61 smit á jaðri spálíkansins Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 23:30 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 „Þetta er sveiflukennt en þetta minnir mig á fyrstu bylgjuna; það komu dagar það sem þetta rauk upp í 86 smit einn daginn, svo datt það aftur niður í sjötíu og svo fór það upp í hundrað. Þetta voru nokkrir dagar sem komu eins og högg inn í kerfið.“ Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur um þróun faraldursins síðustu daga. 61 greindist með veiruna í dag og voru 39 þeirra ekki í sóttkví. Að sögn Thors er um háa tölu að ræða en hún sé þó ekki alveg út úr korti. Fjöldinn sé á jaðri þess sem spálíkanið gerði ráð fyrir. „Þessi tala, 61, hún er alveg í jaðrinum á því sem telst líklegt ef þú berð það saman við myndina. Það er ekki alveg komið eitthvað út úr spánni eins og þegar maður tók eftir því að þriðja bylgjan var byrjuð, þá stakk talan alveg af,“ segir Thor í samtali við Vísi. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir því að núverandi bylgja muni standa út október. Búast megi við því að yfir eitt þúsund sýkist og allt að sex gætu látist miðað við afleiðinga sjúkdómsins í vetur. Síðasta spálíkan var gefið út á þriðjudag en Thor telur líklegt að það verði uppfært í komandi viku. Það sé nóg að gefa út nýja spá á vikufresti, en nú þurfi til að mynda að taka mið af hertum aðgerðum innanlands. Aðgerðirnar taka gildi á mánudaginn næstkomandi og mega þá aðeins tuttugu koma saman. Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Thor segir slíkar aðgerðir líklegar til þess að ná betri tökum á faraldrinum. „Tuttugu manna takmarkið í fyrstu bylgjunni hafði mikil áhrif. Maður sá það á smitstuðlinum. Ég á líka von á því núna.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41 „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
„Þetta er sveiflukennt en þetta minnir mig á fyrstu bylgjuna; það komu dagar það sem þetta rauk upp í 86 smit einn daginn, svo datt það aftur niður í sjötíu og svo fór það upp í hundrað. Þetta voru nokkrir dagar sem komu eins og högg inn í kerfið.“ Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur um þróun faraldursins síðustu daga. 61 greindist með veiruna í dag og voru 39 þeirra ekki í sóttkví. Að sögn Thors er um háa tölu að ræða en hún sé þó ekki alveg út úr korti. Fjöldinn sé á jaðri þess sem spálíkanið gerði ráð fyrir. „Þessi tala, 61, hún er alveg í jaðrinum á því sem telst líklegt ef þú berð það saman við myndina. Það er ekki alveg komið eitthvað út úr spánni eins og þegar maður tók eftir því að þriðja bylgjan var byrjuð, þá stakk talan alveg af,“ segir Thor í samtali við Vísi. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir því að núverandi bylgja muni standa út október. Búast megi við því að yfir eitt þúsund sýkist og allt að sex gætu látist miðað við afleiðinga sjúkdómsins í vetur. Síðasta spálíkan var gefið út á þriðjudag en Thor telur líklegt að það verði uppfært í komandi viku. Það sé nóg að gefa út nýja spá á vikufresti, en nú þurfi til að mynda að taka mið af hertum aðgerðum innanlands. Aðgerðirnar taka gildi á mánudaginn næstkomandi og mega þá aðeins tuttugu koma saman. Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Thor segir slíkar aðgerðir líklegar til þess að ná betri tökum á faraldrinum. „Tuttugu manna takmarkið í fyrstu bylgjunni hafði mikil áhrif. Maður sá það á smitstuðlinum. Ég á líka von á því núna.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41 „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41
„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24