Fjölgun nauðungarhjónabanda og ótímabærra þungana vegna COVID Heimsljós 1. október 2020 14:01 Tom Merilion/ Save the Children Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children er óttast að nauðungarhjónaböndum fjölgi umtalsvert vegna COVID-19 farsóttarinnar. Í greiningu samtakanna er reiknað með að hálf milljón ungra stúlkna verði hnepptar í hjónaband á þessu ári til viðbótar við þær tólf milljónir stúlkna sem að jafnaði eru þröngvað í hjónaband á barnsaldri árlega. Einnig er óttast að þungunum barnungra stúlkna fjölgi á árinu vegna faraldursins. Í skýrslunni er sagt að allt að ein milljón stúlkna kunni að verða barnshafandi á þessu ári, umfram það sem áður hafði verið reiknað með. Minnt er á að barnsfæðing er helsta dánarorsök stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára. Forsíða skýrslunnar Stúlkur í Suður-Asíu eru í mestri áhættu og talið að í hóp giftra stúlkna bætist 200 þúsund stúlkur við fyrir áramót. Að mati samtakanna fjölgar nauðungarhjónaböndum einnig verulega í Vestur- og Mið-Afríku og rómönsku Ameríku að Karíbaeyjum meðtöldum. Ótímabærar þunganir verða hins vegar flestar í Austur-Afríku og Afríku sunnan Sahara. Í skýrslunni er vakin athygli á þeirri staðreynd að síðasta aldarfjórðung hafi smám saman dregið úr nauðungarhjónaböndum en með COVID-19 heimsfaraldrinum verði beinlínis afturför á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent
Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children er óttast að nauðungarhjónaböndum fjölgi umtalsvert vegna COVID-19 farsóttarinnar. Í greiningu samtakanna er reiknað með að hálf milljón ungra stúlkna verði hnepptar í hjónaband á þessu ári til viðbótar við þær tólf milljónir stúlkna sem að jafnaði eru þröngvað í hjónaband á barnsaldri árlega. Einnig er óttast að þungunum barnungra stúlkna fjölgi á árinu vegna faraldursins. Í skýrslunni er sagt að allt að ein milljón stúlkna kunni að verða barnshafandi á þessu ári, umfram það sem áður hafði verið reiknað með. Minnt er á að barnsfæðing er helsta dánarorsök stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára. Forsíða skýrslunnar Stúlkur í Suður-Asíu eru í mestri áhættu og talið að í hóp giftra stúlkna bætist 200 þúsund stúlkur við fyrir áramót. Að mati samtakanna fjölgar nauðungarhjónaböndum einnig verulega í Vestur- og Mið-Afríku og rómönsku Ameríku að Karíbaeyjum meðtöldum. Ótímabærar þunganir verða hins vegar flestar í Austur-Afríku og Afríku sunnan Sahara. Í skýrslunni er vakin athygli á þeirri staðreynd að síðasta aldarfjórðung hafi smám saman dregið úr nauðungarhjónaböndum en með COVID-19 heimsfaraldrinum verði beinlínis afturför á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent