Tryggvi búinn að troða oftast af öllum leikmönnum spænsku deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 15:00 Tryggvi Snær Hlinason er búinn að troða boltanum tólf sinnum í körfu mótherjanna í fyrstu fimm leikjunum. Getty/Oscar J. Barroso Tryggvi Snær Hlinason tróð boltanum þrisvar sinnum í körfuna í leik Casademont Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta og kom sér fyrir í efsta sæti troðslulistans. Tryggvi Snær hefur alls troðið boltanum tólf sinnum í körfuna í fyrstu fimm leikjum Zaragoza liðsins eða 2,4 sinnum að meðaltali í leik. Troðslur Tryggva í fyrstu fimm leikjunum í vetur eru þrjár, ein, þrjár, tvær og þrjár. Hann er með búinn að skora samtals 26 körfur í þessum leikjum og 46 prósent þeirra hafa komið með því að troða boltanum í körfuna. Tryggvi Snær Hlinason hefur skorað yfir tíu stig í öllum leikjunum en hann er með 12,2 stig, 6,2 fráköst og 16,8 framlagssstig að meðaltali á 19,6 mínútum spiluðum í leik. Tryggvi tróð boltanum alls 25 sinnum á öllu tímabilinu í fyrra eða 0,9 sinnum að meðaltali í leik og er því að troða mun oftar á þessu tímabili. Hér fyrir neðan má sjá tvær af troðslum Tryggva um helgina í tilþrifapakka frá leiknum. watch on YouTube Það er heldur enginn í spænsku deildinni sem hefur gert betur en Tryggvi þegar kemur að troðslum. Næstur á lista er hinn 220 sentimetra miðherji Real Madrid, Edy Tavares, sem er með 2,3 troðslur að meðaltali í fjórum leikjum eða samtals níu troðslur. Tryggvi og Edy Tavares eru í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að troða boltanum í körfuna en hér fyrir neðan er topplistinn sem er tekinn úr opinberri tölfræði ACB-deildarinnar. Flestar troðslur í leik til þessa í ACB-deildinni 2020-21: 1. Tryggvi Snær Hlinason, Casademont Zaragoza 2,4 2. Edy Tavares, Real Madrid 2,3 3. Babatunde Olumuyiwa, MoraBanc Andorra 1,6 4. Jacob Wiley, Herbalife Gran Canaria 1,5 5. Juampi Vaulet, BAXI Manresa 1,4 5. Ondrej Balvin, RETAbet Bilbao Basket 1,4 5. Dejan Kravic, Hereda San Pablo Burgos 1,4 5. Mike Tobey, Valencia Basket Club 1,4 5. Malik Dime, MoraBanc Andorra 1,4 Spænski körfuboltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason tróð boltanum þrisvar sinnum í körfuna í leik Casademont Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta og kom sér fyrir í efsta sæti troðslulistans. Tryggvi Snær hefur alls troðið boltanum tólf sinnum í körfuna í fyrstu fimm leikjum Zaragoza liðsins eða 2,4 sinnum að meðaltali í leik. Troðslur Tryggva í fyrstu fimm leikjunum í vetur eru þrjár, ein, þrjár, tvær og þrjár. Hann er með búinn að skora samtals 26 körfur í þessum leikjum og 46 prósent þeirra hafa komið með því að troða boltanum í körfuna. Tryggvi Snær Hlinason hefur skorað yfir tíu stig í öllum leikjunum en hann er með 12,2 stig, 6,2 fráköst og 16,8 framlagssstig að meðaltali á 19,6 mínútum spiluðum í leik. Tryggvi tróð boltanum alls 25 sinnum á öllu tímabilinu í fyrra eða 0,9 sinnum að meðaltali í leik og er því að troða mun oftar á þessu tímabili. Hér fyrir neðan má sjá tvær af troðslum Tryggva um helgina í tilþrifapakka frá leiknum. watch on YouTube Það er heldur enginn í spænsku deildinni sem hefur gert betur en Tryggvi þegar kemur að troðslum. Næstur á lista er hinn 220 sentimetra miðherji Real Madrid, Edy Tavares, sem er með 2,3 troðslur að meðaltali í fjórum leikjum eða samtals níu troðslur. Tryggvi og Edy Tavares eru í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að troða boltanum í körfuna en hér fyrir neðan er topplistinn sem er tekinn úr opinberri tölfræði ACB-deildarinnar. Flestar troðslur í leik til þessa í ACB-deildinni 2020-21: 1. Tryggvi Snær Hlinason, Casademont Zaragoza 2,4 2. Edy Tavares, Real Madrid 2,3 3. Babatunde Olumuyiwa, MoraBanc Andorra 1,6 4. Jacob Wiley, Herbalife Gran Canaria 1,5 5. Juampi Vaulet, BAXI Manresa 1,4 5. Ondrej Balvin, RETAbet Bilbao Basket 1,4 5. Dejan Kravic, Hereda San Pablo Burgos 1,4 5. Mike Tobey, Valencia Basket Club 1,4 5. Malik Dime, MoraBanc Andorra 1,4
Flestar troðslur í leik til þessa í ACB-deildinni 2020-21: 1. Tryggvi Snær Hlinason, Casademont Zaragoza 2,4 2. Edy Tavares, Real Madrid 2,3 3. Babatunde Olumuyiwa, MoraBanc Andorra 1,6 4. Jacob Wiley, Herbalife Gran Canaria 1,5 5. Juampi Vaulet, BAXI Manresa 1,4 5. Ondrej Balvin, RETAbet Bilbao Basket 1,4 5. Dejan Kravic, Hereda San Pablo Burgos 1,4 5. Mike Tobey, Valencia Basket Club 1,4 5. Malik Dime, MoraBanc Andorra 1,4
Spænski körfuboltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira