Breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. október 2020 19:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ríkislögreglustjóri telur að breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna eftir að fánamálið svokallaða kom upp. Allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að þetta skyldi hafa komið upp og það má sjá það á viðbrögðum yfirstjórnar og lögreglumanna að það taka þetta allir nærri sér,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Er þetta mál áfall fyrir lögregluna að þínu mati? „Nei, ég tel svo ekki vera. Þetta kemur upp og það er strax tekið á málunum hjá viðkomandi lögregluliði.“ Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Sigríður segist hafa rætt við alla lögreglustjóra landsins vegna málsins sem margir hafi brugðist við með svipuðum hætti. „Þá hafa þeir allir komið því skýrt til skila að þetta verður ekki liðið,“ segir Sigríður. Lögreglustjórar séu sammála um að breyta þurfi á reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna. „Það má skerpa á henni. Þarna er verið að tala um hvaða merki eru leyfileg en það þarf líka að tala um það hvað er bannað en það hefur ekki verið gert. Það þarf að aðlaga reglugerðina að nútímanum,“ segir Sigríður og bætir við að málið verði tekið fyrir á næsta fundi lögregluráðs í nóvember. Þá séu allir sammála um að auka á fræðslu um hatursorðræðu meðal lögreglumanna. „Það eru margir málaflokkar sem við viljum skerpa á hjá lögreglu og haturglæpir eru klárlega einn af þeim,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Tengdar fréttir Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ríkislögreglustjóri telur að breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna eftir að fánamálið svokallaða kom upp. Allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að þetta skyldi hafa komið upp og það má sjá það á viðbrögðum yfirstjórnar og lögreglumanna að það taka þetta allir nærri sér,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Er þetta mál áfall fyrir lögregluna að þínu mati? „Nei, ég tel svo ekki vera. Þetta kemur upp og það er strax tekið á málunum hjá viðkomandi lögregluliði.“ Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Sigríður segist hafa rætt við alla lögreglustjóra landsins vegna málsins sem margir hafi brugðist við með svipuðum hætti. „Þá hafa þeir allir komið því skýrt til skila að þetta verður ekki liðið,“ segir Sigríður. Lögreglustjórar séu sammála um að breyta þurfi á reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna. „Það má skerpa á henni. Þarna er verið að tala um hvaða merki eru leyfileg en það þarf líka að tala um það hvað er bannað en það hefur ekki verið gert. Það þarf að aðlaga reglugerðina að nútímanum,“ segir Sigríður og bætir við að málið verði tekið fyrir á næsta fundi lögregluráðs í nóvember. Þá séu allir sammála um að auka á fræðslu um hatursorðræðu meðal lögreglumanna. „Það eru margir málaflokkar sem við viljum skerpa á hjá lögreglu og haturglæpir eru klárlega einn af þeim,“ segir Sigríður Björk.
Lögreglan Tengdar fréttir Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49
Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16
Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35