Rasimas nýtur lífsins á Selfossi en kveðst enn geta lært margt Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 13:31 Vilius Rasimas hefur byrjað tímabilið vel á Selfossi. stöð 2 sport Litáíski markmaðurinn Vilius Rasimas hefur smollið vel inn í lið Selfoss í Olís-deildinni í handbolta. Hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Rasimas segist hafa notið sín vel hingað til á Íslandi og hann kann vel við sig í samfélaginu í Árborg. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Kann mjög vel við sig á Selfossi Aðspurður hvernig honum hefði orðið við þegar tilboð barst frá Íslandi sagði markmaðurinn öflugi: „Þetta var nýtt fyrir mér þó að hér hafi þó vissulega spilað leikmenn frá Litáen. Ég velti þessu aðeins fyrir mér en ég er mjög ánægður núna með að vera hér. Selfoss er lítill bær en ég er vanur því og það er ekki vandamál. Ég kann vel við þetta vinalega samfélag og umhverfið er fallegt.“ Líkt og íslenska umhverfið þá er íslenski handboltinn nýr fyrir Rasimas sem er með 35,2% markvörslu að meðaltali eftir þær fjórar umferðir sem búnar eru af Olís-deildinni. „Hér eru góðir leikmenn, bæði ungir og reynslumiklir. Ég þarf enn að læra margt en ég hef notið þess hingað til,“ segir Rasimas sem hefur verið fljótur að stimpla sig inn á nýjum slóðum: „Ég legg hart að mér á æfingum og reyni að undirbúa mig vel fyrir hvern leik, horfa á andstæðingana og nýta þær upplýsingar sem ég fæ frá þjálfurunum.“ Rasimas segist vel geta hugsað sér að vera áfram á Selfossi enda njóti hann sín vel innan sem utan vallar. Klippa: Seinni bylgjan: Litáískur markmaður Selfoss Olís-deild karla UMF Selfoss Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Sjá meira
Litáíski markmaðurinn Vilius Rasimas hefur smollið vel inn í lið Selfoss í Olís-deildinni í handbolta. Hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Rasimas segist hafa notið sín vel hingað til á Íslandi og hann kann vel við sig í samfélaginu í Árborg. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Kann mjög vel við sig á Selfossi Aðspurður hvernig honum hefði orðið við þegar tilboð barst frá Íslandi sagði markmaðurinn öflugi: „Þetta var nýtt fyrir mér þó að hér hafi þó vissulega spilað leikmenn frá Litáen. Ég velti þessu aðeins fyrir mér en ég er mjög ánægður núna með að vera hér. Selfoss er lítill bær en ég er vanur því og það er ekki vandamál. Ég kann vel við þetta vinalega samfélag og umhverfið er fallegt.“ Líkt og íslenska umhverfið þá er íslenski handboltinn nýr fyrir Rasimas sem er með 35,2% markvörslu að meðaltali eftir þær fjórar umferðir sem búnar eru af Olís-deildinni. „Hér eru góðir leikmenn, bæði ungir og reynslumiklir. Ég þarf enn að læra margt en ég hef notið þess hingað til,“ segir Rasimas sem hefur verið fljótur að stimpla sig inn á nýjum slóðum: „Ég legg hart að mér á æfingum og reyni að undirbúa mig vel fyrir hvern leik, horfa á andstæðingana og nýta þær upplýsingar sem ég fæ frá þjálfurunum.“ Rasimas segist vel geta hugsað sér að vera áfram á Selfossi enda njóti hann sín vel innan sem utan vallar. Klippa: Seinni bylgjan: Litáískur markmaður Selfoss
Olís-deild karla UMF Selfoss Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Sjá meira
Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32