Rasimas nýtur lífsins á Selfossi en kveðst enn geta lært margt Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 13:31 Vilius Rasimas hefur byrjað tímabilið vel á Selfossi. stöð 2 sport Litáíski markmaðurinn Vilius Rasimas hefur smollið vel inn í lið Selfoss í Olís-deildinni í handbolta. Hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Rasimas segist hafa notið sín vel hingað til á Íslandi og hann kann vel við sig í samfélaginu í Árborg. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Kann mjög vel við sig á Selfossi Aðspurður hvernig honum hefði orðið við þegar tilboð barst frá Íslandi sagði markmaðurinn öflugi: „Þetta var nýtt fyrir mér þó að hér hafi þó vissulega spilað leikmenn frá Litáen. Ég velti þessu aðeins fyrir mér en ég er mjög ánægður núna með að vera hér. Selfoss er lítill bær en ég er vanur því og það er ekki vandamál. Ég kann vel við þetta vinalega samfélag og umhverfið er fallegt.“ Líkt og íslenska umhverfið þá er íslenski handboltinn nýr fyrir Rasimas sem er með 35,2% markvörslu að meðaltali eftir þær fjórar umferðir sem búnar eru af Olís-deildinni. „Hér eru góðir leikmenn, bæði ungir og reynslumiklir. Ég þarf enn að læra margt en ég hef notið þess hingað til,“ segir Rasimas sem hefur verið fljótur að stimpla sig inn á nýjum slóðum: „Ég legg hart að mér á æfingum og reyni að undirbúa mig vel fyrir hvern leik, horfa á andstæðingana og nýta þær upplýsingar sem ég fæ frá þjálfurunum.“ Rasimas segist vel geta hugsað sér að vera áfram á Selfossi enda njóti hann sín vel innan sem utan vallar. Klippa: Seinni bylgjan: Litáískur markmaður Selfoss Olís-deild karla UMF Selfoss Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Litáíski markmaðurinn Vilius Rasimas hefur smollið vel inn í lið Selfoss í Olís-deildinni í handbolta. Hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Rasimas segist hafa notið sín vel hingað til á Íslandi og hann kann vel við sig í samfélaginu í Árborg. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Kann mjög vel við sig á Selfossi Aðspurður hvernig honum hefði orðið við þegar tilboð barst frá Íslandi sagði markmaðurinn öflugi: „Þetta var nýtt fyrir mér þó að hér hafi þó vissulega spilað leikmenn frá Litáen. Ég velti þessu aðeins fyrir mér en ég er mjög ánægður núna með að vera hér. Selfoss er lítill bær en ég er vanur því og það er ekki vandamál. Ég kann vel við þetta vinalega samfélag og umhverfið er fallegt.“ Líkt og íslenska umhverfið þá er íslenski handboltinn nýr fyrir Rasimas sem er með 35,2% markvörslu að meðaltali eftir þær fjórar umferðir sem búnar eru af Olís-deildinni. „Hér eru góðir leikmenn, bæði ungir og reynslumiklir. Ég þarf enn að læra margt en ég hef notið þess hingað til,“ segir Rasimas sem hefur verið fljótur að stimpla sig inn á nýjum slóðum: „Ég legg hart að mér á æfingum og reyni að undirbúa mig vel fyrir hvern leik, horfa á andstæðingana og nýta þær upplýsingar sem ég fæ frá þjálfurunum.“ Rasimas segist vel geta hugsað sér að vera áfram á Selfossi enda njóti hann sín vel innan sem utan vallar. Klippa: Seinni bylgjan: Litáískur markmaður Selfoss
Olís-deild karla UMF Selfoss Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32