Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 23:25 Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga og rekur einnig GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun. Flestir sýni þó hertum kórónuveiruaðgerðum skilning þar sem heilsa fólks þurfi að vera í forgangi. Lokunin nú beri talsvert bráðar að en í vor. Hertar kórónuveiruaðgerðir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum, nuddstofum, húðflúrsstofum og annarri sambærilegri starfsemi á svæðinu verður gert að loka frá og með deginum á morgun. Þeir sem eiga bókaðan tíma í handsnyrtingu eða klippingu í fyrramálið þurfa því að sitja heima. Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, auk þess sem hún rekur GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Agnes segir í samtali við Vísi að það sé auðvitað erfitt að þurfa að grípa til lokana á nýjan leik en heilsa fólks verði að vera í forgangi. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum og sambærilegri starfsemi var gert að skella í lás í fyrstu bylgju faraldursins. Lokað var í sex vikur; frá 24. mars til 4. maí. Agnes segir að það hafi ekkert endilega verið viðbúið nú að snyrtistofur þyrftu að loka. Fyrirvarinn frá yfirvöldum sé talsvert skemmri nú en áður. „Nei, í raun og veru ekki. Það er kannski bara á þessum fundi í dag klukkan þrjú að Þórólfur [Guðnason sóttvarnalæknir] hafi aðeins gefið í skyn að það yrðu lokanir. Hann nefndi „einyrkja“ á fundinum þannig að það hefðu margir aðrir getað tekið þetta til sín líka,“ segir Agnes. „Þetta er óvæntara en þarna í vor. Hertu aðgerðirnar sem tóku gildi í dag til dæmis, það vissu allir af þeim strax um helgina. En núna þarf að skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara.“ Agnes kveðst þó hafa mikla samúð með sóttvarnalækni og þeim sem taka þurfi ákvarðanir um veiruaðgerðir. Þá telur hún að flestir sýni lokununum nú mikinn skilning. „En svona hlutir eru auðvitað erfiðir litlum fyrirtækjum og lokanir geta haft mjög langvinn áhrif. Margir eru eflaust enn að vinna upp tapið eftir síðustu lokun, það er ýmislegt sem hefur safnast upp. Svo tekur ákveðinn tíma að vinda ofan af þessu og margir eru jafnvel að gera það enn núna þegar er aftur klippt á tekjuflæðið. En þetta er náttúrulega eins og hjá öllum öðrum, við erum öll í sama bátnum með þetta,“ segir Agnes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54 Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Sjá meira
Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun. Flestir sýni þó hertum kórónuveiruaðgerðum skilning þar sem heilsa fólks þurfi að vera í forgangi. Lokunin nú beri talsvert bráðar að en í vor. Hertar kórónuveiruaðgerðir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum, nuddstofum, húðflúrsstofum og annarri sambærilegri starfsemi á svæðinu verður gert að loka frá og með deginum á morgun. Þeir sem eiga bókaðan tíma í handsnyrtingu eða klippingu í fyrramálið þurfa því að sitja heima. Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, auk þess sem hún rekur GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Agnes segir í samtali við Vísi að það sé auðvitað erfitt að þurfa að grípa til lokana á nýjan leik en heilsa fólks verði að vera í forgangi. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum og sambærilegri starfsemi var gert að skella í lás í fyrstu bylgju faraldursins. Lokað var í sex vikur; frá 24. mars til 4. maí. Agnes segir að það hafi ekkert endilega verið viðbúið nú að snyrtistofur þyrftu að loka. Fyrirvarinn frá yfirvöldum sé talsvert skemmri nú en áður. „Nei, í raun og veru ekki. Það er kannski bara á þessum fundi í dag klukkan þrjú að Þórólfur [Guðnason sóttvarnalæknir] hafi aðeins gefið í skyn að það yrðu lokanir. Hann nefndi „einyrkja“ á fundinum þannig að það hefðu margir aðrir getað tekið þetta til sín líka,“ segir Agnes. „Þetta er óvæntara en þarna í vor. Hertu aðgerðirnar sem tóku gildi í dag til dæmis, það vissu allir af þeim strax um helgina. En núna þarf að skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara.“ Agnes kveðst þó hafa mikla samúð með sóttvarnalækni og þeim sem taka þurfi ákvarðanir um veiruaðgerðir. Þá telur hún að flestir sýni lokununum nú mikinn skilning. „En svona hlutir eru auðvitað erfiðir litlum fyrirtækjum og lokanir geta haft mjög langvinn áhrif. Margir eru eflaust enn að vinna upp tapið eftir síðustu lokun, það er ýmislegt sem hefur safnast upp. Svo tekur ákveðinn tíma að vinda ofan af þessu og margir eru jafnvel að gera það enn núna þegar er aftur klippt á tekjuflæðið. En þetta er náttúrulega eins og hjá öllum öðrum, við erum öll í sama bátnum með þetta,“ segir Agnes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54 Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Sjá meira
Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02