Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sendir WFP heillaóskir vegna friðarverðlauna Nóbels Heimsljós 9. október 2020 13:04 WFP Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hlaut í dag friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu stofnunarinnar gegn hungri, fyrir að stuðla að bættum aðstæðum fyrir friði á átakasvæðum, og fyrir aðgerðir til að afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum. „Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur um langt skeið verið ein af áherslustofnunum Íslands í neyðar- og mannúðaraðstoð og friðarverðlaun Nóbels eru að mínum dómi mjög verðskulduð viðurkenning fyrir ómetanlegt starf á átakasvæðum sem stuðlar að friði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sem sendi WFP formlegt heillaskeyti í morgun, auk þess að óska stofnuninni til hamingju á Twitter. Congratulations to our partners @WFP on winning the 2020 #NobelPeacePrize. The award is a powerful reminder of the linkages between food security and peace. is proud to support the lifesaving food assistance you provide.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) October 9, 2020 Íslensk stjórnvöld veita árleg kjarnaframlög til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, stærstu mannúðarsamtaka heims í baráttunni gegn hungri, en einnig er brugðist við neyðarköllum frá stofnunni eftir föngum. Framlög Íslands á þessu ári eru þegar 137 milljónir króna. WFP starfar í 88 löndum og aðstoðar tæplega eitt hundrað milljónir manna á ári hverju sem búa við alvarlegt matvælaóöryggi og hungur. „Norska Nóbelsnefndin leggur áherslu á að aðstoð sem eykur fæðuöryggi dregur ekki aðeins úr hungri heldur stuðlar einnig að því að auka horfur á stöðugleika og friði. Matvælaáætlunin hefur tekið forystuhlutverk í samþættingu mannúðarstarfs og friðarumleitana með frumkvöðlaverkefnum í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu,“ sagði í tilkynningu frá Nóbelsnefndinni í Osló í morgun. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur leitt til fjölgunar jarðarbúa sem hafa vart til hnífs og skeiðar. WFP hefur aldrei í sögunni veitt fleirum matvælaaðstoð en á þessu ári. Ætlunin er að ná til 138 milljóna einstaklinga en þegar hafa um 85 milljónir manna notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. David Beasley framkvæmdastjóri WFP sagði fyrir nokkru á fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungurfaraldurs. Höfuðstöðvar Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna eru í Róm. Friðarverðlaunin verða formlega afhent 10. desember næstkomandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Nóbelsverðlaun Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hlaut í dag friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu stofnunarinnar gegn hungri, fyrir að stuðla að bættum aðstæðum fyrir friði á átakasvæðum, og fyrir aðgerðir til að afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum. „Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur um langt skeið verið ein af áherslustofnunum Íslands í neyðar- og mannúðaraðstoð og friðarverðlaun Nóbels eru að mínum dómi mjög verðskulduð viðurkenning fyrir ómetanlegt starf á átakasvæðum sem stuðlar að friði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sem sendi WFP formlegt heillaskeyti í morgun, auk þess að óska stofnuninni til hamingju á Twitter. Congratulations to our partners @WFP on winning the 2020 #NobelPeacePrize. The award is a powerful reminder of the linkages between food security and peace. is proud to support the lifesaving food assistance you provide.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) October 9, 2020 Íslensk stjórnvöld veita árleg kjarnaframlög til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, stærstu mannúðarsamtaka heims í baráttunni gegn hungri, en einnig er brugðist við neyðarköllum frá stofnunni eftir föngum. Framlög Íslands á þessu ári eru þegar 137 milljónir króna. WFP starfar í 88 löndum og aðstoðar tæplega eitt hundrað milljónir manna á ári hverju sem búa við alvarlegt matvælaóöryggi og hungur. „Norska Nóbelsnefndin leggur áherslu á að aðstoð sem eykur fæðuöryggi dregur ekki aðeins úr hungri heldur stuðlar einnig að því að auka horfur á stöðugleika og friði. Matvælaáætlunin hefur tekið forystuhlutverk í samþættingu mannúðarstarfs og friðarumleitana með frumkvöðlaverkefnum í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu,“ sagði í tilkynningu frá Nóbelsnefndinni í Osló í morgun. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur leitt til fjölgunar jarðarbúa sem hafa vart til hnífs og skeiðar. WFP hefur aldrei í sögunni veitt fleirum matvælaaðstoð en á þessu ári. Ætlunin er að ná til 138 milljóna einstaklinga en þegar hafa um 85 milljónir manna notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. David Beasley framkvæmdastjóri WFP sagði fyrir nokkru á fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungurfaraldurs. Höfuðstöðvar Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna eru í Róm. Friðarverðlaunin verða formlega afhent 10. desember næstkomandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Nóbelsverðlaun Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent