Nýr emír sór embættiseið í Kúveit Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2020 13:54 Sheikh Nawaf al-Ahmad al-Sabah sór í morgun embættiseið eftir að forveri hans í embætti, hálfbróðirinn Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah, andaðist í gær, 91 árs að aldri. AP Nýr emír Kúveit hefur heitið því að vinna að velferð, stöðugleika og öryggi í landinu. Sheikh Nawaf al-Ahmad al-Sabah sór í morgun embættiseið eftir að forveri hans í embætti, hálfbróðirinn Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah, andaðist í gær, 91 árs að aldri. Búið er að lýsa yfir fjörutíu daga þjóðarsorg vegna fráfalls Sabah. Nýi emírinn hvatti í ræðu til einingar meðal Kúveitmanna til að hægt verði að glíma við þær áskoranir sem framundan væru. „Okkar ástkæra land stendur í dag frammi fyrir erfiðum aðstæðum og hættulegum áskorunum sem einungis er hægt að komast í gegnum með því að standa og vinna ötullega saman,“ sagði hinn 83 ára Sheikh Nawaf al-Ahmed. Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah andaðist á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum, en þar hafði hann dvalið síðan í júlí eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð vegna ótilgreinds sjúkdóms fyrr í sama mánuði. Reiknað er með að lík hins látna emírs komi til Kúveit í dag, en útförin mun fara fram í viðurvist einungis nánustu fjölskyldu hans vegna heimsfaraldursins. Sabah-fjölskyldan hefur stýrt Kúveit síðastliðinn 260 ár. Fréttaskýrendur segja að ekki megi reikna með neinum stórkostlegum breytingum á stefnu landsins í olíu- eða utanríkismálum, eða þá þegar kemur að fjárfestingum í landinu. Kúveit Tengdar fréttir Emírinn í Kúveit er látinn Emírinn í Kúveit, Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah, er látinn, 91 árs að aldri. 29. september 2020 14:25 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Nýr emír Kúveit hefur heitið því að vinna að velferð, stöðugleika og öryggi í landinu. Sheikh Nawaf al-Ahmad al-Sabah sór í morgun embættiseið eftir að forveri hans í embætti, hálfbróðirinn Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah, andaðist í gær, 91 árs að aldri. Búið er að lýsa yfir fjörutíu daga þjóðarsorg vegna fráfalls Sabah. Nýi emírinn hvatti í ræðu til einingar meðal Kúveitmanna til að hægt verði að glíma við þær áskoranir sem framundan væru. „Okkar ástkæra land stendur í dag frammi fyrir erfiðum aðstæðum og hættulegum áskorunum sem einungis er hægt að komast í gegnum með því að standa og vinna ötullega saman,“ sagði hinn 83 ára Sheikh Nawaf al-Ahmed. Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah andaðist á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum, en þar hafði hann dvalið síðan í júlí eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð vegna ótilgreinds sjúkdóms fyrr í sama mánuði. Reiknað er með að lík hins látna emírs komi til Kúveit í dag, en útförin mun fara fram í viðurvist einungis nánustu fjölskyldu hans vegna heimsfaraldursins. Sabah-fjölskyldan hefur stýrt Kúveit síðastliðinn 260 ár. Fréttaskýrendur segja að ekki megi reikna með neinum stórkostlegum breytingum á stefnu landsins í olíu- eða utanríkismálum, eða þá þegar kemur að fjárfestingum í landinu.
Kúveit Tengdar fréttir Emírinn í Kúveit er látinn Emírinn í Kúveit, Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah, er látinn, 91 árs að aldri. 29. september 2020 14:25 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Emírinn í Kúveit er látinn Emírinn í Kúveit, Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah, er látinn, 91 árs að aldri. 29. september 2020 14:25