„Fólki er misboðið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. október 2020 20:17 Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna hjá Álverinu í Straumsvík Vísir/Sigurjón Ríflega átta af hverjum tíu starfsmönnum álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum. Trúnaðarmaður segir að starfsfólki sé misboðið. Félagsmenn í fimm stéttarfélögum hjá álverinu í Straumsvík samþykktu verkfallsboðun en félagsmenn VR felldu það naumlega. „Fólk er orðið svo langþreytt og þetta er í raun merkilegt í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu að svona margir skuli greiða þessu atkvæði með þessum hætti. Það hefur líka verið alveg gegndarlaus áróður hjá fyrirtækinu og rangar upplýsingar inná Workplace um gang samninga og annað. Starfsfólki er misboðið með hvernig er búið að koma fram við það og hvernig því er beitt í refsskák um raforkuverð við ríkið og Landsvirkjun,“ segir Reinhold. Í tilkynningu frá Isal í dag vegna málsins kemur fram að fyrirtækið hafi þegar boðið stéttarfélögum hækkun upp á 24.000 krónur á regluleg laun í samræmi við Lífskjarasamninginn sem þau hafi hafnað. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun séu mikil vonbrigði. Reinhold segir að áður en til verkfalls komi verði reynt að semja. „Næstu skerf hljóta að vera að setjast að samningaborðinu og semja. Það er okkar markmið,“ segir Reinhold. Hann segir að kjaradeilan snúist um að starfsfólk fái sömu greiðslur og komi fram í lífskjarasamningnum eða 73 þúsund krónur. Ef ekki takist að semja fari fyrstu verkfallsaðgerðir í gang þann 16. október þegar einstaka starfstéttir leggja niður störf og svo daglega út nóvember. Ef ekki takist að semja fyrir þann tíma verði boðað til allsherjarverkfalls í álverinu í Straumsvík þann 1. desember. Stóriðja Kjaramál Vinnumarkaður Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Ríflega átta af hverjum tíu starfsmönnum álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum. Trúnaðarmaður segir að starfsfólki sé misboðið. Félagsmenn í fimm stéttarfélögum hjá álverinu í Straumsvík samþykktu verkfallsboðun en félagsmenn VR felldu það naumlega. „Fólk er orðið svo langþreytt og þetta er í raun merkilegt í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu að svona margir skuli greiða þessu atkvæði með þessum hætti. Það hefur líka verið alveg gegndarlaus áróður hjá fyrirtækinu og rangar upplýsingar inná Workplace um gang samninga og annað. Starfsfólki er misboðið með hvernig er búið að koma fram við það og hvernig því er beitt í refsskák um raforkuverð við ríkið og Landsvirkjun,“ segir Reinhold. Í tilkynningu frá Isal í dag vegna málsins kemur fram að fyrirtækið hafi þegar boðið stéttarfélögum hækkun upp á 24.000 krónur á regluleg laun í samræmi við Lífskjarasamninginn sem þau hafi hafnað. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun séu mikil vonbrigði. Reinhold segir að áður en til verkfalls komi verði reynt að semja. „Næstu skerf hljóta að vera að setjast að samningaborðinu og semja. Það er okkar markmið,“ segir Reinhold. Hann segir að kjaradeilan snúist um að starfsfólk fái sömu greiðslur og komi fram í lífskjarasamningnum eða 73 þúsund krónur. Ef ekki takist að semja fari fyrstu verkfallsaðgerðir í gang þann 16. október þegar einstaka starfstéttir leggja niður störf og svo daglega út nóvember. Ef ekki takist að semja fyrir þann tíma verði boðað til allsherjarverkfalls í álverinu í Straumsvík þann 1. desember.
Stóriðja Kjaramál Vinnumarkaður Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58
Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42