Nýi leikmaður Manchester United sagður þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 10:30 Edinson Cavani með verðlaun sem hann fékk fyrir að skora sitt tvöhundruðasta mark fyrir Paris Saint-Germain liðið. Getty/Aurelien Meunier Það er eitthvað í það að Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani spili sinn fyrsta leik með liði Manchester United. Edinson Cavani samdi við Manchester United rétt fyrir lok leikmannagluggans en hann kemur til enska úrvalsdeildarliðsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Paris Saint-Germain var runninn út. Edinson Cavani hefur verið berskjaldaður fyrir kórónuveirunni þar sem hann hefur ekki verið innan sóttvarnarbubblu íþróttaliðs síðan hann yfirgaf herbúðir Paris Saint-Germain í júní. Manchester United may be waiting for Edinson Cavani for a little longer...His debut is likely to be delayed by Covid-19 regulations.More: https://t.co/eAtYt3Cyxd pic.twitter.com/jQ7pJiVza6— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Þetta þýðir að þegar Edinson Cavani lendir í Manchester á sunnudaginn þá bíður hans væntanlega fjórtán daga sóttkví. Manchester United mun þó leita eftir nánari útskýringa um hvernig þessu verður háttað en þeir gætu bent á íslensku leiðina og sent hann í tvö kórónuveirupróf með fimm daga millibili. Manchester United spilar sinn fyrsta leik eftir landsleikjahlé á móti Newcastle 17. október næstkomandi. United hefði þegið það að geta notað Edinson Cavani í þeim leik þar sem Anthony Martial tekur út leikbann í þessum leik á St James' Park. Edinson Cavani má auðvitað ekki æfa með nýju liðsfélögunum sínum á meðan hann klárar sóttkví og missir væntanlega líka af Meistaradeildarleik á móti sínu gamla félagi Paris Saint-Germain sem verður spilaður 20. október. Edinson Cavani has become Man United's new No. 7.They've had some pretty special ones in the past pic.twitter.com/iWCGwREfBT— ESPN UK (@ESPNUK) October 6, 2020 Cavani verður ekki fyrsti fótboltamaðurinn til að fara í svona sóttkví. Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane þurfti að fara í fjórtán daga sóttkví í ágúst eftir að hafa komið heim úr fríi frá Barbados. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Edinson Cavani spjarar sig hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli framherji skoraði 200 mörk í 301 leik í öllum keppnum með Paris Saint-Germain frá 2013 til 2020 og þar áður 104 mörk í 138 leikjum á þremur árum með Napoli. Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Það er eitthvað í það að Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani spili sinn fyrsta leik með liði Manchester United. Edinson Cavani samdi við Manchester United rétt fyrir lok leikmannagluggans en hann kemur til enska úrvalsdeildarliðsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Paris Saint-Germain var runninn út. Edinson Cavani hefur verið berskjaldaður fyrir kórónuveirunni þar sem hann hefur ekki verið innan sóttvarnarbubblu íþróttaliðs síðan hann yfirgaf herbúðir Paris Saint-Germain í júní. Manchester United may be waiting for Edinson Cavani for a little longer...His debut is likely to be delayed by Covid-19 regulations.More: https://t.co/eAtYt3Cyxd pic.twitter.com/jQ7pJiVza6— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Þetta þýðir að þegar Edinson Cavani lendir í Manchester á sunnudaginn þá bíður hans væntanlega fjórtán daga sóttkví. Manchester United mun þó leita eftir nánari útskýringa um hvernig þessu verður háttað en þeir gætu bent á íslensku leiðina og sent hann í tvö kórónuveirupróf með fimm daga millibili. Manchester United spilar sinn fyrsta leik eftir landsleikjahlé á móti Newcastle 17. október næstkomandi. United hefði þegið það að geta notað Edinson Cavani í þeim leik þar sem Anthony Martial tekur út leikbann í þessum leik á St James' Park. Edinson Cavani má auðvitað ekki æfa með nýju liðsfélögunum sínum á meðan hann klárar sóttkví og missir væntanlega líka af Meistaradeildarleik á móti sínu gamla félagi Paris Saint-Germain sem verður spilaður 20. október. Edinson Cavani has become Man United's new No. 7.They've had some pretty special ones in the past pic.twitter.com/iWCGwREfBT— ESPN UK (@ESPNUK) October 6, 2020 Cavani verður ekki fyrsti fótboltamaðurinn til að fara í svona sóttkví. Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane þurfti að fara í fjórtán daga sóttkví í ágúst eftir að hafa komið heim úr fríi frá Barbados. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Edinson Cavani spjarar sig hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli framherji skoraði 200 mörk í 301 leik í öllum keppnum með Paris Saint-Germain frá 2013 til 2020 og þar áður 104 mörk í 138 leikjum á þremur árum með Napoli.
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira