Mist Þórisdóttir á eitt (brons). Anníe Mist hafði auðvitað áður unnið fjögur verðlaun á heimsleikunum sem síðan skila íslensku stelpunum á toppinn þegar við skoðum síðasta áratug. Íslensku CrossFit stelpurnar sjá nefnilega einnig til þess að Ísland er sú þjóð sem hefur unnið flest verðlaun í kvennaflokki á síðustu tíu heimsleikunum í CrossFit. Ísland hefur alls unnið ellefu verðlaun á heimsleikunum frá 2015 eða einu meira en Bandaríkjamenn. Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Bandaríkjamenn fögnuðu því um síðustu helgi að eignast loksins konu á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit. Bandaríkjamenn bjuggu til CrossFit íþróttina og halda hana á sínum heimavelli en fulltrúar annarra þjóða hafa staðið sig mun betur í kvennaflokki. Í karlaflokki eru Bandaríkjamenn í yfirburðastöðu með Mat Fraser í fararbroddi en þegar kemur að konunum þá er það litla Ísland sem er að gera miklu betur en bandaríska stórveldið. Það var reyndar vitað fyrir fram að Bandaríkin myndi enda eyðimerkurgöngu sína eftir verðlaunapeningi því Bandaríkjamenn áttu þrjá af fimm keppendum í kvennaflokki í ofurúrslitum heimsleikanna. Ástralinn Tia-Clair Toomey vann yfirburðasigur á heimsleikunum í ár en hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi mikinn styrk með því að tryggja sér annað sætið og silfurverðlaun með magnaðri frammistöðu. View this post on Instagram Your 2020 Reebok CrossFit Games Podium 1. @tiaclair1 (1025) - @thecrossfitmayhem 2. @katrintanja (665) - @cfne 3. @karipearcecrossfit (585) - @dynamixfitness.nyc 4. @haleyadamssss (560) - @thecrossfitmayhem 5. @brookewellss (525) - @ttownfitness 1. @mathewfras (1150) - @thecrossfitmayhem 2. @samuelkwant (605) - @mallardcrossfit 3. @justin_medeiros34 (560) - @cffortvancouver 4. @nohlsen (540) - @peak360fitness 5. @adlerjeff (505) - @crossfitwonderland Prize Payouts 1. US$300,000 2. US$115,000 3. US$75,000 4. US$50,000 5. US$35,000 Event Win Payouts 1. US$3,000 2. US$2,000 3. US$1,000 This is the beginning of a new era for the CrossFit Games. Scroll back through the Games and @CrossFit Instagram feeds and visit Games.CrossFit.com for more coverage. Follow every Games athlete we are following to keep up with the five fittest women and men on Earth. #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #fittestonearth #Workout #CrossFitTraining #Sports @crossfitaffiliates @flsportsguy A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Oct 25, 2020 at 6:05pm PDT Hin bandaríska Kari Pearce hafði síðan betur í baráttunni um þriðja sætið við löndur sínar Haley Adams og Brooke Wells. Kari Pearce tryggði sér bronsið með því að vinna lokagreinina sem var rosalega erfið. Kari Pearce varð þar með fyrsta bandaríska CrossFit konan á verðlaunapalli á heimsleikunum frá árinu 2014. Það er því gaman að bera saman árangur íslensku CrossFit stelpnanna og árangur þeirra bandarísku undanfarin ár. Íslensku stelpurnar eru nefnilega 7-1 yfir á móti Bandaríkjunum i verðlaunum á heimsleikunum frá árinu 2015. Ísland og Ástralía hafa unnið sjö verðlaun í kvennaflokki á síðustu sex heimsleikum eða flest verðlaun allra þjóða. Tia-Clair Toomey hefur unnið sex af þessum verðlaunum Ástrala en hún er með fjögur gull og tvö silfur á síðustu sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir á fjögur af þessum sjö verðlaunum (tvö gull, silfur og brons), Sara Sigmundsdóttir á tvö (2 brons) og Anníe Mist Þórisdóttir á eitt (brons). Anníe Mist hafði auðvitað áður unnið fjögur verðlaun á heimsleikunum sem síðan skila íslensku stelpunum á toppinn þegar við skoðum síðasta áratug. Íslensku CrossFit stelpurnar sjá nefnilega einnig til þess að Ísland er sú þjóð sem hefur unnið flest verðlaun í kvennaflokki á síðustu tíu heimsleikunum í CrossFit. Ísland hefur alls unnið ellefu verðlaun á heimsleikunum frá 2015 eða einu meira en Bandaríkjamenn. Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía
Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti