„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 23:08 Hrafnhildur Arnardóttir er eigandi Greiðunnar, hárgreiðslustofu við Háaleitisbraut. Aðsend Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort vera á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. Reglurnar þurfi að vera mikið skýrari svo fólk átti sig á því hvernig það megi haga starfsemi sinni. „Við erum alveg rugluð. Maður er alltaf bara að hlusta á sjónvarpið því maður hefur mesta trú á því hvað þau segja. Núna hefur ekkert verið minnst á hárgreiðslu,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Margir kúnnar hafi sett sig í samband við hana eftir að ný reglugerð var birt; „og ég segi alltaf: Hlustið bara á fréttirnar eins og ég. Það er ekkert sem ég get sagt.“ Ný reglugerð tekur gildi í fyrramálið og segir þar í 4. grein, þar sem kveðið er á um almenna nálægðartakmörkun, að nota skuli andlitsgrímu ef ekki sé unnt að tryggja tveggja metra regluna í starfsemi. Eru hárgreiðslustofur sérstaklega nefndar í því samhengi. Neðst í reglugerðinni er þó að finna bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um sérstakar takmarkanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar er tekið fram að hárgreiðslustofur skuli vera lokaðar. Hrafnhildur segir þetta alls ekki skýrt fyrir hinn almenna borgara, sem þarf að fylgja reglunum. „Við erum hissa á því hvernig upplýsingamiðlun er. Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari, það hefur ekki verið minnst á hárgreiðslustofur og við sitjum yfir þessu sem eigendur.“ Treysta sér til þess að opna Hrafnhildur telur flesta tilbúna til þess að opna hárgreiðslustofur höfuðborgarsvæðisins í ljósi þess að nú sé leyfilegt að hafa skipulagða hópatíma hjá íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum, en þó með því skilyrði að allir skrái sig í tímann og enginn nota sama búnað. Að sögn Hrafnhildar er vel hægt að útfæra starfsemi hárgreiðslustofa í samræmi við gildandi tilmæli. Þau hafi öll tekið á móti kúnnum með andlitsgrímur fyrr í sumar og notað hanska. Þá þurfi fólk að panta tíma og því gætu stofurnar haft góða yfirsýn yfir þá sem koma og fara. Hún segir erfitt að átta sig á því hvaða reglur gilda hverju sinni, hvort fólk megi opna og þá með hvaða hætti. Upplýsingagjöfin sé engin. „Ég er með fólk í vinnu og maður veit ekkert. Svo er fólk með leigu og fleira, þannig þetta er svolítið sorglegt.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort vera á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. Reglurnar þurfi að vera mikið skýrari svo fólk átti sig á því hvernig það megi haga starfsemi sinni. „Við erum alveg rugluð. Maður er alltaf bara að hlusta á sjónvarpið því maður hefur mesta trú á því hvað þau segja. Núna hefur ekkert verið minnst á hárgreiðslu,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Margir kúnnar hafi sett sig í samband við hana eftir að ný reglugerð var birt; „og ég segi alltaf: Hlustið bara á fréttirnar eins og ég. Það er ekkert sem ég get sagt.“ Ný reglugerð tekur gildi í fyrramálið og segir þar í 4. grein, þar sem kveðið er á um almenna nálægðartakmörkun, að nota skuli andlitsgrímu ef ekki sé unnt að tryggja tveggja metra regluna í starfsemi. Eru hárgreiðslustofur sérstaklega nefndar í því samhengi. Neðst í reglugerðinni er þó að finna bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um sérstakar takmarkanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar er tekið fram að hárgreiðslustofur skuli vera lokaðar. Hrafnhildur segir þetta alls ekki skýrt fyrir hinn almenna borgara, sem þarf að fylgja reglunum. „Við erum hissa á því hvernig upplýsingamiðlun er. Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari, það hefur ekki verið minnst á hárgreiðslustofur og við sitjum yfir þessu sem eigendur.“ Treysta sér til þess að opna Hrafnhildur telur flesta tilbúna til þess að opna hárgreiðslustofur höfuðborgarsvæðisins í ljósi þess að nú sé leyfilegt að hafa skipulagða hópatíma hjá íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum, en þó með því skilyrði að allir skrái sig í tímann og enginn nota sama búnað. Að sögn Hrafnhildar er vel hægt að útfæra starfsemi hárgreiðslustofa í samræmi við gildandi tilmæli. Þau hafi öll tekið á móti kúnnum með andlitsgrímur fyrr í sumar og notað hanska. Þá þurfi fólk að panta tíma og því gætu stofurnar haft góða yfirsýn yfir þá sem koma og fara. Hún segir erfitt að átta sig á því hvaða reglur gilda hverju sinni, hvort fólk megi opna og þá með hvaða hætti. Upplýsingagjöfin sé engin. „Ég er með fólk í vinnu og maður veit ekkert. Svo er fólk með leigu og fleira, þannig þetta er svolítið sorglegt.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14
Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45