Hitnar undir Zidane og Raúl bíður átekta á kantinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2020 09:00 Zinedine Zidane hefur um nóg að hugsa þessa dagana. getty/Diego Souto Aðeins þremur mánuðum eftir að hafa gert Real Madrid að Spánarmeisturum er talað um að starf Zinedines Zidane, knattspyrnustjóra liðsins, sé í hættu. Real Madrid, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, sækir Barcelona heim klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. El Clásico er alltaf risastór viðburður en það hefur oftast verið bjartara yfir risunum sem etja þar kappi en nú. Liðin töpuðu bæði í spænsku úrvalsdeildinni fyrir viku, Barcelona 1-0 fyrir Getafe og Real Madrid með sömu markatölu fyrir nýliðum Cádiz. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem bæði Barcelona og Real Madrid tapa á sama degi án þess að skora. Börsungar rifu sig upp í Meistaradeildinni í miðri viku og rúlluðu yfir Ferencváros frá Ungverjalandi, 5-1. Vont varð hins vegar verra fyrir Real Madrid sem tapaði fyrir Shakhtar Donetsk á heimavelli, 2-3. Madrídingar voru 0-3 undir í hálfleik gegn úkraínsku meisturunum sem voru án tíu leikmanna vegna kórónuveirunnar. Bæði spænska íþróttablaðið AS og L'Équipe í Frakklandi segja að starf Zidanes sé í hættu eftir ófarir síðustu tveggja leikja. Mauricio Pochettino og Raúl hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn Zidanes. Raúl er þjálfari Castilla, varaliðs Real Madrid, og er goðsögn hjá félaginu. Hann er leikjahæstur í sögu Real Madrid og sá næstmarkahæsti. Ef Raúl verður ráðinn má segja að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, fari svipaða leið og þegar hann réði Zidane á sínum tíma. Þeir eru báðir miklar Real Madrid-hetjur og þjálfuðu varalið félagsins. Raddirnar um að Raúl eigi að taka við Real Madrid verða sífellt háværari.getty/Jonathan Moscrop Það væri mjög hart ef Zidane yrði látinn taka pokann sinn enda gerði að hann Real Madrid að Spánarmeisturum á síðasta tímabili á síðasta tímabili og hefur alls unnið ellefu titla sem stjóri liðsins, þar af Meistaradeildina í þrígang. En þrátt fyrir frábæran árangur á stuttum stjóraferli virðast alltaf vera efasemdir um hversu góður stjóri Zidane er í raun og veru. Real Madrid varð Spánarmeistari á síðasta tímabili á eins lítinn Real Madrid-hátt og mögulegt er. Liðið spilaði frábæran varnarleik og tólf af 26 sigurleikjum þess voru með einu marki. Alls 21 leikmaður skoraði fyrir Real Madrid á síðasta tímabili en fyrir utan Karim Benzema (21 mark) og Sergio Ramos (11 mörk) skoraði enginn meira en fjögur mörk. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, með Spánarmeistarabikarinn.getty/Ricardo Nogueira Eden Hazard, stóru kaup Real Madrid sumarið 2019, gerði ekkert á sínu fyrsta tímabili á Santiago Bernabéu og hefur ekki spilað neitt í vetur vegna meiðsla. Norðmaðurinn Martin Ødegaard, sem sneri aftur til Real Madrid í sumar eftir vel heppnaða lánsdvöl hjá Real Sociedad, er sömuleiðis meiddur. Brassarnir ungu Rodrygo og Vinícius Júnior eiga enn nokkuð í land, Luka Jovic hefur ekki náð neinu flugi hjá Real Madrid og leikmenn á borð við Marco Asensio og Isco virðast hafa staðnað. Real Madrid er því gríðarlega háð Benzema í sóknarleiknum. Zidane er enn að leita að réttu blöndunni, gerir margar breytingar milli í leikja og í leiknum gegn Cádíz gerði hann fjórfalda skiptingu í hálfleik. Úr leik seinni leik Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Madrídingar unnu leikinn, 2-0, með mörkum Vinícius Júnior og Marianos Díaz.getty/Burak Akbulut Þótt allt sé í steik utan vallar hjá Börsungum eru þeir í betri málum innan vallar en erkifjendurnir frá höfuðborginni. Ronald Koeman hefur aðeins hrist upp í leikmannahópnum, liðið er enn með Lionel Messi og engin takmörk virðast fyrir því hversu langt ungstirnið Ansu Fati getur náð. Madrídingar geta þó huggað sig við það að þeir hafa aldrei tapað á Nývangi undir stjórn Zidanes. Í fimm leikjum í Barcelona hefur Real Madrid unnið tvo og gert þrjú jafntefli. En sá franski hefur aldrei þurft jafn mikið á góðum úrslitum á Nývangi að halda og í dag. Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Aðeins þremur mánuðum eftir að hafa gert Real Madrid að Spánarmeisturum er talað um að starf Zinedines Zidane, knattspyrnustjóra liðsins, sé í hættu. Real Madrid, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, sækir Barcelona heim klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. El Clásico er alltaf risastór viðburður en það hefur oftast verið bjartara yfir risunum sem etja þar kappi en nú. Liðin töpuðu bæði í spænsku úrvalsdeildinni fyrir viku, Barcelona 1-0 fyrir Getafe og Real Madrid með sömu markatölu fyrir nýliðum Cádiz. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem bæði Barcelona og Real Madrid tapa á sama degi án þess að skora. Börsungar rifu sig upp í Meistaradeildinni í miðri viku og rúlluðu yfir Ferencváros frá Ungverjalandi, 5-1. Vont varð hins vegar verra fyrir Real Madrid sem tapaði fyrir Shakhtar Donetsk á heimavelli, 2-3. Madrídingar voru 0-3 undir í hálfleik gegn úkraínsku meisturunum sem voru án tíu leikmanna vegna kórónuveirunnar. Bæði spænska íþróttablaðið AS og L'Équipe í Frakklandi segja að starf Zidanes sé í hættu eftir ófarir síðustu tveggja leikja. Mauricio Pochettino og Raúl hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn Zidanes. Raúl er þjálfari Castilla, varaliðs Real Madrid, og er goðsögn hjá félaginu. Hann er leikjahæstur í sögu Real Madrid og sá næstmarkahæsti. Ef Raúl verður ráðinn má segja að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, fari svipaða leið og þegar hann réði Zidane á sínum tíma. Þeir eru báðir miklar Real Madrid-hetjur og þjálfuðu varalið félagsins. Raddirnar um að Raúl eigi að taka við Real Madrid verða sífellt háværari.getty/Jonathan Moscrop Það væri mjög hart ef Zidane yrði látinn taka pokann sinn enda gerði að hann Real Madrid að Spánarmeisturum á síðasta tímabili á síðasta tímabili og hefur alls unnið ellefu titla sem stjóri liðsins, þar af Meistaradeildina í þrígang. En þrátt fyrir frábæran árangur á stuttum stjóraferli virðast alltaf vera efasemdir um hversu góður stjóri Zidane er í raun og veru. Real Madrid varð Spánarmeistari á síðasta tímabili á eins lítinn Real Madrid-hátt og mögulegt er. Liðið spilaði frábæran varnarleik og tólf af 26 sigurleikjum þess voru með einu marki. Alls 21 leikmaður skoraði fyrir Real Madrid á síðasta tímabili en fyrir utan Karim Benzema (21 mark) og Sergio Ramos (11 mörk) skoraði enginn meira en fjögur mörk. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, með Spánarmeistarabikarinn.getty/Ricardo Nogueira Eden Hazard, stóru kaup Real Madrid sumarið 2019, gerði ekkert á sínu fyrsta tímabili á Santiago Bernabéu og hefur ekki spilað neitt í vetur vegna meiðsla. Norðmaðurinn Martin Ødegaard, sem sneri aftur til Real Madrid í sumar eftir vel heppnaða lánsdvöl hjá Real Sociedad, er sömuleiðis meiddur. Brassarnir ungu Rodrygo og Vinícius Júnior eiga enn nokkuð í land, Luka Jovic hefur ekki náð neinu flugi hjá Real Madrid og leikmenn á borð við Marco Asensio og Isco virðast hafa staðnað. Real Madrid er því gríðarlega háð Benzema í sóknarleiknum. Zidane er enn að leita að réttu blöndunni, gerir margar breytingar milli í leikja og í leiknum gegn Cádíz gerði hann fjórfalda skiptingu í hálfleik. Úr leik seinni leik Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Madrídingar unnu leikinn, 2-0, með mörkum Vinícius Júnior og Marianos Díaz.getty/Burak Akbulut Þótt allt sé í steik utan vallar hjá Börsungum eru þeir í betri málum innan vallar en erkifjendurnir frá höfuðborginni. Ronald Koeman hefur aðeins hrist upp í leikmannahópnum, liðið er enn með Lionel Messi og engin takmörk virðast fyrir því hversu langt ungstirnið Ansu Fati getur náð. Madrídingar geta þó huggað sig við það að þeir hafa aldrei tapað á Nývangi undir stjórn Zidanes. Í fimm leikjum í Barcelona hefur Real Madrid unnið tvo og gert þrjú jafntefli. En sá franski hefur aldrei þurft jafn mikið á góðum úrslitum á Nývangi að halda og í dag.
Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira