Sport

Katrín í fjórða sætinu eftir þriðju greinina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín í þriðju greininni í dag.
Katrín í þriðju greininni í dag. YOUTUBE SÍÐA CROSSFIT GAMES

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fjórða sætinu eftir þriðju umferðina á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit sem fara nú fram í Bandaríkjunum.

Katrín Tanja var í þriðja sætinu með 110 stig fyrir þriðju umferðina en féll niður í fjórða sætið eftir þriðju greinina þar sem lyftingar voru í aðalhlutverki.

Lyfta átti réttstöðulyftu og „Overhead Squat“ en Katrín hefur átt erfitt með lyftingar að undanförnu þar sem hún hefur verið að glíma við mikil meiðsli í baki.

Katrín fór mjög varlega og kom ekki síðustu lyftunni upp. Hún vildi væntanlega ekki skemma fyrir sér alla keppnina þar sem fullt af greinum eru eftir og passaði vel upp á bakið.

Katrín endaði í síðasta sæti í lyftingunum og er nú í 4. sætinu af fimm keppendum en Tia-Clair Toorney er áfram á toppnum.

Fjórða og fimmta greinin fara einnig fram í kvöld.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×