Gera ekki ráð fyrir „lágum tölum“ fyrr en í lok nóvember Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 13:34 Beðið eftir skimun fyrir kórónuveirunni hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Nýsmituðum hefur fækkað á landinu síðustu daga. Vísir/Vilhelm Smitstuðull utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 0,5 og árangur af kórónuveiruaðgerðum sýnilegur. Möguleiki á veldisvexti smita er þó enn fyrir hendi. Þá má gera ráð fyrir að smit fari ekki niður í „lágar tölur“ fyrr en eftir um sex vikur. Þetta kemur fram í nýrri rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fækkað undanfarna daga en þrjátíu greindust með veiruna innanlands í gær. Átján voru í sóttkví við greiningu eða sextíu prósent. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af veirunni mun að jafnaði smita marga aðra. Til að ná faraldrinum niður þarf stuðullinn að fara undir 1. Stuðullinn utan sóttkvíar hefur verið yfir 1 undanfarnar vikur en er nú áætlaður 0,5, spábil 0,03-1,5. Matið er því háð óvissu og bent er á það í rýni vísindamannanna að spábilið nái upp fyrir 1. „Möguleiki á veldisvísisvexti er enn fyrir hendi. Smitstuðullinn hefur samt farið lækkandi og árangur aðgerða er sýnilegur. Hafa verður samt í huga að nokkur fjöldi hefur líklega smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum,“ segir í rýninni. Varasamt að spá engum smitum Stór hópsýking á höfuðborgarsvæðinu sveigði faraldurinn upp á við eftir að náðst hafði að kveða hann niður að miklu leyti. Aðgerðir sem gripið var til í kjölfarið virðast hins vegar nú að skila árangri. „Nú þegar stjórn hefur náðst mun smittíðnin aftur færast að spánni. Gera má ráð fyrir að það taki til enda nóvember (6 vikur) að ná smitum í lágar tölur.“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.Almannavarnir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem komið hefur að gerð spálíkansins, segir í samtali við Vísi að „lágar tölur“ þýði í raun eitt, tvö eða jafnvel ekkert smit á dag, líkt og var í maí þegar fyrsta bylgja faraldursins var gengin yfir. „En það er mjög varasamt að segja að það verði engin smit,“ segir Thor. Nokkur óvissa er í mati á þróun faraldursins hér eftir en þó má ætla að smitum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sú spá er háð því að aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn í „svipuðum takti“ og í fyrstu bylgju, sem og að a.m.k. helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu í sóttkví. Thor leggur áherslu á að spáin sé enn þrungin mikilli óvissu. „Þrjátíu smit á dag er há tala. Og öryggisbilið á smitstuðlinum er vítt. Þetta er ekki hundrað prósent undir einum. Það er smá óvissa eftir í þessu, þetta er opið,“ segir Thor. Miðað við fyrstu bylgju séum við nú stödd á svipuðum stað og 7. apríl. Um mánuði síðar, um 8. maí, hafi verið hægt að segja að fyrsta bylgjan væri búin. „En sumir telja að það gæti verið lengri hali í þessari bylgju," segir Thor. Í rýni vísindamannanna kemur fram að nú, eftir sem áður, sé grundvallaratriði að lækka smitstuðullinn marktækt undir 1 og halda honum þannig. „Ef smitstuðull fer yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra. En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, vinnur heima (þeir sem geta) og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sextíu prósent þeirra sem greindust með smit voru í sóttkví. 23. október 2020 11:02 Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu Eigandi Sporthússins hefur tekið þá ákvörðun að loka Sporthúsinu vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. 22. október 2020 16:34 33 greindust innanlands Alls greindust 33 með kórónuveiruna innanlands í gær. 61 prósent þeirra sem greindust með smit voru var í sóttkví. 22. október 2020 10:55 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Smitstuðull utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 0,5 og árangur af kórónuveiruaðgerðum sýnilegur. Möguleiki á veldisvexti smita er þó enn fyrir hendi. Þá má gera ráð fyrir að smit fari ekki niður í „lágar tölur“ fyrr en eftir um sex vikur. Þetta kemur fram í nýrri rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fækkað undanfarna daga en þrjátíu greindust með veiruna innanlands í gær. Átján voru í sóttkví við greiningu eða sextíu prósent. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af veirunni mun að jafnaði smita marga aðra. Til að ná faraldrinum niður þarf stuðullinn að fara undir 1. Stuðullinn utan sóttkvíar hefur verið yfir 1 undanfarnar vikur en er nú áætlaður 0,5, spábil 0,03-1,5. Matið er því háð óvissu og bent er á það í rýni vísindamannanna að spábilið nái upp fyrir 1. „Möguleiki á veldisvísisvexti er enn fyrir hendi. Smitstuðullinn hefur samt farið lækkandi og árangur aðgerða er sýnilegur. Hafa verður samt í huga að nokkur fjöldi hefur líklega smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum,“ segir í rýninni. Varasamt að spá engum smitum Stór hópsýking á höfuðborgarsvæðinu sveigði faraldurinn upp á við eftir að náðst hafði að kveða hann niður að miklu leyti. Aðgerðir sem gripið var til í kjölfarið virðast hins vegar nú að skila árangri. „Nú þegar stjórn hefur náðst mun smittíðnin aftur færast að spánni. Gera má ráð fyrir að það taki til enda nóvember (6 vikur) að ná smitum í lágar tölur.“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.Almannavarnir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem komið hefur að gerð spálíkansins, segir í samtali við Vísi að „lágar tölur“ þýði í raun eitt, tvö eða jafnvel ekkert smit á dag, líkt og var í maí þegar fyrsta bylgja faraldursins var gengin yfir. „En það er mjög varasamt að segja að það verði engin smit,“ segir Thor. Nokkur óvissa er í mati á þróun faraldursins hér eftir en þó má ætla að smitum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sú spá er háð því að aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn í „svipuðum takti“ og í fyrstu bylgju, sem og að a.m.k. helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu í sóttkví. Thor leggur áherslu á að spáin sé enn þrungin mikilli óvissu. „Þrjátíu smit á dag er há tala. Og öryggisbilið á smitstuðlinum er vítt. Þetta er ekki hundrað prósent undir einum. Það er smá óvissa eftir í þessu, þetta er opið,“ segir Thor. Miðað við fyrstu bylgju séum við nú stödd á svipuðum stað og 7. apríl. Um mánuði síðar, um 8. maí, hafi verið hægt að segja að fyrsta bylgjan væri búin. „En sumir telja að það gæti verið lengri hali í þessari bylgju," segir Thor. Í rýni vísindamannanna kemur fram að nú, eftir sem áður, sé grundvallaratriði að lækka smitstuðullinn marktækt undir 1 og halda honum þannig. „Ef smitstuðull fer yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra. En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, vinnur heima (þeir sem geta) og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sextíu prósent þeirra sem greindust með smit voru í sóttkví. 23. október 2020 11:02 Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu Eigandi Sporthússins hefur tekið þá ákvörðun að loka Sporthúsinu vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. 22. október 2020 16:34 33 greindust innanlands Alls greindust 33 með kórónuveiruna innanlands í gær. 61 prósent þeirra sem greindust með smit voru var í sóttkví. 22. október 2020 10:55 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sextíu prósent þeirra sem greindust með smit voru í sóttkví. 23. október 2020 11:02
Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu Eigandi Sporthússins hefur tekið þá ákvörðun að loka Sporthúsinu vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. 22. október 2020 16:34
33 greindust innanlands Alls greindust 33 með kórónuveiruna innanlands í gær. 61 prósent þeirra sem greindust með smit voru var í sóttkví. 22. október 2020 10:55
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent