Aðgerðir verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. október 2020 21:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að aðgerðir vegna kórónuveirunnar verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítala með Covid-19. 94 kórónuveirusmit greindust í gær og þar af voru 54 ekki í sóttkví. Átta smit greindust við landamæraskimun. Um 850 eru í einangrun, 4345 í sóttkví og fjölgar um 300 milli daga. Þrír eru á gjörgæsludeild Landspítala í öndunarvél. Einn útskrifaðist þaðan í gær. Síðustu daga hafa um sex sjúklingar lagst daglega inn á Landspítala og búist er við fjölgun á næstunni. „Það er alveg ljóst að með því að snúa öllu við er hægt að gera mjög margt og okkar geta er langt umfram þær spár sem við horfum nú á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Það þurfi hins vegar að tryggja nægt starfsfólk og því sé verið að leita til bakvarðasveitarinnar. Páll segir að færri hafi lagst inn á gjörgæslu en í fyrstu bylgju. „Það má velta því fyrir sér hvort það sé afleiðing af því að við erum að grípa fyrr inn í og höfum ákveðin lyf og meðferðir sem við höfðum ekki í fyrstu bylgju,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðirnar sem nú eru í gildi á landinu dugi ekki til að hægja á útbreiðslunni þurfi að grípa til harðari aðgerða. „Ef veiran fer meira á flug þá fáum við fleiri veika einstaklinga. Það er það sem ég held að allir vilji reyna að koma í veg fyrir. Auðvitað eru menn að reyna að gera það á eins mildan hátt [og hægt er], og við höfum verið að reyna að gæta meðalhófs í því. En á endanum, ef hlutir duga ekki, þá þurfum við að grípa til harðari aðgerða.“ Tuttugu manna samkomubann er í gildi á öllu landinu um þessar mundir. Í gær tóku svo í gildi hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölgunar nýsmitaðra undanfarna daga. Aðgerðirnar fela m.a. í sér tveggja metra fjarlægðarmörk, styttri opnunartíma veitingastaða og stöðvun á ýmissi starfsemi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að aðgerðir vegna kórónuveirunnar verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítala með Covid-19. 94 kórónuveirusmit greindust í gær og þar af voru 54 ekki í sóttkví. Átta smit greindust við landamæraskimun. Um 850 eru í einangrun, 4345 í sóttkví og fjölgar um 300 milli daga. Þrír eru á gjörgæsludeild Landspítala í öndunarvél. Einn útskrifaðist þaðan í gær. Síðustu daga hafa um sex sjúklingar lagst daglega inn á Landspítala og búist er við fjölgun á næstunni. „Það er alveg ljóst að með því að snúa öllu við er hægt að gera mjög margt og okkar geta er langt umfram þær spár sem við horfum nú á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Það þurfi hins vegar að tryggja nægt starfsfólk og því sé verið að leita til bakvarðasveitarinnar. Páll segir að færri hafi lagst inn á gjörgæslu en í fyrstu bylgju. „Það má velta því fyrir sér hvort það sé afleiðing af því að við erum að grípa fyrr inn í og höfum ákveðin lyf og meðferðir sem við höfðum ekki í fyrstu bylgju,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðirnar sem nú eru í gildi á landinu dugi ekki til að hægja á útbreiðslunni þurfi að grípa til harðari aðgerða. „Ef veiran fer meira á flug þá fáum við fleiri veika einstaklinga. Það er það sem ég held að allir vilji reyna að koma í veg fyrir. Auðvitað eru menn að reyna að gera það á eins mildan hátt [og hægt er], og við höfum verið að reyna að gæta meðalhófs í því. En á endanum, ef hlutir duga ekki, þá þurfum við að grípa til harðari aðgerða.“ Tuttugu manna samkomubann er í gildi á öllu landinu um þessar mundir. Í gær tóku svo í gildi hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölgunar nýsmitaðra undanfarna daga. Aðgerðirnar fela m.a. í sér tveggja metra fjarlægðarmörk, styttri opnunartíma veitingastaða og stöðvun á ýmissi starfsemi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38
Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36
Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33