Umferð um Hringveg dróst saman um 16,3% Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. október 2020 00:01 Mikill samdráttur varð í umferð á milli september mánaða ársins í ár og í fyrra. Vísir/Vilhelm Umferðin á Hringveginum dróst saman um 16,3% í september miðað við september í fyrra. Það er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst. Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar dróst umferð saman um 75% á Hringveginum við Lón. Kórónaveirufaraldurinn er ástæða þessa samdráttar og fækkun ferðamanna vegna faraldursins hefur bein áhrif á umferð um Hringveginn sem og höfuðborgarsvæðið. Hlutfallslegur mismunur lykilteljara á Hringvegi á milli áranna 2019 og 2020. Tölurnar miða við talningu á 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi. Þessi samdráttur, 16,3% er langmesti samdrátturinn sem mælst hefur í sama mánuði á milli ára. Áður hafði mælst 2,6% samdráttur árin 2007 og 2008. Nú er því að mælast næstum sjöfalt meiri samdráttur en áður. Landsvæði Samdráttur varð á öllum landsvæðum í september. Mestur samdráttur varð á Austurlandi eða tæp 49%. Af einstaka mælisniðum, er það helst að frétta að 75% samdráttur varð um Hringveg í Lóni en minnstur varð samdráttur rétt rúmlega 1% við Úlfarsfell. Meðalumferð eftir vikudögum það sem af er ári 2020 um 16 lykilteljara á Hringvegi. Vikudagar Umferð dróst saman alla vikudaga í september, mestur samdráttur varð á sunnudögum, um 17% en minnstur á þriðjudögum eða um 11,5%. Árið 2020 Samdráttur það sem af er ári er um 12,5% miðað við sama tíma í fyrra. Mest hefur umferð dregist saman á Austurlandi frá áramótum eða um 28,5% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða um 5,6%. Það stefnir í met samdrátt á milli ára um 11 til 12% á Hringvegi. Mestur samdráttur á einu ári hefur mælst 5,3% á Hringvegi, það var árin 2010 og 2011. Nú stefnir því í rúmlega tvöfalt meiri samdrátt. Umferð Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent
Umferðin á Hringveginum dróst saman um 16,3% í september miðað við september í fyrra. Það er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst. Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar dróst umferð saman um 75% á Hringveginum við Lón. Kórónaveirufaraldurinn er ástæða þessa samdráttar og fækkun ferðamanna vegna faraldursins hefur bein áhrif á umferð um Hringveginn sem og höfuðborgarsvæðið. Hlutfallslegur mismunur lykilteljara á Hringvegi á milli áranna 2019 og 2020. Tölurnar miða við talningu á 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi. Þessi samdráttur, 16,3% er langmesti samdrátturinn sem mælst hefur í sama mánuði á milli ára. Áður hafði mælst 2,6% samdráttur árin 2007 og 2008. Nú er því að mælast næstum sjöfalt meiri samdráttur en áður. Landsvæði Samdráttur varð á öllum landsvæðum í september. Mestur samdráttur varð á Austurlandi eða tæp 49%. Af einstaka mælisniðum, er það helst að frétta að 75% samdráttur varð um Hringveg í Lóni en minnstur varð samdráttur rétt rúmlega 1% við Úlfarsfell. Meðalumferð eftir vikudögum það sem af er ári 2020 um 16 lykilteljara á Hringvegi. Vikudagar Umferð dróst saman alla vikudaga í september, mestur samdráttur varð á sunnudögum, um 17% en minnstur á þriðjudögum eða um 11,5%. Árið 2020 Samdráttur það sem af er ári er um 12,5% miðað við sama tíma í fyrra. Mest hefur umferð dregist saman á Austurlandi frá áramótum eða um 28,5% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða um 5,6%. Það stefnir í met samdrátt á milli ára um 11 til 12% á Hringvegi. Mestur samdráttur á einu ári hefur mælst 5,3% á Hringvegi, það var árin 2010 og 2011. Nú stefnir því í rúmlega tvöfalt meiri samdrátt.
Umferð Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent