Fjármálaráðherra vill skoða breytingar á fjármálum sveitarfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2020 14:24 Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er mjög misjöfn en talið er að sameiginlega þurfi þau á 50 milljöðrum að halda til að bæta þeim tekjutap og aukin útgjöld vegna kórónuveirufaraldursins. Myndin er frá Ísafirði. Vísir/Vilhelm Slæm staða margra sveitarfélaga vegna kórónuveirufaraldursins kallar á dýpri umræðu en felst í bráðalausnum að mati fjármálaráðherra. Formaður Samfylkingarinnar hvetur til þess að ríkissjóður hlutist til um lán á betri kjörum til þeirra en þau geti sjálf aflað. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að sveitarfélögin hefðu orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli og auknum kostnaði í faraldrinum. Þeim væri hins vegar þröngur stakkur sniðinn til að auka útgjöld. Formaður Samfylkingarinnar vill kanna möguleika á að ríkið hafi milligöngu um lánveitingar til sveitarfélaganna á betri kjörum en þau hafi aðgang að.Vísir/Vilhelm „Álag á nærþjónustu eykst gríðarlega í þessu erfiða árferði. Við erum að tala um leikskóla, skóla, öldrunarþjónustu, málefni fatlðra og fleira. Nú þarf að verja þetta af alefli,“ sagði Logi. Útsvarstekjur væru minnkandi og framlög úr jöfnunarsjóði færu lækkandi. Logi spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra af því hvort ríkissjóður gæti ekki hlutast til um lán eða lánalínur á betri kjörum en sveitarfélögin ættu kost á. Fjármálaráðherra segir mikla áherslu hafa verið á sjálfstæði sveitarfélaga hér á landi og hlutur þeirra í útgjöldum hins opinbera séu umtalsvert lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði umræðuna mikilvæga en hér á landi hefði verið lögð mikil áhersla á sjálfstæði sveitarfélaga. Útgjöld sveitarstjórnarstigsins hér af útgjöldum hins opinbera væru mun lægra hér en á hinum Norðurlöndunum. Afleiðingin væri að þegar vel áraði fleyttu sveitarfélögin rjóman en þegar illa áraði réðu þau varla við breytinguna. „Þannig að ég tel að sú staða sem er upp komin, meðal annars í samtali við sveitarfélögin, kalli ámiklu dýpri spurningar heldur en bara þáhvort ríkið ætli núna að reiða fram milljarða tugi til að leysa vanda til skamms tíma. Þetta kallar ámiklu dýpri spurningar en það. En að sjálfsögðu ætlar ríkið að standa við það sem við höfum sagt. Við höfum nýlega gengið frá samkomulagi við sveitarfélögin um að standa með þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. 1. október 2020 22:01 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Slæm staða margra sveitarfélaga vegna kórónuveirufaraldursins kallar á dýpri umræðu en felst í bráðalausnum að mati fjármálaráðherra. Formaður Samfylkingarinnar hvetur til þess að ríkissjóður hlutist til um lán á betri kjörum til þeirra en þau geti sjálf aflað. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að sveitarfélögin hefðu orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli og auknum kostnaði í faraldrinum. Þeim væri hins vegar þröngur stakkur sniðinn til að auka útgjöld. Formaður Samfylkingarinnar vill kanna möguleika á að ríkið hafi milligöngu um lánveitingar til sveitarfélaganna á betri kjörum en þau hafi aðgang að.Vísir/Vilhelm „Álag á nærþjónustu eykst gríðarlega í þessu erfiða árferði. Við erum að tala um leikskóla, skóla, öldrunarþjónustu, málefni fatlðra og fleira. Nú þarf að verja þetta af alefli,“ sagði Logi. Útsvarstekjur væru minnkandi og framlög úr jöfnunarsjóði færu lækkandi. Logi spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra af því hvort ríkissjóður gæti ekki hlutast til um lán eða lánalínur á betri kjörum en sveitarfélögin ættu kost á. Fjármálaráðherra segir mikla áherslu hafa verið á sjálfstæði sveitarfélaga hér á landi og hlutur þeirra í útgjöldum hins opinbera séu umtalsvert lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði umræðuna mikilvæga en hér á landi hefði verið lögð mikil áhersla á sjálfstæði sveitarfélaga. Útgjöld sveitarstjórnarstigsins hér af útgjöldum hins opinbera væru mun lægra hér en á hinum Norðurlöndunum. Afleiðingin væri að þegar vel áraði fleyttu sveitarfélögin rjóman en þegar illa áraði réðu þau varla við breytinguna. „Þannig að ég tel að sú staða sem er upp komin, meðal annars í samtali við sveitarfélögin, kalli ámiklu dýpri spurningar heldur en bara þáhvort ríkið ætli núna að reiða fram milljarða tugi til að leysa vanda til skamms tíma. Þetta kallar ámiklu dýpri spurningar en það. En að sjálfsögðu ætlar ríkið að standa við það sem við höfum sagt. Við höfum nýlega gengið frá samkomulagi við sveitarfélögin um að standa með þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. 1. október 2020 22:01 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05
Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. 1. október 2020 22:01