„Mér sýnist þetta vera að stefna niður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 08:41 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, bindur vonir við að fjöldi smitaðra fari vel niður á næstu dögum og vikum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að fjöldi kórónuveirusmita hér á landi sé heldur á niðurleið. Það er því að takast að ná utan um faraldurinn en það þýði hins vegar ekki að hægt sé að slaka á í aðgerðum gegn veirunni. Nú sé viðkvæmur tímapunktur í faraldrinum; verði slakað á núna geti það komið í bakið á okkur. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ánægjulegt að sjá að þróunin væri niður á við. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir tölur dagsins eða frá því í gær en mér sýnist þetta vera að stefna niður og það er bara mjög fínt og margir í sóttkví, það er akkúrat það sem við vildum sjá,“ sagði Þórólfur og vísaði þar til þess að undanfarna daga hefur meirihluta þeirra sem greinst hefur með veiruna verið í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort þetta þýði að okkur sé að takast að ná utan um veiruna með þeim hertu aðgerðum sem gripið hefur verið til svaraði Þórólfur að sér sýnist sem svo. „En það þýðir hins vegar ekki að við getum slakað á. Við erum á viðkvæmum tíma núna í þessu, það er að segja ef við förum að slaka á þá getum við fengið þetta í bakið aftur. En það sýnir sig með þessu að við getum náð utan um svona faraldur eins og við höfum verið að eiga við núna með samstöðunni og gera það sem við þurfum að gera.“ Hann kvaðst binda vonir við að sjá tölur yfir fjölda smitaðra fara lækkandi á næstu dögum og vikum. „Ég held það gerist kannski svolítið hægt og í smá sveiflum en ég bind vonir við það að við förum að sjá þetta fara vel niður,“ sagði Þórólfur. Þá var hann spurður út í það hvort hann hefði einhverja mynd af því hvernig veturinn verði. Hann sagðist ekki alveg vita hvað hann ætti að segja en sagði þó að þjóðin þyrfti að búa sig undir að lifa með veirunni næstu mánuði. „Ég held að við komum til með að búa við þessa veiru að einhverju leyti hér innanlands, vonandi tekst okkur að útrýma henni sem mest, það væri auðvitað óskastaða, en við sjáum hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur í Evrópu. Þetta er allt á hvínandi uppsiglingu. Á meðan við búum við það þá þurfum við að vera með einhverjar takmarkanir í gangi til þess að lágmarka álagið af þessari veiru hér innanlands. Það þarf að reyna þá líka að hafa þessar aðgerðir eins lítið íþyngjandi og mögulegt er, það er óskastaðan. Ég held við þurfum að búa okkur undir að lifa við þannig aðstæður næstu mánuðina þar til að gott bóluefni kemur og við náum að bólusetja sem flesta,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við sóttvarnalækni í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að fjöldi kórónuveirusmita hér á landi sé heldur á niðurleið. Það er því að takast að ná utan um faraldurinn en það þýði hins vegar ekki að hægt sé að slaka á í aðgerðum gegn veirunni. Nú sé viðkvæmur tímapunktur í faraldrinum; verði slakað á núna geti það komið í bakið á okkur. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ánægjulegt að sjá að þróunin væri niður á við. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir tölur dagsins eða frá því í gær en mér sýnist þetta vera að stefna niður og það er bara mjög fínt og margir í sóttkví, það er akkúrat það sem við vildum sjá,“ sagði Þórólfur og vísaði þar til þess að undanfarna daga hefur meirihluta þeirra sem greinst hefur með veiruna verið í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort þetta þýði að okkur sé að takast að ná utan um veiruna með þeim hertu aðgerðum sem gripið hefur verið til svaraði Þórólfur að sér sýnist sem svo. „En það þýðir hins vegar ekki að við getum slakað á. Við erum á viðkvæmum tíma núna í þessu, það er að segja ef við förum að slaka á þá getum við fengið þetta í bakið aftur. En það sýnir sig með þessu að við getum náð utan um svona faraldur eins og við höfum verið að eiga við núna með samstöðunni og gera það sem við þurfum að gera.“ Hann kvaðst binda vonir við að sjá tölur yfir fjölda smitaðra fara lækkandi á næstu dögum og vikum. „Ég held það gerist kannski svolítið hægt og í smá sveiflum en ég bind vonir við það að við förum að sjá þetta fara vel niður,“ sagði Þórólfur. Þá var hann spurður út í það hvort hann hefði einhverja mynd af því hvernig veturinn verði. Hann sagðist ekki alveg vita hvað hann ætti að segja en sagði þó að þjóðin þyrfti að búa sig undir að lifa með veirunni næstu mánuði. „Ég held að við komum til með að búa við þessa veiru að einhverju leyti hér innanlands, vonandi tekst okkur að útrýma henni sem mest, það væri auðvitað óskastaða, en við sjáum hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur í Evrópu. Þetta er allt á hvínandi uppsiglingu. Á meðan við búum við það þá þurfum við að vera með einhverjar takmarkanir í gangi til þess að lágmarka álagið af þessari veiru hér innanlands. Það þarf að reyna þá líka að hafa þessar aðgerðir eins lítið íþyngjandi og mögulegt er, það er óskastaðan. Ég held við þurfum að búa okkur undir að lifa við þannig aðstæður næstu mánuðina þar til að gott bóluefni kemur og við náum að bólusetja sem flesta,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við sóttvarnalækni í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira