Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 10:35 Biggi lögga telur fánamálið svokallaða geta styrkt lögregluna. Stöð 2/Eggert Jóhannesson Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. Um sé að ræða mistök sem hægt sé að læra af og þau þurfi ekki að hafa neikvæðar afleiðingar þegar upp er staðið. Þetta kemur fram í færslu sem Birgir skrifaði á Facebook-síðu sína í gær en talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum á miðvikudag vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli voru í kjölfarið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Í færslu sinni á Facebook kveðst Birgir sammála Ásgeir Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni, varðandi það að „merkjatíska“ lögreglunnar hafi farið úr böndunum. Ástæða sé fyrir því að lögreglan sé í einkennisbúningi. Fólk eigi að vita að hverju það gengur þegar það nálgast lögregluna, sama hvaða einstaklingur beri búninginn. Engum til góðs að það myndist spenna milli samfélags og lögreglu „Það á engum að standa ógn af lögreglunni og því er það verulega slæmt ef einhver af þessum merkjum hafa gefið í skyn að það sé ástæða til þess. Sá ótti væri nefnilega óþarfur,“ segir Birgir. Hann segir að hratt og fagmannlega hafi verið tekið á þessu máli innan lögreglunnar og lögreglumenn hafi strax fengið skilaboð um að engin aukamerki væru leyfð á búningunum. Svona mál ætti því ekki að koma upp aftur en eftir standi umræðan og hugarfarið: „Hvert viljum við fara með þetta? Það er engum til góðs að það myndist einhver spenna milli samfélags og lögreglu. Við höfum dæmi úr samtímanum frá öðrum ríkjum hvernig slíkt getur þróast. Í heilbrigðu samfélagi er lögreglan partur af samfélaginu en stendur ekki fyrir utan það. Ég trúi því að við viljum hafa það þannig hér. Núna er ákveðin pirringur innan ákveðins hóps í samfélaginu og líka innan lögreglunnar. Það er ekki gott. Föllum ekki í þá gryfju að fara að stilla hópum upp á móti hvor öðrum og ekki heldur að gera þessa umræðu flokkspólitíska. Þótt sum þessara umræddu merkja komi frá Bandaríkjunum þá þurfum við ekki að taka orðræðuna þaðan líka,“ segir Birgir sem telur sig vinna í frábæru lögregluliði með mjög færum einstaklingum. Vonar að lögreglan muni áfram hafa traust almennings „Einstaklingum með mismunandi styrki og veikleika að sjálfsögðu, annað væri óeðlilegt. Ég er líka stoltur af vinnunni minni. Við erum að leggja hart að okkur og álagið er sérlega mikið þessi misserin. Það eru nýjar áskoranir í hverju horni. Áskoranir sem við tæklum flestar drullu vel. Þarna hafa greinilega verið gerð mistök og það er verulega leiðinlegt. Þetta voru samt held ég mistök sem hægt er að læra af og þurfa ekki að hafa neikvæðar afleiðingar þegar upp er staðið. Ef við höldum rétt á spilunum getur þessi umræða meira að segja gert okkur að enn betra lögregluliði. Núna verður t.d. fræðsla um svona málefni pottþétt tekin enn lengra innan lögreglunámsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur líka verið að gera hluti til þess að nálgast hina mismunandi hópa samfélagsins á jákvæðan hátt. Vonandi verður bara settur enn meiri kraftur í slíka vinnu. Samfélagið er síbreytilegt og lögreglan þarf að stíga þá öldu jafn óðum. Það er spennandi áskorun,“ segir Birgir. Þá kveðst hann vona að lögreglan hafi áfram það traust hjá almenningi sem hún hafi haft hingað til enda sé slíkt traust afar dýrmætt. „Ég vona að börn á leið í skólann muni aldrei hætta að vinka okkur eins og rokkhetjum þegar við keyrum framhjá. Ég vona líka að allir hópar samfélagsins finni sig örugga og treysti lögreglunni á Íslandi um ókomna tíð. Í þeirri vegferð berum við lögreglumenn að sjálfsögðu mesta ábyrgð. En umræðan skiptir líka miklu máli. Góð og heilbrigð sambúð lögreglu og samfélags er okkur öllum til góðs. Höldum áfram að vinna að því,“ segir í færslu Birgis sem sjá á í heild sinni hér fyrir neðan. Ég veit ekki alveg hvernig þessi merkja tíska kom inn hjá okkur í lögreglunni. Væntanlega eitthvað erlendis frá eins...Posted by Birgir Örn Guðjónsson on Thursday, October 22, 2020 Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. Um sé að ræða mistök sem hægt sé að læra af og þau þurfi ekki að hafa neikvæðar afleiðingar þegar upp er staðið. Þetta kemur fram í færslu sem Birgir skrifaði á Facebook-síðu sína í gær en talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum á miðvikudag vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli voru í kjölfarið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Í færslu sinni á Facebook kveðst Birgir sammála Ásgeir Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni, varðandi það að „merkjatíska“ lögreglunnar hafi farið úr böndunum. Ástæða sé fyrir því að lögreglan sé í einkennisbúningi. Fólk eigi að vita að hverju það gengur þegar það nálgast lögregluna, sama hvaða einstaklingur beri búninginn. Engum til góðs að það myndist spenna milli samfélags og lögreglu „Það á engum að standa ógn af lögreglunni og því er það verulega slæmt ef einhver af þessum merkjum hafa gefið í skyn að það sé ástæða til þess. Sá ótti væri nefnilega óþarfur,“ segir Birgir. Hann segir að hratt og fagmannlega hafi verið tekið á þessu máli innan lögreglunnar og lögreglumenn hafi strax fengið skilaboð um að engin aukamerki væru leyfð á búningunum. Svona mál ætti því ekki að koma upp aftur en eftir standi umræðan og hugarfarið: „Hvert viljum við fara með þetta? Það er engum til góðs að það myndist einhver spenna milli samfélags og lögreglu. Við höfum dæmi úr samtímanum frá öðrum ríkjum hvernig slíkt getur þróast. Í heilbrigðu samfélagi er lögreglan partur af samfélaginu en stendur ekki fyrir utan það. Ég trúi því að við viljum hafa það þannig hér. Núna er ákveðin pirringur innan ákveðins hóps í samfélaginu og líka innan lögreglunnar. Það er ekki gott. Föllum ekki í þá gryfju að fara að stilla hópum upp á móti hvor öðrum og ekki heldur að gera þessa umræðu flokkspólitíska. Þótt sum þessara umræddu merkja komi frá Bandaríkjunum þá þurfum við ekki að taka orðræðuna þaðan líka,“ segir Birgir sem telur sig vinna í frábæru lögregluliði með mjög færum einstaklingum. Vonar að lögreglan muni áfram hafa traust almennings „Einstaklingum með mismunandi styrki og veikleika að sjálfsögðu, annað væri óeðlilegt. Ég er líka stoltur af vinnunni minni. Við erum að leggja hart að okkur og álagið er sérlega mikið þessi misserin. Það eru nýjar áskoranir í hverju horni. Áskoranir sem við tæklum flestar drullu vel. Þarna hafa greinilega verið gerð mistök og það er verulega leiðinlegt. Þetta voru samt held ég mistök sem hægt er að læra af og þurfa ekki að hafa neikvæðar afleiðingar þegar upp er staðið. Ef við höldum rétt á spilunum getur þessi umræða meira að segja gert okkur að enn betra lögregluliði. Núna verður t.d. fræðsla um svona málefni pottþétt tekin enn lengra innan lögreglunámsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur líka verið að gera hluti til þess að nálgast hina mismunandi hópa samfélagsins á jákvæðan hátt. Vonandi verður bara settur enn meiri kraftur í slíka vinnu. Samfélagið er síbreytilegt og lögreglan þarf að stíga þá öldu jafn óðum. Það er spennandi áskorun,“ segir Birgir. Þá kveðst hann vona að lögreglan hafi áfram það traust hjá almenningi sem hún hafi haft hingað til enda sé slíkt traust afar dýrmætt. „Ég vona að börn á leið í skólann muni aldrei hætta að vinka okkur eins og rokkhetjum þegar við keyrum framhjá. Ég vona líka að allir hópar samfélagsins finni sig örugga og treysti lögreglunni á Íslandi um ókomna tíð. Í þeirri vegferð berum við lögreglumenn að sjálfsögðu mesta ábyrgð. En umræðan skiptir líka miklu máli. Góð og heilbrigð sambúð lögreglu og samfélags er okkur öllum til góðs. Höldum áfram að vinna að því,“ segir í færslu Birgis sem sjá á í heild sinni hér fyrir neðan. Ég veit ekki alveg hvernig þessi merkja tíska kom inn hjá okkur í lögreglunni. Væntanlega eitthvað erlendis frá eins...Posted by Birgir Örn Guðjónsson on Thursday, October 22, 2020
Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira