Rifjuðu upp geggjað mark Gylfa fyrir heimsókn West Ham á Goodison í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2020 14:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti West Ham fyrir tæpu ári síðan. Getty/ Jan Kruger Gylfi Þór Sigurðsson fær vonandi dýrmætar mínútur til að sanna sig fyrir Carlo Ancelotti í kvöld þegar Everton fær West Ham í heimsókn í enska deildabikarnum en í boði er sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Everton hefur byrjað tímabilið frábærlega og hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í deild (3) og deildabikar (2). Þetta verður hins vegar fyrsti bikarleikur liðsins á móti úrvalsdeildarliði. Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið inn á sem varamaður í öllum þremur úrvalsdeildarleikjunum á tímabilinu en hefur verið í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið í leikjunum í enska deildabikarnum. Everton fær West Ham í heimsókn í kvöld í sextán liða úrslitum enska deildarbikarsins en liðið er þegar búið að vinna góða sigra á Salford (3-0) og Fleetwood (5-2) í keppninni til þessa. Gylfi hefur spilað allar 180 mínúturnar í boði í þessum tveimur sigrum liðsins. Gylfi á góðar minningar frá síðasta leik Everton og West Ham á Goodison Park en hann innsiglaði þá 2-0 sigur Everton með geggjuðu marki undir lok leiksins. Everton hitaði upp fyrir leikinn í kvöld með því að rifja upp þetta mark Gylfa fyrir leikinn en það má sjá markið hans frá öllum sjónarhornum í myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Markið á móti West Ham 19. október í fyrra er næstsíðasta mark Gylfa fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði mark úr víti á móti Leicester City seinna á tímabilinu og eina mark hans á þessu tímabili var mark sem hann skoraði í sigurleiknum á móti Salford City. Gylfi hefur alls skorað þrjú mörk á móti West Ham. Fyrsta deildarmark hans fyrir Tottenham kom á móti West Ham og þá skoraði hann einnig fyrir Everton á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2018-19. Leikur Everton og West Ham hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport 3. Leikur Brighton og Manchester United verður sýndir beint á sama tíma á Stöð 2 Sport 4. #EFC West Ham #CarabaoCup pic.twitter.com/ublFQkrzP7— Everton (@Everton) September 30, 2020 Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fær vonandi dýrmætar mínútur til að sanna sig fyrir Carlo Ancelotti í kvöld þegar Everton fær West Ham í heimsókn í enska deildabikarnum en í boði er sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Everton hefur byrjað tímabilið frábærlega og hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í deild (3) og deildabikar (2). Þetta verður hins vegar fyrsti bikarleikur liðsins á móti úrvalsdeildarliði. Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið inn á sem varamaður í öllum þremur úrvalsdeildarleikjunum á tímabilinu en hefur verið í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið í leikjunum í enska deildabikarnum. Everton fær West Ham í heimsókn í kvöld í sextán liða úrslitum enska deildarbikarsins en liðið er þegar búið að vinna góða sigra á Salford (3-0) og Fleetwood (5-2) í keppninni til þessa. Gylfi hefur spilað allar 180 mínúturnar í boði í þessum tveimur sigrum liðsins. Gylfi á góðar minningar frá síðasta leik Everton og West Ham á Goodison Park en hann innsiglaði þá 2-0 sigur Everton með geggjuðu marki undir lok leiksins. Everton hitaði upp fyrir leikinn í kvöld með því að rifja upp þetta mark Gylfa fyrir leikinn en það má sjá markið hans frá öllum sjónarhornum í myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Markið á móti West Ham 19. október í fyrra er næstsíðasta mark Gylfa fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði mark úr víti á móti Leicester City seinna á tímabilinu og eina mark hans á þessu tímabili var mark sem hann skoraði í sigurleiknum á móti Salford City. Gylfi hefur alls skorað þrjú mörk á móti West Ham. Fyrsta deildarmark hans fyrir Tottenham kom á móti West Ham og þá skoraði hann einnig fyrir Everton á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2018-19. Leikur Everton og West Ham hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport 3. Leikur Brighton og Manchester United verður sýndir beint á sama tíma á Stöð 2 Sport 4. #EFC West Ham #CarabaoCup pic.twitter.com/ublFQkrzP7— Everton (@Everton) September 30, 2020
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira