KR stöðvaði sigurgöngu Dusty Bjarni Bjarnason skrifar 13. október 2020 22:17 Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Stórleikur kvöldsins var leikur Dusty og KR. En Dusty voru á heimavelli og var kortið Mirage spilað. KR-ingar mættu eldheitir til leiks og skelltu stórmeisturunum heldur hressilega. Liðsmenn Dusty hófu leikinn í sókn (terrorist) og féll fyrsta lotan þeim í vil. Strax í annarri lotu sóttu þeir á svæði B en lentu á 7homsen (Thomas Thomsen) sem skellti á puttana á þeim og stal KR lotunni. Setti þetta lið Dusty á hælana og fylgdu KR-ingar því vel eftir. Með ofvirkan (Ólafur Barði Guðmundsson) heitan á vappanum (sniper – awp) og 7homsen (Thomas Thomsen) klettstöðugan á sprengjusvæði B var vörn KR-inga skotheld. Dusty fengu engan slaka frá KR-ingum sem með vel tímasettri pressu sóttu upplýsingar um sóknaráform Dusty ótrúlega vel. Með þær upplýsingar í farteskinu tókst KR ítrekað að stilla upp vörninni fullkomlega til að taka á móti sóknum Dusty. En er fyrri leikhluti leið undir lok færðist aukin festa í sóknarleik Dusty. Með vönduðum fléttum tókst þeim að sækja lotur sem þeir þó þurftu að hafa gífurlega fyrir. Staðan í hálfleik KR 9 – 6 Dusty KR-ingar með sigurbragðið á vörunum byrjuðu seinni hálfleik kröftuglega. Lotu eftir lotu spiluðu þeir sem fimm fingur á sömu hendinni. Sóknarflétturnar voru vel framkvæmdar og hver og einn leikmaður sinnti sínu hlutverki. Þegar pressa myndaðist og Dusty gerðu sig líklega til að koma sér aftur inn í leikinn var alltaf KR-ingur sem steig upp. Skilaði frábært samspil KR-inga þeim sigri sem þeir áttu vel skilið. Lokastaðan KR 16 – 7 Dusty Dusty KR Vodafone-deildin Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport
Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Stórleikur kvöldsins var leikur Dusty og KR. En Dusty voru á heimavelli og var kortið Mirage spilað. KR-ingar mættu eldheitir til leiks og skelltu stórmeisturunum heldur hressilega. Liðsmenn Dusty hófu leikinn í sókn (terrorist) og féll fyrsta lotan þeim í vil. Strax í annarri lotu sóttu þeir á svæði B en lentu á 7homsen (Thomas Thomsen) sem skellti á puttana á þeim og stal KR lotunni. Setti þetta lið Dusty á hælana og fylgdu KR-ingar því vel eftir. Með ofvirkan (Ólafur Barði Guðmundsson) heitan á vappanum (sniper – awp) og 7homsen (Thomas Thomsen) klettstöðugan á sprengjusvæði B var vörn KR-inga skotheld. Dusty fengu engan slaka frá KR-ingum sem með vel tímasettri pressu sóttu upplýsingar um sóknaráform Dusty ótrúlega vel. Með þær upplýsingar í farteskinu tókst KR ítrekað að stilla upp vörninni fullkomlega til að taka á móti sóknum Dusty. En er fyrri leikhluti leið undir lok færðist aukin festa í sóknarleik Dusty. Með vönduðum fléttum tókst þeim að sækja lotur sem þeir þó þurftu að hafa gífurlega fyrir. Staðan í hálfleik KR 9 – 6 Dusty KR-ingar með sigurbragðið á vörunum byrjuðu seinni hálfleik kröftuglega. Lotu eftir lotu spiluðu þeir sem fimm fingur á sömu hendinni. Sóknarflétturnar voru vel framkvæmdar og hver og einn leikmaður sinnti sínu hlutverki. Þegar pressa myndaðist og Dusty gerðu sig líklega til að koma sér aftur inn í leikinn var alltaf KR-ingur sem steig upp. Skilaði frábært samspil KR-inga þeim sigri sem þeir áttu vel skilið. Lokastaðan KR 16 – 7 Dusty
Dusty KR Vodafone-deildin Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport