Lífið

Telur sig hafa smitast í lauginni

Atli Ísleifsson skrifar
Eiríkur Jónsson telur að hann hafi smitast í Breiðholtslauginni fyrr í mánuðinum.
Eiríkur Jónsson telur að hann hafi smitast í Breiðholtslauginni fyrr í mánuðinum. Eiíkur Jónsson/Reykjavíkurborg

Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson glímir nú við Covid-19. Hann segir frá því á heimasíðu sinni að hann hafi vaktnað í svitabaði, kaldur og með dynjandi höfuðverk á laugardaginn. Degi síðar hafi hann fengið staðfestingu á að um Covid-19 væri að ræða.

Hann segir að það hafi verið eins og „hjartað slægi inn í hauskúpunni“, hann verið með bullandi hita og í hvorugan fótinn getað stigið. Þá hafi jafnvægisskynið verið „úr fasa“.

Eiríkur segist strax hafa heft sér grein fyrir því að um Covid-19 væri að ræða.

„Svaf allan laugardaginn í rennandi blautum rúmfötum og hitastig líkamans virtist sveiflast frá frosti í funa. Missti þó aldrei andann. Braggaðist um kvöldið og var kominn í sýnatöku í hádeginu á sunnudag þar sem grunur minn var staðfestur,“ segir Eiríkur.

Eins og hjá Trump

Eiríkur segir það þó undarlegt að eftir sunnudaginn hafi hann ekki kennt sér neins meins. „Ekki fundið fyrir neinu og er á fjórða degi í einangrun; stálsleginn. Þetta er svona eins og hjá Trump. Hann tók þetta á fjórum dögum og var þá mættur á fjöldafund.“

Í færslunni segist Eiríkur ekki hafa hugmynd hvar hann hafi smitast. Hann hafi ekki heilsað neinum með handabandi síðan í mars, þvegið hendurnar „á korters fresti með tilheyrandi spritti“ og virt fjarlægðartakmörk með góðu og jafnvel illu, hafi annað ekki dugað.

„Sjálfur er ég á því að ég hafi smitast í Breiðholtslauginni,“ segir Eiríkur. Hann kveðst sjálfur hafa sótt laugina sunnudaginn 4. október, en þriðjudaginn 6. október var sagt frá því að lauginni hafi verið lokað vegna smits starfsmanns.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.