Van Dijk ætlar að snúa aftur sterkari en nokkru sinni Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 07:31 Virgil van Dijk mun ekki spila með Liverpool næstu mánuðina eftir þessa tæklingu Jordan Pickford. Getty/Laurence Griffiths Óvíst er hvort Virgil van Dijk spili meira með Liverpool á leiktíðinni vegna meiðsla en hann ætlar sér að snúa til baka betri og sterkari en nokkru sinni fyrr. Hollenski landsliðsmiðvörðurinn meiddist við slæma tæklingu Jordan Pickford í Bítlaborgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Meiðslin eru í fremra krossbandi í hné en Liverpool vill bíða með að áætla hve lengi hann verði frá keppni þar til að lokinni aðgerð. Van Dijk hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því að nú hafi hann í samvinnu við sérfræðing útbúið áætlun um endurhæfingu sína. „Ég er núna algjörlega einbeittur að bataferlinu og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að snúa til baka eins fljótt og auðið er. Þrátt fyrir hin augljósu vonbrigði þá trúi ég því að í öllum erfiðleikum felist tækifæri og með Guðs hjálp ætla ég að snúa til baka betri, hraustari og sterkari en nokkru sinni fyrr,“ skrifaði Van Dijk. „Ég tel að í fótbolta eins og í lífinu sjálfu þá sé ástæða fyrir öllu sem gerist og að það sé mikilvægt að halda haus í gegnum bæði það góða og það slæma. Með stuðningi konu minnar, barna, fjölskyldu og allra hjá Liverpool þá er ég tilbúinn í þá áskorun sem framundan er,“ skrifaði Van Dijk og þakaði fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið síðustu daga. View this post on Instagram A post shared by Virgil van Dijk (@virgilvandijk) on Oct 18, 2020 at 1:59pm PDT Enski boltinn Tengdar fréttir Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með 2-2 jafntefli sitt gegn Everton í gær. Skiljanlega þar sem tvö atvik féllu þeim alls ekki í hag eftir að þau höfðu verið skoðuð betur af myndbandsdómara leiksins. 18. október 2020 10:25 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Óvíst er hvort Virgil van Dijk spili meira með Liverpool á leiktíðinni vegna meiðsla en hann ætlar sér að snúa til baka betri og sterkari en nokkru sinni fyrr. Hollenski landsliðsmiðvörðurinn meiddist við slæma tæklingu Jordan Pickford í Bítlaborgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Meiðslin eru í fremra krossbandi í hné en Liverpool vill bíða með að áætla hve lengi hann verði frá keppni þar til að lokinni aðgerð. Van Dijk hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því að nú hafi hann í samvinnu við sérfræðing útbúið áætlun um endurhæfingu sína. „Ég er núna algjörlega einbeittur að bataferlinu og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að snúa til baka eins fljótt og auðið er. Þrátt fyrir hin augljósu vonbrigði þá trúi ég því að í öllum erfiðleikum felist tækifæri og með Guðs hjálp ætla ég að snúa til baka betri, hraustari og sterkari en nokkru sinni fyrr,“ skrifaði Van Dijk. „Ég tel að í fótbolta eins og í lífinu sjálfu þá sé ástæða fyrir öllu sem gerist og að það sé mikilvægt að halda haus í gegnum bæði það góða og það slæma. Með stuðningi konu minnar, barna, fjölskyldu og allra hjá Liverpool þá er ég tilbúinn í þá áskorun sem framundan er,“ skrifaði Van Dijk og þakaði fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið síðustu daga. View this post on Instagram A post shared by Virgil van Dijk (@virgilvandijk) on Oct 18, 2020 at 1:59pm PDT
Enski boltinn Tengdar fréttir Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með 2-2 jafntefli sitt gegn Everton í gær. Skiljanlega þar sem tvö atvik féllu þeim alls ekki í hag eftir að þau höfðu verið skoðuð betur af myndbandsdómara leiksins. 18. október 2020 10:25 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með 2-2 jafntefli sitt gegn Everton í gær. Skiljanlega þar sem tvö atvik féllu þeim alls ekki í hag eftir að þau höfðu verið skoðuð betur af myndbandsdómara leiksins. 18. október 2020 10:25
Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti