Innlent

52 innanlandssmit í gær og aðeins ellefu utan sóttkvíar

Sylvía Hall skrifar
_VIL5501
Vísir/Vilhelm

52 greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Ellefu voru utan sóttkvíar. Fimm greindust á landamærunum og er beðið mótefnamælingar í öllum tilfellum. 

32 greindust í einkennasýnatöku en 20 í sóttkvíar- og handahófsskimun.

Fjöldi staðfestra smita frá upphafi faraldursins er nú kominn yfir fjögur þúsund.

Nú hafa 4.055 manns greinst smitaðir af kórónuveiru frá upphafi faraldursins. Ellefu þeirra sem hafa veikst af Covid-19 eru látnir.

Alls voru tekin 685 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær, sem er minna en daginn þar áður. 571 sýni var tekið á landamærunum eða í seinni landamæraskimun. Þá voru 485 sýni tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun og voru 115 sýni tekin í annarri skimun hjá ÍE.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 292,3 en var 291,2  í gær. Þá er nýgengi landamærasmita nú 16,1, en var 15,3 í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×