Telur að túlkun lögreglumanna á „fínu bláu línunni“ geti verið varasöm Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2020 13:20 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, telur það óæskilega nálgun á starf lögreglunnar að hún eigi að verja samfélagið fyrir glæpamönnum. Lögreglan sé hluti af samfélaginu og sinni mikilvægu starfi sínu betur sem slíkur. Þetta kemur fram í skoðanagrein sem Þórhildur ritaði á Vísi í dag. Í greininni gerir hún hina „þunnu bláu línu,“ samstöðutákn lögreglumanna víða um heim, að umfjöllunarefni sínu. Tilefni greinarinnar er umfjöllum um ljósmynd sem sýnir burð lögreglukonu á þremur umdeildum fánum í starfi sínu. „Ég hef að undanförnu talað við fjölmarga, innan lögreglunnar og utan, um þessa ljósmynd og merkin þrjú sem á henni eru: Bláa línan svokallaða, Vínlandsfáninn og Refsara-hauskúpan,“ skrifar Þórhildur. Bláa línan hefur iðulega verið talin samstöðutákn lögreglufólks víða um heim, Vínlandsfáninn hefur á seinni árum verið tengdur við hvíta þjóðernissinna, þó uppruni hans sé annar. Þá er síðastnefndi fáninn byggður á teiknimyndapersónunni Refsaranum, sjálfskipuðum lögreglumanni sem myrðir og pyntar meinta glæpamenn án dóms og laga. Telur ekki að allir lögreglumenn séu fordómafullir „Af samtölum mínum að dæma þá líta lögreglumenn á Íslandi á fínu, bláu línuna sem samstöðutákn meðal lögreglumanna, að þeir séu hinn þunni varnarveggur siðaðs samfélags. Þá segjast þeir hafa talið græna krossfánann vera merki sem sé komið frá norska hernum, fæstir hafi hins vegar vitað af merkingu hins svokallaða Vínlands-fána og tengingu hans við fordómafulla öfgahópa,“ skrifar Þórhildur Sunna og segist enga ástæðu sjá til þess að draga þau orð í efa. Eins kveðst hún aldrei hafa fullyrt um skoðanir innan lögreglunnar, hvorki einstakra lögreglumanna né stéttarinnar í heild. Hún telji þó, líkt og hún hefur áður sagt, að merkin séu óæskileg og að notkun þeirra í röðum lögreglumanna beri með sér að ræða þurfi hvernig mismunandi hópar þjóðfélagsins upplifi lögregluna. Hún telur þá að túlkun margra innan lögreglunnar á þunnu bláu línunni, merki stéttar sem telji sig eiga að verja samfélagið, geta verið varasama. „Það er t.a.m. óæskileg nálgun á starf lögreglunnar að segja að hún eigi að verja samfélagið fyrir glæpamönnum. Lögreglan er hluti af samfélaginu, rétt eins og glæpamennirnir. Við erum öll í þessari súpu saman. Lögreglan sinnir mikilvægu starfi og hún sinnir því enn betur sem hluti af heild, hluti af samfélaginu,“ skrifar Þórhildur Sunna og bendir á sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn, lækna, hjúkrunarfræðinga, kennara, félagsráðgjafa og sálfræðinga máli sínu til stuðnings. Fyrsta skref til fyrirmyndar en leysir engan vanda Þórhildur Sunna segir þá að henni hafi þótt viðbrögð yfirstjórnar lögreglu og dómsmálaráðherra, þar sem einörð afstaða var tekin gegn haturstáknum, vera til fyrirmyndar sem fyrsta skref. En viðbrögðin leystu engan vanda og svöruðu engum spurningum. „Starf lögreglumannsins (og lögreglukonunnar auðvitað líka, en þetta er víst opinbert heiti þessa starfs) er vanþakklátt, erfitt, illa launað, lýjandi og tætandi. Samt gerum við kröfur til þess að lögreglan stigi helst aldrei feilspor, sé réttsýn, víðsýn og framsækin og látum öllum illum látum þegar hún uppfyllir ekki þessar ströngu kröfur. En sökin er ekki þar. Víðtæk leit núverandi stjórnvalda að ódýrum lausnum sem mæla árangur bara í krónum og aurum í stað velsældar og félagslegra tengsla í samfélaginu mun aldrei uppfylla þær kröfur sem flestir gera til lögreglunnar. Enda er lögreglan ekki samansafn sálarlausra vélmenna sem hægt er að krefjast meira og meira af til eilífðarnóns.“ Því telur Þórhildur skiljanlegt að lögreglumenn upplifi sig einangraða frá almenningi og blá línan sé mjó og hárfín í hugum þeirra. Línan sé táknmynd starfsstéttar sem fækkar í með ári hverju á meðan álag eykst, aðstæður verða erfiðari og rými til að eiga tengsl við fólk minnkar. Í slíkum aðstæðum geti samstaða haft mikið að segja. „ En, lögreglumenn - og konur - eru einstaklingar, hluti af samfélaginu. Þess vegna þarf að finna raunverulegar lausnir sem flétta lögreglustarfið saman við öll hin störfin sem þarf að sinna til að hjálpa þeim sem minna mega sín jafnt sem okkur hinum, sem erum svo lánsöm að hafa það betra. Samfélagið okkar þarf því ekki fína, bláa línu. Samfélagið þarf þykkt, marglitað teppi sem hlúir að okkur öllum – saman,“ skrifar Þórhildur Sunna að lokum. Lögreglan Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna íhugar málsókn vegna meiðyrða Formaður Landssambands lögreglumanna segir það koma til greina að einstaklingar sem hafi látið gróf ummæli falla á netinu um fánamálið svokallaða verði lögsóttir. 23. október 2020 18:00 Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49 Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, telur það óæskilega nálgun á starf lögreglunnar að hún eigi að verja samfélagið fyrir glæpamönnum. Lögreglan sé hluti af samfélaginu og sinni mikilvægu starfi sínu betur sem slíkur. Þetta kemur fram í skoðanagrein sem Þórhildur ritaði á Vísi í dag. Í greininni gerir hún hina „þunnu bláu línu,“ samstöðutákn lögreglumanna víða um heim, að umfjöllunarefni sínu. Tilefni greinarinnar er umfjöllum um ljósmynd sem sýnir burð lögreglukonu á þremur umdeildum fánum í starfi sínu. „Ég hef að undanförnu talað við fjölmarga, innan lögreglunnar og utan, um þessa ljósmynd og merkin þrjú sem á henni eru: Bláa línan svokallaða, Vínlandsfáninn og Refsara-hauskúpan,“ skrifar Þórhildur. Bláa línan hefur iðulega verið talin samstöðutákn lögreglufólks víða um heim, Vínlandsfáninn hefur á seinni árum verið tengdur við hvíta þjóðernissinna, þó uppruni hans sé annar. Þá er síðastnefndi fáninn byggður á teiknimyndapersónunni Refsaranum, sjálfskipuðum lögreglumanni sem myrðir og pyntar meinta glæpamenn án dóms og laga. Telur ekki að allir lögreglumenn séu fordómafullir „Af samtölum mínum að dæma þá líta lögreglumenn á Íslandi á fínu, bláu línuna sem samstöðutákn meðal lögreglumanna, að þeir séu hinn þunni varnarveggur siðaðs samfélags. Þá segjast þeir hafa talið græna krossfánann vera merki sem sé komið frá norska hernum, fæstir hafi hins vegar vitað af merkingu hins svokallaða Vínlands-fána og tengingu hans við fordómafulla öfgahópa,“ skrifar Þórhildur Sunna og segist enga ástæðu sjá til þess að draga þau orð í efa. Eins kveðst hún aldrei hafa fullyrt um skoðanir innan lögreglunnar, hvorki einstakra lögreglumanna né stéttarinnar í heild. Hún telji þó, líkt og hún hefur áður sagt, að merkin séu óæskileg og að notkun þeirra í röðum lögreglumanna beri með sér að ræða þurfi hvernig mismunandi hópar þjóðfélagsins upplifi lögregluna. Hún telur þá að túlkun margra innan lögreglunnar á þunnu bláu línunni, merki stéttar sem telji sig eiga að verja samfélagið, geta verið varasama. „Það er t.a.m. óæskileg nálgun á starf lögreglunnar að segja að hún eigi að verja samfélagið fyrir glæpamönnum. Lögreglan er hluti af samfélaginu, rétt eins og glæpamennirnir. Við erum öll í þessari súpu saman. Lögreglan sinnir mikilvægu starfi og hún sinnir því enn betur sem hluti af heild, hluti af samfélaginu,“ skrifar Þórhildur Sunna og bendir á sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn, lækna, hjúkrunarfræðinga, kennara, félagsráðgjafa og sálfræðinga máli sínu til stuðnings. Fyrsta skref til fyrirmyndar en leysir engan vanda Þórhildur Sunna segir þá að henni hafi þótt viðbrögð yfirstjórnar lögreglu og dómsmálaráðherra, þar sem einörð afstaða var tekin gegn haturstáknum, vera til fyrirmyndar sem fyrsta skref. En viðbrögðin leystu engan vanda og svöruðu engum spurningum. „Starf lögreglumannsins (og lögreglukonunnar auðvitað líka, en þetta er víst opinbert heiti þessa starfs) er vanþakklátt, erfitt, illa launað, lýjandi og tætandi. Samt gerum við kröfur til þess að lögreglan stigi helst aldrei feilspor, sé réttsýn, víðsýn og framsækin og látum öllum illum látum þegar hún uppfyllir ekki þessar ströngu kröfur. En sökin er ekki þar. Víðtæk leit núverandi stjórnvalda að ódýrum lausnum sem mæla árangur bara í krónum og aurum í stað velsældar og félagslegra tengsla í samfélaginu mun aldrei uppfylla þær kröfur sem flestir gera til lögreglunnar. Enda er lögreglan ekki samansafn sálarlausra vélmenna sem hægt er að krefjast meira og meira af til eilífðarnóns.“ Því telur Þórhildur skiljanlegt að lögreglumenn upplifi sig einangraða frá almenningi og blá línan sé mjó og hárfín í hugum þeirra. Línan sé táknmynd starfsstéttar sem fækkar í með ári hverju á meðan álag eykst, aðstæður verða erfiðari og rými til að eiga tengsl við fólk minnkar. Í slíkum aðstæðum geti samstaða haft mikið að segja. „ En, lögreglumenn - og konur - eru einstaklingar, hluti af samfélaginu. Þess vegna þarf að finna raunverulegar lausnir sem flétta lögreglustarfið saman við öll hin störfin sem þarf að sinna til að hjálpa þeim sem minna mega sín jafnt sem okkur hinum, sem erum svo lánsöm að hafa það betra. Samfélagið okkar þarf því ekki fína, bláa línu. Samfélagið þarf þykkt, marglitað teppi sem hlúir að okkur öllum – saman,“ skrifar Þórhildur Sunna að lokum.
Lögreglan Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna íhugar málsókn vegna meiðyrða Formaður Landssambands lögreglumanna segir það koma til greina að einstaklingar sem hafi látið gróf ummæli falla á netinu um fánamálið svokallaða verði lögsóttir. 23. október 2020 18:00 Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49 Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Landssamband lögreglumanna íhugar málsókn vegna meiðyrða Formaður Landssambands lögreglumanna segir það koma til greina að einstaklingar sem hafi látið gróf ummæli falla á netinu um fánamálið svokallaða verði lögsóttir. 23. október 2020 18:00
Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49
Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35