„Lýsir sér dálítið eins og maður sé í einhverjum heiftarlegum átökum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 19:10 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, greindist með covid-19 og hefur fundið fyrir klassískum einkennum sjúkdómsins. Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög sérstakt að vera kominn á þennan stað, af því maður er búinn að lifa og hrærast í þessu með einum eða öðrum hætti frá því í lok janúar þannig að þetta er mjög sérstakt,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Rögnvaldur, sem greindist með covid-19 á föstudaginn, ber sig nokkuð vel en segist hafa fundið fyrir klassískum einkennum covid-19. „Ég hef það bara ágætt. Er bara með klassísk covid-einkenni en alla veganna í augnablikinu bara nokkuð góður. Mér leið verr fyrst en alla veganna aðeins betur núna heldur en þá. Konan mín fann fyrir vægum einkennum, hún er að vinna á bráðadeildinni á Landspítalanum þannig að hún passar sig nokkuð vel,“ útskýrir Rögnvaldur. Hún hafi nokkrum sinnum fundið fyrir einkennum og farið í skimun en greinst neikvæð. Á fimmtudaginn hafi hún hins vegar greinst jákvæð. „Ég var heima í sóttkví með strákana af því að leikskólinn var lokaður útaf smiti þar. Þá fór ég svona að spá í það, að ég var búinn að vera með hósta um daginn sem ég tengi við annað,“ segir Rögnvaldur. Hann hafi verið með særindi í hálsi en það hafi væntanlega verið einkenni að byrja. „Svo fór ég í test og fékk jákvætt á föstudagsmorgninum. Svo bara mjög hratt helltust einkennin mjög sterkt yfir og ég gat varla eða átti erfitt með að hreyfa mig á föstudeginum af því það voru miklir vöðvaverkir. Þetta lýsir sér dálítið eins og maður sé í einhverjum heiftarlegum átökum. Eins og þegar maður verður allur aumur í skrokknum, eins og ég hefði verið að lyfta flutningabíl eða eitthvað,“ útskýrir Rögnvaldur. Einkennin séu þó öllu vægari nú. „Við höfum verið leiðinlega fólkið“ Hann kveðst skynja að flestir geri sitt allra besta til að fara mjög varlega, fylgja tilmælum og gera hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að smitast eða bera út smit. „En ég held að við höfum verið mjög ýkt í þessu hjónin af því að við erum bæði að vinna þannig vinnu að við þurfum að passa okkur extra vel. Við höfum verið svona leiðinlega fólkið. Höfum beðið fólk að koma ekki í heimsóknir til okkar og ekki farið í heimsóknir sjálf og allur sá pakki. En er þetta lúmskt, maður hefur ekki stjórn á öllum aðstæðum þó svo að maður reyni það,“ útskýrir Rögnvaldur. Líkt og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur Rögnvaldur Ólafsson frá upphafi faraldursins hér á landi starfað í framlínunni í baráttunni við útbreiðslu covid-19Vísir/Vilhelm Kynni hans af ferlinu frá enda sjúklingsins en ekki framlínustarfsmannsins, hlutverki sem hann hefur gegnt allt frá því snemma þessa árs, segir hann vera mjög jákvæð. „Ég er bara mjög glaður hvað þetta er gott kerfi sem maður er búinn að búa til í kringum þetta allt saman. Þetta er svona tiltölulega þægilegt innan gæsalappa, hvað öll þjónusta er í rauninni góð, eftirfylgnin hjá covid-teyminu og þetta allt saman,“ segir Rögnvaldur. Hættur að hitta Víði Strangar sóttvarnareglur hafi verið í gildi á hans vinnustað hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en Rögnvaldur hefur verið eins konar staðgengill Víðis Reynissonar. „Við vorum náttúrlega með mjög stífar kröfur hjá okkur og alltaf að verða stífari og stífari. Núna vorum við búin að splitta okkur alveg upp þannig að til dæmis við Víðir vorum alveg hættir að hittast, vorum á sitthvorri starfsstöðinni og á þeirri starfsstöð voru flestir að vinna heima. Við vorum fjórir sem vorum að vinna á vinnustaðnum en samt með gott bil á milli okkar og hver á sinni skrifstofu og allt saman en það var samt ákveðið að setja hina þrjá í sóttkví svona til vonar og vara,“ segir Rögnvaldur. Heldurðu að þessi reynsla breyti sýn þinni á baráttuna við farsóttina og hvernig þú nálgast hana í þínum störfum? „Ég held það styrki mig bara í því sem við erum að gera. Ég alla veganna myndi ekki óska neinum að fara í gegnum þetta sem að þarf þess ekki. Við erum svo sem ekki búin enn þá með þetta og ég veit ekki hvernig fer hjá okkur. En alla vega það sem af er þá held ég að þetta styrki okkur í því að við séum að gera rétt og líka þetta kerfi sem við erum búin að búa til í kringum þetta er að virka vel. Ég er rosa ánægður með það, núna veit ég, eins og maður svo sem vissi, að það er rosalega vel passað upp á fólk en það er gott að finna það líka sjálfur, hvað það er vel hugsað um fólk sem er þarna úti,“ svarar Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Þetta er mjög sérstakt að vera kominn á þennan stað, af því maður er búinn að lifa og hrærast í þessu með einum eða öðrum hætti frá því í lok janúar þannig að þetta er mjög sérstakt,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Rögnvaldur, sem greindist með covid-19 á föstudaginn, ber sig nokkuð vel en segist hafa fundið fyrir klassískum einkennum covid-19. „Ég hef það bara ágætt. Er bara með klassísk covid-einkenni en alla veganna í augnablikinu bara nokkuð góður. Mér leið verr fyrst en alla veganna aðeins betur núna heldur en þá. Konan mín fann fyrir vægum einkennum, hún er að vinna á bráðadeildinni á Landspítalanum þannig að hún passar sig nokkuð vel,“ útskýrir Rögnvaldur. Hún hafi nokkrum sinnum fundið fyrir einkennum og farið í skimun en greinst neikvæð. Á fimmtudaginn hafi hún hins vegar greinst jákvæð. „Ég var heima í sóttkví með strákana af því að leikskólinn var lokaður útaf smiti þar. Þá fór ég svona að spá í það, að ég var búinn að vera með hósta um daginn sem ég tengi við annað,“ segir Rögnvaldur. Hann hafi verið með særindi í hálsi en það hafi væntanlega verið einkenni að byrja. „Svo fór ég í test og fékk jákvætt á föstudagsmorgninum. Svo bara mjög hratt helltust einkennin mjög sterkt yfir og ég gat varla eða átti erfitt með að hreyfa mig á föstudeginum af því það voru miklir vöðvaverkir. Þetta lýsir sér dálítið eins og maður sé í einhverjum heiftarlegum átökum. Eins og þegar maður verður allur aumur í skrokknum, eins og ég hefði verið að lyfta flutningabíl eða eitthvað,“ útskýrir Rögnvaldur. Einkennin séu þó öllu vægari nú. „Við höfum verið leiðinlega fólkið“ Hann kveðst skynja að flestir geri sitt allra besta til að fara mjög varlega, fylgja tilmælum og gera hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að smitast eða bera út smit. „En ég held að við höfum verið mjög ýkt í þessu hjónin af því að við erum bæði að vinna þannig vinnu að við þurfum að passa okkur extra vel. Við höfum verið svona leiðinlega fólkið. Höfum beðið fólk að koma ekki í heimsóknir til okkar og ekki farið í heimsóknir sjálf og allur sá pakki. En er þetta lúmskt, maður hefur ekki stjórn á öllum aðstæðum þó svo að maður reyni það,“ útskýrir Rögnvaldur. Líkt og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur Rögnvaldur Ólafsson frá upphafi faraldursins hér á landi starfað í framlínunni í baráttunni við útbreiðslu covid-19Vísir/Vilhelm Kynni hans af ferlinu frá enda sjúklingsins en ekki framlínustarfsmannsins, hlutverki sem hann hefur gegnt allt frá því snemma þessa árs, segir hann vera mjög jákvæð. „Ég er bara mjög glaður hvað þetta er gott kerfi sem maður er búinn að búa til í kringum þetta allt saman. Þetta er svona tiltölulega þægilegt innan gæsalappa, hvað öll þjónusta er í rauninni góð, eftirfylgnin hjá covid-teyminu og þetta allt saman,“ segir Rögnvaldur. Hættur að hitta Víði Strangar sóttvarnareglur hafi verið í gildi á hans vinnustað hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en Rögnvaldur hefur verið eins konar staðgengill Víðis Reynissonar. „Við vorum náttúrlega með mjög stífar kröfur hjá okkur og alltaf að verða stífari og stífari. Núna vorum við búin að splitta okkur alveg upp þannig að til dæmis við Víðir vorum alveg hættir að hittast, vorum á sitthvorri starfsstöðinni og á þeirri starfsstöð voru flestir að vinna heima. Við vorum fjórir sem vorum að vinna á vinnustaðnum en samt með gott bil á milli okkar og hver á sinni skrifstofu og allt saman en það var samt ákveðið að setja hina þrjá í sóttkví svona til vonar og vara,“ segir Rögnvaldur. Heldurðu að þessi reynsla breyti sýn þinni á baráttuna við farsóttina og hvernig þú nálgast hana í þínum störfum? „Ég held það styrki mig bara í því sem við erum að gera. Ég alla veganna myndi ekki óska neinum að fara í gegnum þetta sem að þarf þess ekki. Við erum svo sem ekki búin enn þá með þetta og ég veit ekki hvernig fer hjá okkur. En alla vega það sem af er þá held ég að þetta styrki okkur í því að við séum að gera rétt og líka þetta kerfi sem við erum búin að búa til í kringum þetta er að virka vel. Ég er rosa ánægður með það, núna veit ég, eins og maður svo sem vissi, að það er rosalega vel passað upp á fólk en það er gott að finna það líka sjálfur, hvað það er vel hugsað um fólk sem er þarna úti,“ svarar Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira