„Þetta er harmleikur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2020 20:01 Guttormur er með búskap á bænum Grænumýri ásamt konu sinni og fjórum ungum börnum. Facebook/Guttormur Hrafn Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. Riðuveiki greindist í sauðfé á bænum Stóru Ökrum 1 í gær og er sterkur grunur um riðusmit á þremur bæjum til viðbótar, þar á meðal Grænumýri. Endanleg niðurstaða mun þó ekki liggja fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hefur greinst á bæjunum þremur í fé sem var annað hvort keypt eða gefið frá Stóru Ökrum. Útlit er fyrir að farga þurfi hátt í þrjú þúsund fjár. Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi á Grænumýri, segir samfélagið lamað vegna veikinnar. „Við erum öll mjög slegin og samfélagið er bara lamað hér í sveitinni. Við vonum að það séu bjartri tímar fram undan,“ segir Guttormur í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg ömurlegt, það er ekkert öðruvísi. Þetta eru bara hamfarir og alveg svakalegur skellur fyrir allt samfélagið hérna í heild,“ segir Guttormur. Hann segist ekki hafa séð að kindurnar á bænum séu orðnar veikar. Sýni var tekið úr hrúti sem kom frá Stóru Ökrum árið 2017 riða greindist. Hann segir að sýni úr fleiri kindum hafi verið tekin en niðurstöður liggi ekki fyrir. Hann segist ekki viss um hvort þau muni halda áfram búskap. Of snemmt sé að segja til um það. „Nú tekur við tveggja ára fjárleysi og hreinsun á útihúsum og umhverfi. Svo er bara að sjá til eftir þann tíma, ég hugsa að við getum ekki gert neitt annað,“ segir Guttormur. „Þetta er harmleikur, það stunda þetta allir með góðri trú að ekkert svona sé á svæðinu. En þetta gerðist ekkert í gær, það er greinilegt að það eru þónokkur ár síðan þetta smit fer af stað. Ég fæ hrútinn 2017 og ég hef ekki tekið eftir neinu sem bendir til þess að hann sé með þennan sjúkdóm.“ Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. Riðuveiki greindist í sauðfé á bænum Stóru Ökrum 1 í gær og er sterkur grunur um riðusmit á þremur bæjum til viðbótar, þar á meðal Grænumýri. Endanleg niðurstaða mun þó ekki liggja fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hefur greinst á bæjunum þremur í fé sem var annað hvort keypt eða gefið frá Stóru Ökrum. Útlit er fyrir að farga þurfi hátt í þrjú þúsund fjár. Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi á Grænumýri, segir samfélagið lamað vegna veikinnar. „Við erum öll mjög slegin og samfélagið er bara lamað hér í sveitinni. Við vonum að það séu bjartri tímar fram undan,“ segir Guttormur í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg ömurlegt, það er ekkert öðruvísi. Þetta eru bara hamfarir og alveg svakalegur skellur fyrir allt samfélagið hérna í heild,“ segir Guttormur. Hann segist ekki hafa séð að kindurnar á bænum séu orðnar veikar. Sýni var tekið úr hrúti sem kom frá Stóru Ökrum árið 2017 riða greindist. Hann segir að sýni úr fleiri kindum hafi verið tekin en niðurstöður liggi ekki fyrir. Hann segist ekki viss um hvort þau muni halda áfram búskap. Of snemmt sé að segja til um það. „Nú tekur við tveggja ára fjárleysi og hreinsun á útihúsum og umhverfi. Svo er bara að sjá til eftir þann tíma, ég hugsa að við getum ekki gert neitt annað,“ segir Guttormur. „Þetta er harmleikur, það stunda þetta allir með góðri trú að ekkert svona sé á svæðinu. En þetta gerðist ekkert í gær, það er greinilegt að það eru þónokkur ár síðan þetta smit fer af stað. Ég fæ hrútinn 2017 og ég hef ekki tekið eftir neinu sem bendir til þess að hann sé með þennan sjúkdóm.“
Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23
Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11