Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 15:30 Það gekk ekkert upp hjá Paul Pogba og félögum í Manchester United í síðasta deildarleik á móti Tottenham en sá leikur tapaðist 6-1 á Old Trafford. EPA-EFE/Alex Livesey Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Hann ætlar samt að gera allt sem hann getur til að koma United liðinu þangað sem það á að vera. Pogaa er 27 ára gamall og hefur reglulega verið orðaður við félög sunnar í Evrópu. Manchester United keypti hann á 89 milljónir punda árið 2016 en samningur hans rennur út næsta sumar. Manchester United hefur þó möguleika á því að framlengja hann um eitt ár til 2022. Paul Pogba segist ekki hafa rætt við Manchester United um nýjan samning. „Enginn hefur sagt mér neitt. Ég hef ekki rætt við Ed Woodward. Við höfum ekki rætt nýjan samning,“ sagði Paul Pogba á blaðamannafundi hjá franska landsliðinu en breska ríkisútvarpið segir frá. "All football players would love to play for Real Madrid."Paul Pogba insisted that he's focusing on improving Man Utd but says it would be a "dream" to play for the Real Madrid. https://t.co/MKZYGv1KxU#bbcfootball pic.twitter.com/duXMU1AnEB— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2020 „Eins og staðan er núna þá er ég í Manchester og er að einbeita mér að því að komast í mitt besta form. Ég held samt að það komi sá tími að félagið muni koma til mín, tala við mig og kannski bjóða mér eitthvað,“ sagði Pogba. Paul Pogba hefur verið orðaður mikið við Real Madrid og leikmaðurinn var spurður út í þann möguleika. „Allir fótboltamenn myndu elska það að spila fyrir Real Madrid. Það er minn draumur og af hverju ekki einhvern daginn,“ sagði Pogba. „Ég er í Manchester og elska mitt félag. Ég er að spila í Manchester, hef gaman af því og ég vil gera til allt til þess að koma félaginu þangað sem það á skilið að vera. Ég mun gefa allt mitt í það eins og liðsfélagar mínir,“ sagði Paul Pogba. Paul Pogba og félagar í Manchester United eru aðeins með einn sigur í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og töpuðu 6-1 á móti Tottenham í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé. Pogba hefur byrjað alla þessa leiki. Hann fékk kórónuveiruna í ágúst en var búinn að ná sér þegar tímabilið hófst. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Hann ætlar samt að gera allt sem hann getur til að koma United liðinu þangað sem það á að vera. Pogaa er 27 ára gamall og hefur reglulega verið orðaður við félög sunnar í Evrópu. Manchester United keypti hann á 89 milljónir punda árið 2016 en samningur hans rennur út næsta sumar. Manchester United hefur þó möguleika á því að framlengja hann um eitt ár til 2022. Paul Pogba segist ekki hafa rætt við Manchester United um nýjan samning. „Enginn hefur sagt mér neitt. Ég hef ekki rætt við Ed Woodward. Við höfum ekki rætt nýjan samning,“ sagði Paul Pogba á blaðamannafundi hjá franska landsliðinu en breska ríkisútvarpið segir frá. "All football players would love to play for Real Madrid."Paul Pogba insisted that he's focusing on improving Man Utd but says it would be a "dream" to play for the Real Madrid. https://t.co/MKZYGv1KxU#bbcfootball pic.twitter.com/duXMU1AnEB— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2020 „Eins og staðan er núna þá er ég í Manchester og er að einbeita mér að því að komast í mitt besta form. Ég held samt að það komi sá tími að félagið muni koma til mín, tala við mig og kannski bjóða mér eitthvað,“ sagði Pogba. Paul Pogba hefur verið orðaður mikið við Real Madrid og leikmaðurinn var spurður út í þann möguleika. „Allir fótboltamenn myndu elska það að spila fyrir Real Madrid. Það er minn draumur og af hverju ekki einhvern daginn,“ sagði Pogba. „Ég er í Manchester og elska mitt félag. Ég er að spila í Manchester, hef gaman af því og ég vil gera til allt til þess að koma félaginu þangað sem það á skilið að vera. Ég mun gefa allt mitt í það eins og liðsfélagar mínir,“ sagði Paul Pogba. Paul Pogba og félagar í Manchester United eru aðeins með einn sigur í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og töpuðu 6-1 á móti Tottenham í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé. Pogba hefur byrjað alla þessa leiki. Hann fékk kórónuveiruna í ágúst en var búinn að ná sér þegar tímabilið hófst.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira