61 smit á jaðri spálíkansins Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 23:30 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 „Þetta er sveiflukennt en þetta minnir mig á fyrstu bylgjuna; það komu dagar það sem þetta rauk upp í 86 smit einn daginn, svo datt það aftur niður í sjötíu og svo fór það upp í hundrað. Þetta voru nokkrir dagar sem komu eins og högg inn í kerfið.“ Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur um þróun faraldursins síðustu daga. 61 greindist með veiruna í dag og voru 39 þeirra ekki í sóttkví. Að sögn Thors er um háa tölu að ræða en hún sé þó ekki alveg út úr korti. Fjöldinn sé á jaðri þess sem spálíkanið gerði ráð fyrir. „Þessi tala, 61, hún er alveg í jaðrinum á því sem telst líklegt ef þú berð það saman við myndina. Það er ekki alveg komið eitthvað út úr spánni eins og þegar maður tók eftir því að þriðja bylgjan var byrjuð, þá stakk talan alveg af,“ segir Thor í samtali við Vísi. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir því að núverandi bylgja muni standa út október. Búast megi við því að yfir eitt þúsund sýkist og allt að sex gætu látist miðað við afleiðinga sjúkdómsins í vetur. Síðasta spálíkan var gefið út á þriðjudag en Thor telur líklegt að það verði uppfært í komandi viku. Það sé nóg að gefa út nýja spá á vikufresti, en nú þurfi til að mynda að taka mið af hertum aðgerðum innanlands. Aðgerðirnar taka gildi á mánudaginn næstkomandi og mega þá aðeins tuttugu koma saman. Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Thor segir slíkar aðgerðir líklegar til þess að ná betri tökum á faraldrinum. „Tuttugu manna takmarkið í fyrstu bylgjunni hafði mikil áhrif. Maður sá það á smitstuðlinum. Ég á líka von á því núna.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41 „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
„Þetta er sveiflukennt en þetta minnir mig á fyrstu bylgjuna; það komu dagar það sem þetta rauk upp í 86 smit einn daginn, svo datt það aftur niður í sjötíu og svo fór það upp í hundrað. Þetta voru nokkrir dagar sem komu eins og högg inn í kerfið.“ Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur um þróun faraldursins síðustu daga. 61 greindist með veiruna í dag og voru 39 þeirra ekki í sóttkví. Að sögn Thors er um háa tölu að ræða en hún sé þó ekki alveg út úr korti. Fjöldinn sé á jaðri þess sem spálíkanið gerði ráð fyrir. „Þessi tala, 61, hún er alveg í jaðrinum á því sem telst líklegt ef þú berð það saman við myndina. Það er ekki alveg komið eitthvað út úr spánni eins og þegar maður tók eftir því að þriðja bylgjan var byrjuð, þá stakk talan alveg af,“ segir Thor í samtali við Vísi. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir því að núverandi bylgja muni standa út október. Búast megi við því að yfir eitt þúsund sýkist og allt að sex gætu látist miðað við afleiðinga sjúkdómsins í vetur. Síðasta spálíkan var gefið út á þriðjudag en Thor telur líklegt að það verði uppfært í komandi viku. Það sé nóg að gefa út nýja spá á vikufresti, en nú þurfi til að mynda að taka mið af hertum aðgerðum innanlands. Aðgerðirnar taka gildi á mánudaginn næstkomandi og mega þá aðeins tuttugu koma saman. Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Thor segir slíkar aðgerðir líklegar til þess að ná betri tökum á faraldrinum. „Tuttugu manna takmarkið í fyrstu bylgjunni hafði mikil áhrif. Maður sá það á smitstuðlinum. Ég á líka von á því núna.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41 „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41
„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24