COVID-19 strákarnir farnir að æfa aftur með Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 10:30 Thiago Alcantara og Sadio Mane á æfingu með Liverpool liðinu í vikunni. Getty/ John Powell Liverpool getur teflt fram þeim Sadio Mané og Thiago Alcantara í nágrannaslagnum við Everton um næstu helgi. Spánverjinn Thiago Alcantara og Senegalinn Sadio Mané greindust báðir með kórónuveiruna á dögunum en þeir hafa báðir náð sér að fullu og eru byrjaðir að æfa á nýjan leik með Liverpool liðinu. Thiago Alcantara missti af tveimur deildarleikjum, á móti Arsneal og Aston Villa en Sadio Mané missti af fyrrnefndum leik á móti Aston Villa sem tapaðist 7-2. Báðir sýndu þeir flotta takta þegar þeir klæddust Liverpool treyjunni síðast. Thiago náði að gefa 75 heppnaðar sendingar í einum hálfleik á móti Chelsea sem er það mesta í einum hálfleik í sögu þeirrar tölfræði í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram Touch, @thiago6 #LFC #LiverpoolFC #Thiago #Training A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 14, 2020 at 7:09am PDT Sadio Mané skoraði fyrsta markið í 3-1 sigrinum á Arsenal og hafði áður skorað bæði mörkin í sigrinum á Chelsea á Stamford Bridge. Liverpool er búið að vinna alla þrjá leikina sem Sadio Mané hefur spilað í deildinni á þessari leiktíð. Þeir Thiago Alcantara og Sadio Mané fóru líka ekki í landsliðsverkefni Spánar og Senegal í þessum glugga vegna veikindanna. Landsliðsglugginn var aftur á móti ástæðan fyrir því að þeir félagar misstu ekki af fleiri leikjum. Naby Keita var sá síðasti af leikmönnum Liverpool sem greindust með kórónuveiruna en hann spilaði leikinn á móti Aston Villa. Keita mun væntanlega missa af Everton leiknum. Leikur Liverpool og Everton fer fram í hádeginu á laugardaginn kemur en leikurinn er á Goodison Park, heimavelli Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton. Hér fyrir neðan má sjá þegar Liverpool tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum að þeir Sadio Mané og Thiago Alcantara væru komnir til baka. Hér fyrir ofan eru líka glæsileg tæknitilþrif hjá Spánverjunum. View this post on Instagram Here he is... #LFC #LiverpoolFC #Mane A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 10:54am PDT View this post on Instagram ¡Hola, Thiago! #LFC #LiverpoolFC #Thiago A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 11:21am PDT Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Sjá meira
Liverpool getur teflt fram þeim Sadio Mané og Thiago Alcantara í nágrannaslagnum við Everton um næstu helgi. Spánverjinn Thiago Alcantara og Senegalinn Sadio Mané greindust báðir með kórónuveiruna á dögunum en þeir hafa báðir náð sér að fullu og eru byrjaðir að æfa á nýjan leik með Liverpool liðinu. Thiago Alcantara missti af tveimur deildarleikjum, á móti Arsneal og Aston Villa en Sadio Mané missti af fyrrnefndum leik á móti Aston Villa sem tapaðist 7-2. Báðir sýndu þeir flotta takta þegar þeir klæddust Liverpool treyjunni síðast. Thiago náði að gefa 75 heppnaðar sendingar í einum hálfleik á móti Chelsea sem er það mesta í einum hálfleik í sögu þeirrar tölfræði í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram Touch, @thiago6 #LFC #LiverpoolFC #Thiago #Training A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 14, 2020 at 7:09am PDT Sadio Mané skoraði fyrsta markið í 3-1 sigrinum á Arsenal og hafði áður skorað bæði mörkin í sigrinum á Chelsea á Stamford Bridge. Liverpool er búið að vinna alla þrjá leikina sem Sadio Mané hefur spilað í deildinni á þessari leiktíð. Þeir Thiago Alcantara og Sadio Mané fóru líka ekki í landsliðsverkefni Spánar og Senegal í þessum glugga vegna veikindanna. Landsliðsglugginn var aftur á móti ástæðan fyrir því að þeir félagar misstu ekki af fleiri leikjum. Naby Keita var sá síðasti af leikmönnum Liverpool sem greindust með kórónuveiruna en hann spilaði leikinn á móti Aston Villa. Keita mun væntanlega missa af Everton leiknum. Leikur Liverpool og Everton fer fram í hádeginu á laugardaginn kemur en leikurinn er á Goodison Park, heimavelli Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton. Hér fyrir neðan má sjá þegar Liverpool tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum að þeir Sadio Mané og Thiago Alcantara væru komnir til baka. Hér fyrir ofan eru líka glæsileg tæknitilþrif hjá Spánverjunum. View this post on Instagram Here he is... #LFC #LiverpoolFC #Mane A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 10:54am PDT View this post on Instagram ¡Hola, Thiago! #LFC #LiverpoolFC #Thiago A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 11:21am PDT
Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Sjá meira