Þór kenndi XY lexíu Bjarni Bjarnason skrifar 6. október 2020 21:04 Ellefta umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Kvöldið var opnað með viðureign Þórs og XY. Lið Þórs var á heimavelli og völdu þeir kortið Dust2. Gerði þétt spilamennska Þórs herslumuninn í spennandi leik sem fór 16 -10 fyrir Þór. Það kom fljótt í ljós að leikmenn Þórs voru kunnugir heimavellinum. Með kröftugum sóknarleik stýrðu þeir leiknum frá fyrstu lotu og settu takt sem XY hélt engan vegin í við. Leikmaður Þórs ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) sá um að skapa tækifærin sem að lið Þórs fylgdi vel eftir. Varnarleikur XY gekk illa framan af en þó tókst þeim að tjasla vörninn saman er leið á leikinn. Þrátt fyrir það gáfu liðsmenn Þórs ekkert eftir og var barist um hverja einustu lotu. Síðasta lotan virtist ætla að falla með Þór þegar TripleG (Gísli Geir Gíslason) þvingaði vörnina saman með fjórum fellum. Staðan í hálfleik Þór 11 - 4 XY XY hófu seinni hálfleik á sannfærandi máta, en liðsmenn Þórs voru fljótir að spyrna við. Í fjórðu lotu kom ReaN (Andri Þór Bjarnasson) XY í vandræði þegar hann felldi 3 leikmenn og lokaði á sókn XY á sprengjusvæði B. Nýliði XY DOM (Daníel Örn Melstað) var þá einn eftir á móti þremur leikmönnum Þórs. En hann steig sannarlega upp, vafði Þórsurunum um fingur sér, felldi þá alla 3 og vann lotuna. Liðsmenn Þórs héldu þó ótrauðir áfram og náðu aftur tökum á leiknum þegar vörn þeirra þéttist. Þeir spiluðu vel sem lið þar sem hver og einn leikmaður bar þungann þegar að þörf var á. Gott dæmi um það var þegar lið XY sótti á snky (Eiður Eiðsson) en hann gerði sér lítið fyrir og felldi lið XY í heild sinni. Eftir það var forskot Þórs of stórt og XY átti ekki afturkvæmt. Lokastaðan Þór 16 - 10 XY Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti
Ellefta umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Kvöldið var opnað með viðureign Þórs og XY. Lið Þórs var á heimavelli og völdu þeir kortið Dust2. Gerði þétt spilamennska Þórs herslumuninn í spennandi leik sem fór 16 -10 fyrir Þór. Það kom fljótt í ljós að leikmenn Þórs voru kunnugir heimavellinum. Með kröftugum sóknarleik stýrðu þeir leiknum frá fyrstu lotu og settu takt sem XY hélt engan vegin í við. Leikmaður Þórs ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) sá um að skapa tækifærin sem að lið Þórs fylgdi vel eftir. Varnarleikur XY gekk illa framan af en þó tókst þeim að tjasla vörninn saman er leið á leikinn. Þrátt fyrir það gáfu liðsmenn Þórs ekkert eftir og var barist um hverja einustu lotu. Síðasta lotan virtist ætla að falla með Þór þegar TripleG (Gísli Geir Gíslason) þvingaði vörnina saman með fjórum fellum. Staðan í hálfleik Þór 11 - 4 XY XY hófu seinni hálfleik á sannfærandi máta, en liðsmenn Þórs voru fljótir að spyrna við. Í fjórðu lotu kom ReaN (Andri Þór Bjarnasson) XY í vandræði þegar hann felldi 3 leikmenn og lokaði á sókn XY á sprengjusvæði B. Nýliði XY DOM (Daníel Örn Melstað) var þá einn eftir á móti þremur leikmönnum Þórs. En hann steig sannarlega upp, vafði Þórsurunum um fingur sér, felldi þá alla 3 og vann lotuna. Liðsmenn Þórs héldu þó ótrauðir áfram og náðu aftur tökum á leiknum þegar vörn þeirra þéttist. Þeir spiluðu vel sem lið þar sem hver og einn leikmaður bar þungann þegar að þörf var á. Gott dæmi um það var þegar lið XY sótti á snky (Eiður Eiðsson) en hann gerði sér lítið fyrir og felldi lið XY í heild sinni. Eftir það var forskot Þórs of stórt og XY átti ekki afturkvæmt. Lokastaðan Þór 16 - 10 XY
Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti