Þjálfari Katrínar Tönju skemmti sinni konu með danstilþrifum í búbblunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ben Bergeron hafa unnið lengi saman. Instagram/@benbergeron Nú eru bara örfáir dagar í að Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir við fjórar CrossFit konur um heimsmeistaratitilinn í CrossFit sem íslenska CrossFit drottningin gefur nú unnið í þriðja sinn á ferlinum. Hver og einn keppandi í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit mátti taka með sér einn aðstoðarmann inn í CrossFit búbbluna og Katrín Tanja Davíðsdóttir valdi þjálfarann sinn Ben Bergeron. Ben Bergeron hefur verið aðalþjálfari Katrínar í fimm ár en hún flutti frá Ryekjavík til Boston til að geta æft hjá honum. Keppnin um heimsmeistaratitilinn í CrossFit hefst á föstudaginn og mun taka þrjá daga. Keppnisstjóri CrossFit hefur lýst því yfir að þetta verði erfiðustu heimsleikarnir sem haldnir hafa verið og það má því búast við mjög krefjandi æfingum. View this post on Instagram Finishing touches. // 3 days out! - Got to do today s training at the venue & it felt really good to get to be in the competition space! It s looking really GOOD! @crossfitgames A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Oct 20, 2020 at 3:23pm PDT Ben Bergeron hefur margoft sýnt að hann svífst einskis til að herða Katrínu Tönju upp og undirbúa hana undir að ráða við alls konar áreiti. Honum er mjög umhugað um andlega þáttinn hjá sínum íþróttamönnum. Bergeron er þó ekki bara að öskra Katrínu áfram á æfingunum því hann er líka maðurinn til að létta andann á réttum tímapunktum. Katrín Tanja náði þannig að taka upp á myndband þegar Ben Bergeron dansaði fyrir hana eftir eina æfingu þeirra í Aromas. Það verður að teljast góðar fréttir af okkar konu þegar þjálfari hennar er alveg „dansandi glaður“ nokkrum dögum fyrir heimsleika. Katrín Tanja hefur líka mjög gaman af þjálfara sínum og það má heyra hana skella upp úr á meðan dansinum stendur. Það má sjá þennan dans hjá Ben Bergeron hér fyrir neðan. View this post on Instagram Final prep during Games Week got me... #hitit #ittakestwo #heatherwouldbeproud by @katrintanja A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Oct 19, 2020 at 8:10pm PDT CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Nú eru bara örfáir dagar í að Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir við fjórar CrossFit konur um heimsmeistaratitilinn í CrossFit sem íslenska CrossFit drottningin gefur nú unnið í þriðja sinn á ferlinum. Hver og einn keppandi í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit mátti taka með sér einn aðstoðarmann inn í CrossFit búbbluna og Katrín Tanja Davíðsdóttir valdi þjálfarann sinn Ben Bergeron. Ben Bergeron hefur verið aðalþjálfari Katrínar í fimm ár en hún flutti frá Ryekjavík til Boston til að geta æft hjá honum. Keppnin um heimsmeistaratitilinn í CrossFit hefst á föstudaginn og mun taka þrjá daga. Keppnisstjóri CrossFit hefur lýst því yfir að þetta verði erfiðustu heimsleikarnir sem haldnir hafa verið og það má því búast við mjög krefjandi æfingum. View this post on Instagram Finishing touches. // 3 days out! - Got to do today s training at the venue & it felt really good to get to be in the competition space! It s looking really GOOD! @crossfitgames A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Oct 20, 2020 at 3:23pm PDT Ben Bergeron hefur margoft sýnt að hann svífst einskis til að herða Katrínu Tönju upp og undirbúa hana undir að ráða við alls konar áreiti. Honum er mjög umhugað um andlega þáttinn hjá sínum íþróttamönnum. Bergeron er þó ekki bara að öskra Katrínu áfram á æfingunum því hann er líka maðurinn til að létta andann á réttum tímapunktum. Katrín Tanja náði þannig að taka upp á myndband þegar Ben Bergeron dansaði fyrir hana eftir eina æfingu þeirra í Aromas. Það verður að teljast góðar fréttir af okkar konu þegar þjálfari hennar er alveg „dansandi glaður“ nokkrum dögum fyrir heimsleika. Katrín Tanja hefur líka mjög gaman af þjálfara sínum og það má heyra hana skella upp úr á meðan dansinum stendur. Það má sjá þennan dans hjá Ben Bergeron hér fyrir neðan. View this post on Instagram Final prep during Games Week got me... #hitit #ittakestwo #heatherwouldbeproud by @katrintanja A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Oct 19, 2020 at 8:10pm PDT
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira