Hefði í raun kostað Manchester United rúma fjörutíu milljarða að fá Sancho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 08:02 Manchester United hætti við að reyna að kaupa Jadon Sancho alveg eins og félagið hætti við að reyna að kaupa Erling Braut Håland í janúarglugganum. Manchester United hefði mögulega verið annars með þessa tvo í fremstu víglínu. Getty/Alex Gottschalk Manchester United var búið að reikna heildarkostnaðinn við það að kaupa Jadon Sancho og hann var miklu meiri en þær 120 milljónir evra sem Borussia Dortmund vildi fá fyrir leikmanninn. Margir hafa klórað sér í hausnum yfir því af hverju Manchester United var ekki tilbúið að borga þá upphæð fyrir Jadon Sancho sem þýska félagið Borussia Dortmund vildi fá. Jadon Sancho er ungur landsliðsmaður sem hefur mikla hæfileika og tíma til að gera mikið fyrir félagið í framtíðinni. Á endanum snerist þetta um mikinn kostnað í erfiðu efnahagsumhverfi. Manchester United reportedly backed out of signing Jadon Sancho after calculating that it would cost £227m.That's what the papers are saying.The latest gossip: https://t.co/jnqmCJbbXI#bbcfootball pic.twitter.com/HVcat5ZgK0— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Málið er nefnilega ekki alveg svo einfalt eins og kemur vel fram í grein hjá Guardian um ástæður þess að Manchester United gaf það upp á bátinn að kaupa Jadon Sancho. Guardian slær því upp að það hefði kostað Manchester United 250 milljónir evra í heildina að kaupa Sancho. Það gera rúma 40,8 milljarða í íslenskum krónum Þessi upphæð kemur til vegna kostnaðarins sem leggst við kaupverðið en þar erum við að tala um launakröfur leikmannsins sem og það sem þurfti að borga umboðsmanni hans sem heitir Emeka Obasi. „Félagið ákvað að þetta væri ekki framkvæmanlegt í núverandi efnahagsástandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir í frétt Jamie Jackson í Guardian. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Manchester United bakkar út úr kaupum á framtíðarstjörnu en í ársbyrjun hætti félagið einnig við að kaupa Norðmanninn Erling Braut Håland og ekki síst vegna þeirrar háu upphæðar sem umboðsmaðurinn Mino Raiola vildi fá. Manchester United býst ekki við að fá áhorfendur á heimleiki liðsins fyrr en í mars en það er talið að félagið tapi um fimm milljónum punda á hverjum áhorfendalausum leik. Það er búist við því að Manchester United tilkynni um mikinn taprekstur á næstu dögum vegna síðasta ársfjórðungs. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Manchester United var búið að reikna heildarkostnaðinn við það að kaupa Jadon Sancho og hann var miklu meiri en þær 120 milljónir evra sem Borussia Dortmund vildi fá fyrir leikmanninn. Margir hafa klórað sér í hausnum yfir því af hverju Manchester United var ekki tilbúið að borga þá upphæð fyrir Jadon Sancho sem þýska félagið Borussia Dortmund vildi fá. Jadon Sancho er ungur landsliðsmaður sem hefur mikla hæfileika og tíma til að gera mikið fyrir félagið í framtíðinni. Á endanum snerist þetta um mikinn kostnað í erfiðu efnahagsumhverfi. Manchester United reportedly backed out of signing Jadon Sancho after calculating that it would cost £227m.That's what the papers are saying.The latest gossip: https://t.co/jnqmCJbbXI#bbcfootball pic.twitter.com/HVcat5ZgK0— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Málið er nefnilega ekki alveg svo einfalt eins og kemur vel fram í grein hjá Guardian um ástæður þess að Manchester United gaf það upp á bátinn að kaupa Jadon Sancho. Guardian slær því upp að það hefði kostað Manchester United 250 milljónir evra í heildina að kaupa Sancho. Það gera rúma 40,8 milljarða í íslenskum krónum Þessi upphæð kemur til vegna kostnaðarins sem leggst við kaupverðið en þar erum við að tala um launakröfur leikmannsins sem og það sem þurfti að borga umboðsmanni hans sem heitir Emeka Obasi. „Félagið ákvað að þetta væri ekki framkvæmanlegt í núverandi efnahagsástandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir í frétt Jamie Jackson í Guardian. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Manchester United bakkar út úr kaupum á framtíðarstjörnu en í ársbyrjun hætti félagið einnig við að kaupa Norðmanninn Erling Braut Håland og ekki síst vegna þeirrar háu upphæðar sem umboðsmaðurinn Mino Raiola vildi fá. Manchester United býst ekki við að fá áhorfendur á heimleiki liðsins fyrr en í mars en það er talið að félagið tapi um fimm milljónum punda á hverjum áhorfendalausum leik. Það er búist við því að Manchester United tilkynni um mikinn taprekstur á næstu dögum vegna síðasta ársfjórðungs.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira