Viku frá tillögum sóttvarnalæknis varðandi skóla og útfarir Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2020 17:51 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um hertari samfélagslegar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu Covid-19. Líkt og áður hefur komið fram miðast fjöldamörk samkomubanns við 20 manns en vikið er frá tillögum sóttvarnalæknis að því leyti að í framhalds- og háskólum verður miðað við 25 manna fjöldatakmörk í stað 20 manna og 50 manna fjöldatakmörk í útförum. Þá verður ekki gert ráð fyrir áhorfendum á íþróttaleikjum. Aðgerðirnar taka gildi mánudaginn 5. október og verður auglýsing heilbrigðisráðherra birt á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stærstu einstöku breytingarnar verða, líkt og áður segir, 20 manna fjöldatakmörkun með ákveðnum undantekningum. Þar má nefna 50 manna hámark í útförum og 100 manna hámark í tilteknum verslunum. 50% af hámarksfjölda í sundlaugum Krám, skemmtistöðum, spilasölum og líkamsræktarstöðvum verður lokað. Sundlaugar verða áfram opnar en með þrengri fjöldatakmörkunum, eða 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Ekki verða breytingar á starfsemi leik- og grunnskóla. Í framhalds- og háskólum munu gilda 25 manna fjöldatakmarkanir og er þar miðað við algenga bekkjarstærð. Áfram verður eins metra reglan í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð. Gerð verður sérstök grein fyrir reglum í íþrótta- og menningarstarfsemi í auglýsingu en ekki verður gert ráð fyrir áhorfendum. Starfsemi leikhúsa miðast við 100 manna hólf- og grímuskyldu. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að frá 15. september til 1. október hafi um 560 einstaklingar greinst innanlands, daglegur fjöldi nýgreindra verið um 30-40 og hlutfall þeirra sem er í sóttkví verið um 50%. Á sama tíma hafi fjöldi þeirra sem veikst hefur alvarlega aukist og um 20 einstaklingar þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. „Í ljósi þess að faraldurinn er nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt er að álag á sjúkrahúskerfið getur farið yfir þolmörk varðandi COVID og önnur verkefni, þá leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til bæla faraldurinn sem mest niður,“ segir meðal annars í minnisblaði sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hertar samkomutakmarkanir: Engir áhorfendur Hertar samkomutakmarkanir taka gildi 5. október. Verða engir áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum í kjölfarið. 3. október 2020 18:02 Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um hertari samfélagslegar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu Covid-19. Líkt og áður hefur komið fram miðast fjöldamörk samkomubanns við 20 manns en vikið er frá tillögum sóttvarnalæknis að því leyti að í framhalds- og háskólum verður miðað við 25 manna fjöldatakmörk í stað 20 manna og 50 manna fjöldatakmörk í útförum. Þá verður ekki gert ráð fyrir áhorfendum á íþróttaleikjum. Aðgerðirnar taka gildi mánudaginn 5. október og verður auglýsing heilbrigðisráðherra birt á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stærstu einstöku breytingarnar verða, líkt og áður segir, 20 manna fjöldatakmörkun með ákveðnum undantekningum. Þar má nefna 50 manna hámark í útförum og 100 manna hámark í tilteknum verslunum. 50% af hámarksfjölda í sundlaugum Krám, skemmtistöðum, spilasölum og líkamsræktarstöðvum verður lokað. Sundlaugar verða áfram opnar en með þrengri fjöldatakmörkunum, eða 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Ekki verða breytingar á starfsemi leik- og grunnskóla. Í framhalds- og háskólum munu gilda 25 manna fjöldatakmarkanir og er þar miðað við algenga bekkjarstærð. Áfram verður eins metra reglan í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð. Gerð verður sérstök grein fyrir reglum í íþrótta- og menningarstarfsemi í auglýsingu en ekki verður gert ráð fyrir áhorfendum. Starfsemi leikhúsa miðast við 100 manna hólf- og grímuskyldu. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að frá 15. september til 1. október hafi um 560 einstaklingar greinst innanlands, daglegur fjöldi nýgreindra verið um 30-40 og hlutfall þeirra sem er í sóttkví verið um 50%. Á sama tíma hafi fjöldi þeirra sem veikst hefur alvarlega aukist og um 20 einstaklingar þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. „Í ljósi þess að faraldurinn er nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt er að álag á sjúkrahúskerfið getur farið yfir þolmörk varðandi COVID og önnur verkefni, þá leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til bæla faraldurinn sem mest niður,“ segir meðal annars í minnisblaði sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hertar samkomutakmarkanir: Engir áhorfendur Hertar samkomutakmarkanir taka gildi 5. október. Verða engir áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum í kjölfarið. 3. október 2020 18:02 Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Hertar samkomutakmarkanir: Engir áhorfendur Hertar samkomutakmarkanir taka gildi 5. október. Verða engir áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum í kjölfarið. 3. október 2020 18:02
Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24