Brann setti heimsmet í að ná inn leikmanni á síðustu stundu: 23:59:59 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 11:01 Það munaði ekki litlu að Sander Svendsen kæmist ekki til norska félagsins Brann frá OB. Getty/Lars Ronbog Norska knattspyrnufélagið Brann tryggði sér nýjan leikmenn rétt fyrir lok félagsskiptagluggans á mánudagskvöldið en það munaði aðeins einni sekúndu að félagsskiptin næðu ekki í gegn. Brann var að ná í Norðmanninn Sander Svendsen heim frá Odense í Danmörku og undir lokin var mikið kapphlaup að ná félagsskiptunum í gegn fyrir lokun gluggans á miðnætti á mánudaginn. Brann sendi öll gögn sem félagið þurfti að senda til norska knattspyrnusambandsins klukkan 23:59:31 og þessi gögn fóru svo til FIFA klukkan 23:59:59 eða einni sekúndu áður en félagaskiptgalugginn lokaði. Ny verdensrekord? https://t.co/1P0l8ZPFqS— Sportsklubben Brann (@skbrann) October 8, 2020 Norska knattspyrnusambandið heldur að Brann hafi þarna sett nýtt heimsmet í að vera á síðustu stundu með að skila inn félagsskiptum. „Það var ekki möguleiki að komast nær lokafrestinum. Norska sambandið segir að við höfum sett heimsmet sem verði ekki bætt,“ sagði Rune Soltvedt, íþróttastjóri hjá Brann í samtali við norska ríkisútvarpið. Brann vissi skiljanlega ekki fyrst hvort þeir hefðu náð gögnunum inn í tíma. „Ég vissi að við hefðum náð þessu,“ sagði Soltvedt. Það kom samt ekki endanleg staðfesting frá FIFA fyrr en í gær. Blaðamaður NRK fékk líka staðfestingu á heimsmetinu hjá norska sambandinu. „Ef þessi félagsskipti hefðu verið kláruð sekúndu síðar þá hefðu félagsskiptin ekki gengið í gegn. Þetta er því met sem er aðeins hægt að jafna,“ sagði Kristian Skjennum hjá norska sambandinu Sander Svendsen hefur spilað með Molde, Hammarby og Odd á ferlinum og nú síðast hjá OB en hann getur spilað margar stöður á vellinum. Brann hefur verið að styrkja sig að undanförnu en íslenski miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson kom til liðsins í síðasta mánuði og þá hefur félagið einnig náð í fleiri leikmenn. Þeir seldu hins vegar markhæsta leikmann sinn, Gilbert Koomson, til tyrkneska félagsins Kasimpasa. Norski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Brann tryggði sér nýjan leikmenn rétt fyrir lok félagsskiptagluggans á mánudagskvöldið en það munaði aðeins einni sekúndu að félagsskiptin næðu ekki í gegn. Brann var að ná í Norðmanninn Sander Svendsen heim frá Odense í Danmörku og undir lokin var mikið kapphlaup að ná félagsskiptunum í gegn fyrir lokun gluggans á miðnætti á mánudaginn. Brann sendi öll gögn sem félagið þurfti að senda til norska knattspyrnusambandsins klukkan 23:59:31 og þessi gögn fóru svo til FIFA klukkan 23:59:59 eða einni sekúndu áður en félagaskiptgalugginn lokaði. Ny verdensrekord? https://t.co/1P0l8ZPFqS— Sportsklubben Brann (@skbrann) October 8, 2020 Norska knattspyrnusambandið heldur að Brann hafi þarna sett nýtt heimsmet í að vera á síðustu stundu með að skila inn félagsskiptum. „Það var ekki möguleiki að komast nær lokafrestinum. Norska sambandið segir að við höfum sett heimsmet sem verði ekki bætt,“ sagði Rune Soltvedt, íþróttastjóri hjá Brann í samtali við norska ríkisútvarpið. Brann vissi skiljanlega ekki fyrst hvort þeir hefðu náð gögnunum inn í tíma. „Ég vissi að við hefðum náð þessu,“ sagði Soltvedt. Það kom samt ekki endanleg staðfesting frá FIFA fyrr en í gær. Blaðamaður NRK fékk líka staðfestingu á heimsmetinu hjá norska sambandinu. „Ef þessi félagsskipti hefðu verið kláruð sekúndu síðar þá hefðu félagsskiptin ekki gengið í gegn. Þetta er því met sem er aðeins hægt að jafna,“ sagði Kristian Skjennum hjá norska sambandinu Sander Svendsen hefur spilað með Molde, Hammarby og Odd á ferlinum og nú síðast hjá OB en hann getur spilað margar stöður á vellinum. Brann hefur verið að styrkja sig að undanförnu en íslenski miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson kom til liðsins í síðasta mánuði og þá hefur félagið einnig náð í fleiri leikmenn. Þeir seldu hins vegar markhæsta leikmann sinn, Gilbert Koomson, til tyrkneska félagsins Kasimpasa.
Norski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn