Laxveiðin svipuð og í meðalári og mun betri en í fyrra Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. október 2020 12:34 Metveiði í Eystri-Rangá dregur veiðitölur ársins duglega upp. Vísir/KL Aukning varð í laxveiði hér á landi miðað við í fyrra og var heildarfjöldi stangveiddra laxa um 42.800 fiskar, sem er um fjörutíu og sex prósenta aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum frá Hafrannsóknarstofnun sem birtar voru í morgun. Þar segir að aukning hafi verið í veiði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra og mest varð aukningin á Suðurlandi. Laxveiðitímabilinu er nú lokið í flestum ám landsins. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistaðan í veiðinni er lax úr sleppingum gönguseiða, en þar stendur veiðin fram til 20. október. Ef marka má bráðabirgðatölurnar er veiðin í ár nærri meðalveiðinni frá árinu 1974 og batnaði veiðin um þrettán þúsund og fimmhundruð laxa miðað við árið í fyrra. Metveiði í Eystri-Rangá Í tölum um heildarlaxveiði eru taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði. Umtalsverð aukning varð í laxveiði í ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða og var veiðin í þeim ám alls um 14.200 laxar og munar þar mest um að metveiði var í Eystri-Rangá þar sem um 8.600 laxar hafa veiðst en veiði í hafbeitaránum er ekki lokið. Þegar litið er til veiða á villtum laxi eingöngu (ekki úr seiðasleppingum), að teknu tilliti til endurveiddra laxa, er heildarstangveiði villtra laxa árið 2020 um 23.500 laxar, sem er sjötta minnsta stangveiði villtra laxa frá því farið var að skrá veiði í rafrænan gagnagrunn. Stangveiði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Aukning varð í laxveiði hér á landi miðað við í fyrra og var heildarfjöldi stangveiddra laxa um 42.800 fiskar, sem er um fjörutíu og sex prósenta aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum frá Hafrannsóknarstofnun sem birtar voru í morgun. Þar segir að aukning hafi verið í veiði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra og mest varð aukningin á Suðurlandi. Laxveiðitímabilinu er nú lokið í flestum ám landsins. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistaðan í veiðinni er lax úr sleppingum gönguseiða, en þar stendur veiðin fram til 20. október. Ef marka má bráðabirgðatölurnar er veiðin í ár nærri meðalveiðinni frá árinu 1974 og batnaði veiðin um þrettán þúsund og fimmhundruð laxa miðað við árið í fyrra. Metveiði í Eystri-Rangá Í tölum um heildarlaxveiði eru taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði. Umtalsverð aukning varð í laxveiði í ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða og var veiðin í þeim ám alls um 14.200 laxar og munar þar mest um að metveiði var í Eystri-Rangá þar sem um 8.600 laxar hafa veiðst en veiði í hafbeitaránum er ekki lokið. Þegar litið er til veiða á villtum laxi eingöngu (ekki úr seiðasleppingum), að teknu tilliti til endurveiddra laxa, er heildarstangveiði villtra laxa árið 2020 um 23.500 laxar, sem er sjötta minnsta stangveiði villtra laxa frá því farið var að skrá veiði í rafrænan gagnagrunn.
Stangveiði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira