Landsliðsþjálfari Argentínu ánægður með að Messi var áfram hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 10:01 Lionel Messi reimdi á sig skóna og hélt áfram að spila með Barcelona þrátt fyrir öll leiðindin í haust. Getty/Pedro Salado Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínumanna í knattspyrnu, segir það vera jákvæðar fréttir að Lionel Messi skildi vera áfram hjá Barcelona. Lionel Messi var orðinn mjög pirraður og ósáttur með rekstur Barcelona og vildi fá að fara frá félaginu í haust. Barcelona þvingaði fyrirliða sinn til að vera áfram og klára síðasta tímabilið í samningnum sínum. Barcelona gerði það með því að útiloka annað en að nýja liðið hans myndi þurfa að borga þær 700 milljónir evra sem kostaði að kaupa upp samninginn sem rennur út í júní 2021. „Ég ræddi við Leo þegar allt gengið yfir og ég sá að hann var rólegur,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, fyrir leik á móti Ekvador í undankeppni HM. Scaloni: Es positivo que Messi se haya quedado en el Barcelona https://t.co/eKN19CUvp8— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 8, 2020 „Síðan að Messi kom hingað þá höfum við náð að ræða hlutina. Hann er ánægður með að vera hér og það er allt í góðu núna í félaginu hans. Allt sem við vildum var að sjá málin leyst og að hann gæti farið að spila og komast í sitt besta form,“ sagði Scaloni. „Það var gott fyrir okkur að hann var áfram hjá Barcelona. Hann gat farið strax að spila því hann þekkir félagið. Í sambandi við hans ákvarðanir þá komum við ekki nálægt því. Við erum ekki að skipta okkur af því hjá okkar leikmönnum,“ sagði Scaloni. Argentínska landsliðið er að hefja undankeppnina fyrir HM 2022 sem verður væntanlega síðasta heimsmeistaramót Messi. Hann hefur spilað á fjórum heimsmeistaramótum og verður orðinn 35 ára gamall þegar HM fer fram í Katar 2022. ¿Cómo lo viste a la Pulga, Lionel? En la previa del duelo ante Ecuador, Scaloni habló sobre Messi y dijo esto. ¡Escuchalo acá! pic.twitter.com/erlyxRai2m— SportsCenter (@SC_ESPN) October 7, 2020 „Við viljum komast á HM fyrir okkar þjóð en það líka önnur ástæða. Við viljum tryggja það að Messi fái að spila þar. Við erum samt ekki að tala um það heldur tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Scaloni. Lionel Messi er farinn að spila aðeins aftar á vellinum hjá Barcelona en hann mun líklega spila framar hjá argentínska landsliðinu. „Leo verður alltaf framherji, hvort sem hann spilar í níunni eða í annarri stöðu. Mér finnst staða hans hjá Barcelona ekki hafa breyst mikið. Hann er enn að spila fremst á vellinum,“ sagði Lionel Scaloni. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sjá meira
Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínumanna í knattspyrnu, segir það vera jákvæðar fréttir að Lionel Messi skildi vera áfram hjá Barcelona. Lionel Messi var orðinn mjög pirraður og ósáttur með rekstur Barcelona og vildi fá að fara frá félaginu í haust. Barcelona þvingaði fyrirliða sinn til að vera áfram og klára síðasta tímabilið í samningnum sínum. Barcelona gerði það með því að útiloka annað en að nýja liðið hans myndi þurfa að borga þær 700 milljónir evra sem kostaði að kaupa upp samninginn sem rennur út í júní 2021. „Ég ræddi við Leo þegar allt gengið yfir og ég sá að hann var rólegur,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, fyrir leik á móti Ekvador í undankeppni HM. Scaloni: Es positivo que Messi se haya quedado en el Barcelona https://t.co/eKN19CUvp8— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 8, 2020 „Síðan að Messi kom hingað þá höfum við náð að ræða hlutina. Hann er ánægður með að vera hér og það er allt í góðu núna í félaginu hans. Allt sem við vildum var að sjá málin leyst og að hann gæti farið að spila og komast í sitt besta form,“ sagði Scaloni. „Það var gott fyrir okkur að hann var áfram hjá Barcelona. Hann gat farið strax að spila því hann þekkir félagið. Í sambandi við hans ákvarðanir þá komum við ekki nálægt því. Við erum ekki að skipta okkur af því hjá okkar leikmönnum,“ sagði Scaloni. Argentínska landsliðið er að hefja undankeppnina fyrir HM 2022 sem verður væntanlega síðasta heimsmeistaramót Messi. Hann hefur spilað á fjórum heimsmeistaramótum og verður orðinn 35 ára gamall þegar HM fer fram í Katar 2022. ¿Cómo lo viste a la Pulga, Lionel? En la previa del duelo ante Ecuador, Scaloni habló sobre Messi y dijo esto. ¡Escuchalo acá! pic.twitter.com/erlyxRai2m— SportsCenter (@SC_ESPN) October 7, 2020 „Við viljum komast á HM fyrir okkar þjóð en það líka önnur ástæða. Við viljum tryggja það að Messi fái að spila þar. Við erum samt ekki að tala um það heldur tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Scaloni. Lionel Messi er farinn að spila aðeins aftar á vellinum hjá Barcelona en hann mun líklega spila framar hjá argentínska landsliðinu. „Leo verður alltaf framherji, hvort sem hann spilar í níunni eða í annarri stöðu. Mér finnst staða hans hjá Barcelona ekki hafa breyst mikið. Hann er enn að spila fremst á vellinum,“ sagði Lionel Scaloni.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sjá meira